Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson og Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifa 17. október 2025 14:02 Við Vinstri græn í Reykjavík höfum nú hafið vinnu við gerð höfuðborgarstefnu um málefni Reykjavíkurborgar. Kosningar nálgast óðfluga og verkefni okkar er að móta og skapa raunhæfan valkost til vinstri fyrir kjósendur í borginni. Við þurfum að horfa á áskoranirnar sem Reykjavík stendur frammi fyrir og möguleikana sem borgin okkar hefur upp á að bjóða. Engum dylst að harðar deilur hafa staðið yfir innbyrðis á vinstri væng stjórnmálanna undanfarin ár, bæði hér heima og alþjóðlega, sem hafa dregið verulega úr þrótti og samstöðumætti félagshyggjufólks. Þessar innantökur, sem snúast því miður oftar um persónur og leikendur en raunverulegan skoðanaágreining um málefni samfélagsins, hafa stuðlað að uppgangi öfgafullrar hægristefnu á Vesturlöndum og hér heima. Á Alþingi situr í fyrsta skipti í lýðveldissögunni ekkert félagshyggjuafl. Þessari þróun ætlum við að snúa við og við byrjum á því að efla traust kjósenda á okkar sameiginlegu pólitísku sýn í vor. Til þess að gera það þurfum við að setja okkur í spor bæði barnafjölskyldanna og þeirra sem búa ein, þeirra sem þurfa að bíða lengur en góðu hófi gegnir eftir strætó og þeirra sem syrgja tímann sem þau þurfa að vera föst í bílaumferð. Þeirra sem upplifa að þau séu á jaðrinum af því að samfélagið þrýstir þeim þangað og þeirra sem eru bara dálítið hrædd við ýmislegt sem þau þekkja ekki. Þeirra sem vilja þéttara stuðningsnet og samheldnara samfélag og þeirra sem þurfa andrými. Þeirra sem vilja meira jafnrétti og tækifæri fyrir öll. Þeirra sem vilja finna lausnir og að á þau sé hlustað. Við getum alltaf gert betur. Það vitum við Vinstri græn. Sjálfsgagnrýnin er satt best að segja sjaldnast langt undan hjá þessum hópi vinstrafólks sem hefur marga fjöruna sopið. Við í VGR munum taka hana og nýta til góðs: finna betri leiðir en áður, þora að viðurkenna það þegar við förum óvart út af veginum og koma okkur aftur á rétta leið og draga þau sem við vinnum með í átt að jafnrétti, félagslegu réttlæti og umhverfi sem við getum þrifist í. Við viljum finna lausnir. Við viljum samfélag sem grípur þau sem þurfa á því að halda að detta í öruggt fang. Við erum óhrædd að gera breytingar og við viljum vinna að því að gera borgina okkar enn betri. Við viljum horfa til þess hvað er að gerast í kringum okkur í borgum sem við viljum líkjast og við viljum að Reykjavík sé skjólsæl borg í fleiri en einum skilningi. Hér eigum við öll að geta dregið andann léttar og upplifað öryggi. Við í Vinstri grænum í Reykjavík viljum gera allt sem við getum til að Reykjavík sé okkar allra. Og við munum leggja okkur fram við að móta og bjóða fram stefnu sem getur ýtt undir það á allan mögulegan hátt. Höfundar eru formaður og varaformaður VG í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við Vinstri græn í Reykjavík höfum nú hafið vinnu við gerð höfuðborgarstefnu um málefni Reykjavíkurborgar. Kosningar nálgast óðfluga og verkefni okkar er að móta og skapa raunhæfan valkost til vinstri fyrir kjósendur í borginni. Við þurfum að horfa á áskoranirnar sem Reykjavík stendur frammi fyrir og möguleikana sem borgin okkar hefur upp á að bjóða. Engum dylst að harðar deilur hafa staðið yfir innbyrðis á vinstri væng stjórnmálanna undanfarin ár, bæði hér heima og alþjóðlega, sem hafa dregið verulega úr þrótti og samstöðumætti félagshyggjufólks. Þessar innantökur, sem snúast því miður oftar um persónur og leikendur en raunverulegan skoðanaágreining um málefni samfélagsins, hafa stuðlað að uppgangi öfgafullrar hægristefnu á Vesturlöndum og hér heima. Á Alþingi situr í fyrsta skipti í lýðveldissögunni ekkert félagshyggjuafl. Þessari þróun ætlum við að snúa við og við byrjum á því að efla traust kjósenda á okkar sameiginlegu pólitísku sýn í vor. Til þess að gera það þurfum við að setja okkur í spor bæði barnafjölskyldanna og þeirra sem búa ein, þeirra sem þurfa að bíða lengur en góðu hófi gegnir eftir strætó og þeirra sem syrgja tímann sem þau þurfa að vera föst í bílaumferð. Þeirra sem upplifa að þau séu á jaðrinum af því að samfélagið þrýstir þeim þangað og þeirra sem eru bara dálítið hrædd við ýmislegt sem þau þekkja ekki. Þeirra sem vilja þéttara stuðningsnet og samheldnara samfélag og þeirra sem þurfa andrými. Þeirra sem vilja meira jafnrétti og tækifæri fyrir öll. Þeirra sem vilja finna lausnir og að á þau sé hlustað. Við getum alltaf gert betur. Það vitum við Vinstri græn. Sjálfsgagnrýnin er satt best að segja sjaldnast langt undan hjá þessum hópi vinstrafólks sem hefur marga fjöruna sopið. Við í VGR munum taka hana og nýta til góðs: finna betri leiðir en áður, þora að viðurkenna það þegar við förum óvart út af veginum og koma okkur aftur á rétta leið og draga þau sem við vinnum með í átt að jafnrétti, félagslegu réttlæti og umhverfi sem við getum þrifist í. Við viljum finna lausnir. Við viljum samfélag sem grípur þau sem þurfa á því að halda að detta í öruggt fang. Við erum óhrædd að gera breytingar og við viljum vinna að því að gera borgina okkar enn betri. Við viljum horfa til þess hvað er að gerast í kringum okkur í borgum sem við viljum líkjast og við viljum að Reykjavík sé skjólsæl borg í fleiri en einum skilningi. Hér eigum við öll að geta dregið andann léttar og upplifað öryggi. Við í Vinstri grænum í Reykjavík viljum gera allt sem við getum til að Reykjavík sé okkar allra. Og við munum leggja okkur fram við að móta og bjóða fram stefnu sem getur ýtt undir það á allan mögulegan hátt. Höfundar eru formaður og varaformaður VG í Reykjavík.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun