Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Vésteinn Örn Pétursson og Eiður Þór Árnason skrifa 20. október 2025 18:49 Arnar Hjálmsson er formaður Félags flugumferðarstjóra. Vísir/Vilhelm Næstu vinnustöðvun flugumferðarstjóra sem hefjast átti í nótt hefur verið aflýst. Þeir munu funda með viðsemjendum sínum í fyrramálið. Þetta kom fram í máli Arnars Hjálmssonar, formanns Félags flugumferðarstjóra, í kvöldfréttum Sýnar. Fyrsta vinnustöðvun flugumferðarstjóra hófst í gær og lauk klukkan þrjú aðfaranótt mánudags. Sú næsta átti að hefjast klukkan þrjú í nótt og hafa áhrif á alþjóðlegt flugstjórnarsvæði yfir og við Grænland. Slík aðgerð myndi loka fyrir flugumferð um svæðið og beina flugvélum sunnar. Ekki var boðað til fundar milli aðila í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara í dag en þétt var fundað í húsakynnum Félags íslenskra flugumferðarstjóra við Grettisgötu. Arnar segir að fundað verði aftur með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins klukkan tíu í fyrramálið. „Við vorum að senda það út að við erum búnir að aflýsa vinnustöðvuninni sem átti að vera í nótt.“ Hafa tvo daga fram að næstu fyrirhuguðu vinnustöðvun Arnar segir að hugmynd verði lögð fram á fundinum á morgun sem gæti leyst hnútinn í viðræðunum. Viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi og hann geti því ekki upplýst hvað þessi tillaga flugumferðarstjóra feli í sér. „Við vonumst til að þetta liðki eitthvað fyrir. Hugmyndin kemur frá okkur og vonandi kviknar eitthvað ljós við þetta.“ Næstu fyrirhuguðu vinnustöðvanir standa óbreyttar. „Þetta gefur okkur að minnsta kosti tvo daga þar sem næsta vinnustöðvun á eftir þeirri sem vera átti í nótt er ekki fyrr en á fimmtudaginn. Þannig þetta gefur okkur að minnsta kosti tvo daga og vonandi náum við að klára þetta mál á þeim tíma.“ Séu ekki að biðja um meira Arnar hefur áður gefið út að ekki væri lagt á milli samningsaðila en Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur kallað flugumferðarstjóra hálaunastétt í skæruverkföllum. Arnar hafnar því að þeir séu að fara fram á hækkanir umfram almenna launaþróun í landinu en séu að ræða ýmsar útfærslur á því hvernig hægt verði að halda í við launaþróun. „Þessar fullyrðingar hennar um að við séum að fara fram á mun meira en allir aðrir eru bara rangar.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Fréttir af flugi Vinnumarkaður Kjaramál Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Fjármála- og efnahagsráðherra útilokar ekki að ríkisstjórnin grípi inn í vegna stöðu mála í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra. Fyrsta vinnustöðvunin fór fram síðastliðna nótt og hafa fleiri aðgerðir verið boðaðar. Ríkisstjórnin fylgist grannt með. 20. október 2025 18:34 Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Framkvæmdastjóri SA hvetur flugumferðarstjóra til að koma aftur að samningaborðinu og aflýsa verkfalli. Það sé alveg skýrt að launahækkanir þeirra verði ekki umfram hækkanir annarra stétta. Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir nauðsynlegt að fundin verði ásættanleg leið fyrir báða aðila. Verkfall að óbreyttu klukkan 22 í kvöld. Ríkissáttasemjari segir málið flókið og í hnút. 19. október 2025 19:47 Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Öllum flugferðum sem áttu að fara um Keflavíkurflugvöll á verkfallstíma flugumferðarstjóra hefur verið flýtt, seinkað eða aflýst, nema einu. Verkfallið hefst að öllu óbreyttu klukkan tíu í kvöld. 19. október 2025 10:16 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Þetta kom fram í máli Arnars Hjálmssonar, formanns Félags flugumferðarstjóra, í kvöldfréttum Sýnar. Fyrsta vinnustöðvun flugumferðarstjóra hófst í gær og lauk klukkan þrjú aðfaranótt mánudags. Sú næsta átti að hefjast klukkan þrjú í nótt og hafa áhrif á alþjóðlegt flugstjórnarsvæði yfir og við Grænland. Slík aðgerð myndi loka fyrir flugumferð um svæðið og beina flugvélum sunnar. Ekki var boðað til fundar milli aðila í kjaradeilunni hjá ríkissáttasemjara í dag en þétt var fundað í húsakynnum Félags íslenskra flugumferðarstjóra við Grettisgötu. Arnar segir að fundað verði aftur með fulltrúum Samtaka atvinnulífsins klukkan tíu í fyrramálið. „Við vorum að senda það út að við erum búnir að aflýsa vinnustöðvuninni sem átti að vera í nótt.