„Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. október 2025 19:43 Mæðginin Axel og Katrín á góðri stundu. Móðir ungs manns sem drukknaði í Vopnafirði í sínum fyrsta túr á sjó segir erfitt að hugsa til þess að skjótari viðbrögð skipverja á bátnum hefðu getað bjargað lífi hans. Hún og barnsfaðir hennar hafa tapað máli gegn útgerðinni á tveimur dómstigum, en ætla sér alla leið með málið hvað sem það kostar. Mánudaginn 18. maí 2020 bárust fréttir af því að leitað væri að Axel Jósefssyni Zarioh, skipverja báts sem Brim hf. gerði út frá Vopnafirði. Hann var talinn hafa fallið fyrir borð skipsins á leið í land. Viku síðar var leitinni hætt. Tæpu ári síðar, í upphafi apríl, fundust líkamsleifar í fjörunni við Vopnafjörð. Skömmu síðar fékkst staðfest að um Axel var að ræða. Sárt að hugsa til þess að skjótari viðbrögð hefðu getað skipt öllu Foreldrar Axels hafa staðið í málaferlum gegn Brimi til þess að fá miska sinn bættan, og hafa ýmislegt að athuga við aðdraganda þess að hann lést, og telja Brim ábyrgt fyrir dauða hans. „Hann sést síðast korter í átta þegar þeir eru að koma í land. Það er ekki byrjað að leita að honum fyrr en klukkan tvö. Það er mjög einkennilegt að í svona lítilli áhöfn skuli enginn átta sig á því að nýr aðili sé ekki um borð,“ segir Katrín Sjöfn Sveinbjörnsdóttir, móðir Axels. Því leið fjöldi klukkustunda frá því komið var í land og þar til viðbragðsaðilar voru látnir vita að Axel væri horfinn. „Ef þeir hefðu séð þetta fyrr, þá hefði mögulega verið hægt að bjarga honum. Það er það sem er bara svolítið sárt.“ Engin fræðsla Þá eru foreldrar Axels ósáttir við að ekki liggi fyrir gögn um þjálfun hans áður en farið var af stað í túrinn, sem var hans fyrsta ferð á sjó. Fyrst var borið við að gögnin væru ekki til, en síðar að þau hafi brunnið með bátnum. „Það fór engin fræðsla fram. Bátsmaðurinn sem átti að sjá um fræðsluna sagði í vitnaleiðslunni að hann hefði ekki gert það. Það er voðalega einkennilegt hvernig þetta mál hefur farið.“ „Bý ég í réttarríki?“ Foreldrarnir hafa tapað málinu, bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Fyrir Landsrétti fékkst ekki gjafsókn, og foreldrarnir þurftu sjálfir að standa straum af kostnaði við rekstur málsins. „Maður situr bara svolítið eftir: Bíddu bý ég í réttarríki? Ég verð fyrir vonbrigðum því ég hef trú á dómskerfinu, ég hef trú á lögreglunni og ég hef trú á öllu þessu góða fólki. Ég vil bara að einhver taki einhverja ábyrgð. Það hlýtur einhver að taka ábyrgð,“ segir Katrín. Hún hafi ekki fengið eitt samúðarskeyti frá útgerðinni í kjölfar andláts sonar hennar. „Ég er ekki að segja að það skipti öllu, en það er bara eins og líf skipti engu máli.“ Ætlar alla leið með málið Katrín segist vilja leita til Hæstaréttar með málið, óháð því hvort gjafsókn fáist eða ekki. „Ég bara ætla að gera mitt allra besta til þess að halda þessu áfram. Ég vil bara að rétt sé rétt, alveg sama hvoru megin dómurinn fellur.“ Möguleg bótafjárhæð sé smámál í stóra samhenginu. „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka.“ Dómsmál Vopnafjörður Sjávarútvegur Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Mánudaginn 18. maí 2020 bárust fréttir af því að leitað væri að Axel Jósefssyni Zarioh, skipverja báts sem Brim hf. gerði út frá Vopnafirði. Hann var talinn hafa fallið fyrir borð skipsins á leið í land. Viku síðar var leitinni hætt. Tæpu ári síðar, í upphafi apríl, fundust líkamsleifar í fjörunni við Vopnafjörð. Skömmu síðar fékkst staðfest að um Axel var að ræða. Sárt að hugsa til þess að skjótari viðbrögð hefðu getað skipt öllu Foreldrar Axels hafa staðið í málaferlum gegn Brimi til þess að fá miska sinn bættan, og hafa ýmislegt að athuga við aðdraganda þess að hann lést, og telja Brim ábyrgt fyrir dauða hans. „Hann sést síðast korter í átta þegar þeir eru að koma í land. Það er ekki byrjað að leita að honum fyrr en klukkan tvö. Það er mjög einkennilegt að í svona lítilli áhöfn skuli enginn átta sig á því að nýr aðili sé ekki um borð,“ segir Katrín Sjöfn Sveinbjörnsdóttir, móðir Axels. Því leið fjöldi klukkustunda frá því komið var í land og þar til viðbragðsaðilar voru látnir vita að Axel væri horfinn. „Ef þeir hefðu séð þetta fyrr, þá hefði mögulega verið hægt að bjarga honum. Það er það sem er bara svolítið sárt.“ Engin fræðsla Þá eru foreldrar Axels ósáttir við að ekki liggi fyrir gögn um þjálfun hans áður en farið var af stað í túrinn, sem var hans fyrsta ferð á sjó. Fyrst var borið við að gögnin væru ekki til, en síðar að þau hafi brunnið með bátnum. „Það fór engin fræðsla fram. Bátsmaðurinn sem átti að sjá um fræðsluna sagði í vitnaleiðslunni að hann hefði ekki gert það. Það er voðalega einkennilegt hvernig þetta mál hefur farið.“ „Bý ég í réttarríki?“ Foreldrarnir hafa tapað málinu, bæði fyrir héraðsdómi og Landsrétti. Fyrir Landsrétti fékkst ekki gjafsókn, og foreldrarnir þurftu sjálfir að standa straum af kostnaði við rekstur málsins. „Maður situr bara svolítið eftir: Bíddu bý ég í réttarríki? Ég verð fyrir vonbrigðum því ég hef trú á dómskerfinu, ég hef trú á lögreglunni og ég hef trú á öllu þessu góða fólki. Ég vil bara að einhver taki einhverja ábyrgð. Það hlýtur einhver að taka ábyrgð,“ segir Katrín. Hún hafi ekki fengið eitt samúðarskeyti frá útgerðinni í kjölfar andláts sonar hennar. „Ég er ekki að segja að það skipti öllu, en það er bara eins og líf skipti engu máli.“ Ætlar alla leið með málið Katrín segist vilja leita til Hæstaréttar með málið, óháð því hvort gjafsókn fáist eða ekki. „Ég bara ætla að gera mitt allra besta til þess að halda þessu áfram. Ég vil bara að rétt sé rétt, alveg sama hvoru megin dómurinn fellur.“ Möguleg bótafjárhæð sé smámál í stóra samhenginu. „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka.“
Dómsmál Vopnafjörður Sjávarútvegur Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira