Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. október 2025 11:08 Afnám tekjuskatts fyrir foreldra var eitt af kosningamálum Karol Nawrocki í vor. EPA Karol Nawrocki, forseti Póllands, hefur skrifað undir lög sem gera tveggja barna foreldra undir ákveðnu frítekjumarki undanþegna tekjuskatti. Markmiðið er að stemma stigu við sögulegri lægð í fæðingartíðni og örva pólska hagkerfið. Karol Nawrocki, sem var kjörinn forseti Póllands í júní, lagði frumvarpið fram í ágúst síðastliðnum og voru lögin samþykkt á fimmtudaginn í síðustu viku. Frítekjumarkið hækkar verulega Með lögunum hækkar frítekjumark Pólverja úr 30.000 pólskum zloty á ári (um einni milljón íslenskra að núvirði), í 140.000 zloty (4,7 milljónir íslenskra) á ári, ef þeir eiga tvö eða fleiri börn. Lágmarkslaun í Póllandi eru um 55.992 zloty á ári, sem samsvara tæplega 1,9 milljónum íslenskra króna. Frítekjumark pólskra hjóna verður með breytingunum 280.000 zloty á ári, en skattaafslátturinn verður í gildi þar til barnið nær 18 ára aldri, eða til 25 ára aldurs ef barnið er tekjulaust og í skóla. Samkvæmt útreikningum stjórnvalda mun pólsk fjölskylda með meðaltekjur græða um þúsund zloty á mánuði eftir breytingarnar, sem samsvara um 33 þúsund íslenskum krónum að núvirði. Fyrsta tekjuskattsþrepið í Póllandi er tólf prósent, en það gildir um árstekjur allt að 120.000 zloty. Fyrir tekjur hærri en 120.000 zloty greiða Pólverjar 32 prósenta skatt. Mikil ánægja í könnunum „Tekjuskattsafslátturinn fyrir foreldra er ekki bara kosningaloforð mitt, heldur er það skylda mín að tryggja áframhaldandi tilvist Póllands og sjálfstæði pólsku þjóðarinnar,“ sagði Nawrocki um málið. Samkvæmt umfjöllun Euronews voru um 76 prósent Pólverja ánægðir með áformin, og aðeins 16 prósent lýstu mikilli andstöðu, í skoðanakönnun sem framkvæmd var 11. september. Fæðingatíðni pólskra kvenna mældist 1,099 börn á hverja konu árið 2024 og er ein sú lægsta í heiminum. Pólland Skattar og tollar Tengdar fréttir Nýkjörinn forseti Póllands: Trúrækinn sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi Karol Nawrocki, sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi verður næsti forseti Póllands. Þetta varð ljóst í morgun þegar talningu lauk. Hann hlaut rétt tæpt 51 prósent atkvæða og bar því afar nauman sigur úr býtum gegn Rafał Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár. 2. júní 2025 15:34 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Karol Nawrocki, sem var kjörinn forseti Póllands í júní, lagði frumvarpið fram í ágúst síðastliðnum og voru lögin samþykkt á fimmtudaginn í síðustu viku. Frítekjumarkið hækkar verulega Með lögunum hækkar frítekjumark Pólverja úr 30.000 pólskum zloty á ári (um einni milljón íslenskra að núvirði), í 140.000 zloty (4,7 milljónir íslenskra) á ári, ef þeir eiga tvö eða fleiri börn. Lágmarkslaun í Póllandi eru um 55.992 zloty á ári, sem samsvara tæplega 1,9 milljónum íslenskra króna. Frítekjumark pólskra hjóna verður með breytingunum 280.000 zloty á ári, en skattaafslátturinn verður í gildi þar til barnið nær 18 ára aldri, eða til 25 ára aldurs ef barnið er tekjulaust og í skóla. Samkvæmt útreikningum stjórnvalda mun pólsk fjölskylda með meðaltekjur græða um þúsund zloty á mánuði eftir breytingarnar, sem samsvara um 33 þúsund íslenskum krónum að núvirði. Fyrsta tekjuskattsþrepið í Póllandi er tólf prósent, en það gildir um árstekjur allt að 120.000 zloty. Fyrir tekjur hærri en 120.000 zloty greiða Pólverjar 32 prósenta skatt. Mikil ánægja í könnunum „Tekjuskattsafslátturinn fyrir foreldra er ekki bara kosningaloforð mitt, heldur er það skylda mín að tryggja áframhaldandi tilvist Póllands og sjálfstæði pólsku þjóðarinnar,“ sagði Nawrocki um málið. Samkvæmt umfjöllun Euronews voru um 76 prósent Pólverja ánægðir með áformin, og aðeins 16 prósent lýstu mikilli andstöðu, í skoðanakönnun sem framkvæmd var 11. september. Fæðingatíðni pólskra kvenna mældist 1,099 börn á hverja konu árið 2024 og er ein sú lægsta í heiminum.
Pólland Skattar og tollar Tengdar fréttir Nýkjörinn forseti Póllands: Trúrækinn sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi Karol Nawrocki, sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi verður næsti forseti Póllands. Þetta varð ljóst í morgun þegar talningu lauk. Hann hlaut rétt tæpt 51 prósent atkvæða og bar því afar nauman sigur úr býtum gegn Rafał Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár. 2. júní 2025 15:34 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Nýkjörinn forseti Póllands: Trúrækinn sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi Karol Nawrocki, sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi verður næsti forseti Póllands. Þetta varð ljóst í morgun þegar talningu lauk. Hann hlaut rétt tæpt 51 prósent atkvæða og bar því afar nauman sigur úr býtum gegn Rafał Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár. 2. júní 2025 15:34