“ Hafa tvo daga fram að næstu fyrirhuguðu vinnustöðvun Arnar segir að hugmynd verði lögð fram á fundinum á morgun sem gæti leyst hnútinn í viðræðunum. Viðræðurnar séu á viðkvæmu stigi og hann geti því ekki upplýst hvað þessi tillaga flugumferðarstjóra feli í sér. „Við vonumst til að þetta liðki eitthvað fyrir. Hugmyndin kemur frá okkur og vonandi kviknar eitthvað ljós við þetta.“ Næstu fyrirhuguðu vinnustöðvanir standa óbreyttar. „Þetta gefur okkur að minnsta kosti tvo daga þar sem næsta vinnustöðvun á eftir þeirri sem vera átti í nótt er ekki fyrr en á fimmtudaginn. Þannig þetta gefur okkur að minnsta kosti tvo daga og vonandi náum við að klára þetta mál á þeim tíma.“ Séu ekki að biðja um meira Arnar hefur áður gefið út að ekki væri lagt á milli samningsaðila en Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur kallað flugumferðarstjóra hálaunastétt í skæruverkföllum. Arnar hafnar því að þeir séu að fara fram á hækkanir umfram almenna launaþróun í landinu en séu að ræða ýmsar útfærslur á því hvernig hægt verði að halda í við launaþróun. „Þessar fullyrðingar hennar um að við séum að fara fram á mun meira en allir aðrir eru bara rangar.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Fréttir af flugi Vinnumarkaður Kjaramál Verkföll flugumferðarstjóra Tengdar fréttir Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Fjármála- og efnahagsráðherra útilokar ekki að ríkisstjórnin grípi inn í vegna stöðu mála í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra. Fyrsta vinnustöðvunin fór fram síðastliðna nótt og hafa fleiri aðgerðir verið boðaðar. Ríkisstjórnin fylgist grannt með. 20. október 2025 18:34 Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Framkvæmdastjóri SA hvetur flugumferðarstjóra til að koma aftur að samningaborðinu og aflýsa verkfalli. Það sé alveg skýrt að launahækkanir þeirra verði ekki umfram hækkanir annarra stétta. Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir nauðsynlegt að fundin verði ásættanleg leið fyrir báða aðila. Verkfall að óbreyttu klukkan 22 í kvöld. Ríkissáttasemjari segir málið flókið og í hnút. 19. október 2025 19:47 Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Öllum flugferðum sem áttu að fara um Keflavíkurflugvöll á verkfallstíma flugumferðarstjóra hefur verið flýtt, seinkað eða aflýst, nema einu. Verkfallið hefst að öllu óbreyttu klukkan tíu í kvöld. 19. október 2025 10:16 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Fjármála- og efnahagsráðherra útilokar ekki að ríkisstjórnin grípi inn í vegna stöðu mála í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra. Fyrsta vinnustöðvunin fór fram síðastliðna nótt og hafa fleiri aðgerðir verið boðaðar. Ríkisstjórnin fylgist grannt með. 20. október 2025 18:34
Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Framkvæmdastjóri SA hvetur flugumferðarstjóra til að koma aftur að samningaborðinu og aflýsa verkfalli. Það sé alveg skýrt að launahækkanir þeirra verði ekki umfram hækkanir annarra stétta. Arnar Hjálmsson, formaður Félags flugumferðarstjóra, segir nauðsynlegt að fundin verði ásættanleg leið fyrir báða aðila. Verkfall að óbreyttu klukkan 22 í kvöld. Ríkissáttasemjari segir málið flókið og í hnút. 19. október 2025 19:47
Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Öllum flugferðum sem áttu að fara um Keflavíkurflugvöll á verkfallstíma flugumferðarstjóra hefur verið flýtt, seinkað eða aflýst, nema einu. Verkfallið hefst að öllu óbreyttu klukkan tíu í kvöld. 19. október 2025 10:16