Framtíð PCC á Bakka ekki útséð Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 17. október 2025 13:56 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. Vísir/Ívar Fannar Fimm fjárfestingaraðilar hafa áhuga á að fjárfesta í Norðurþingi að sögn forsætisráðherra. Tillögur stýrihóps ráðherrans um tillögur að viðbrögðun stjórnvalda vegna rekstrarstöðvunar PCC á Bakka voru kynntar í morgun. Meðal tillagna er að fá verkefnastjóra til að sjá um stór verkefni á svæðinu. Starfshópurinn var skipaður í júní og var verkefnið hans að kortleggja stöðu atvinnumála á svæðinu og vinna tillögur að viðbrögðum stjórnvalda í kjölfar tímabundinnar rekstrarstöðvunar kísilvers PCC á Bakka er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Tekið er fram að tillögurnar séu ekki beinar aðgerðir varðandi kísilverksmiðjuna þar sem þau mál séu í ferli hjá stjórnvöldum eða utan verksviðs starfshópsins. Alls hefur 110 manns verið sagt upp hjá kísilverksmiðjunni PCC á Bakka sem er í Norðurþingi. Einungis átján starfa ennþá hjá fyrirtækinu en vonast er til að starfsemin leggist ekki alveg af. Ástæðan sé skortur á verndartollum Evrópusambandsins fyrir kísilmálm. „Það liggur fyrir eftir þessa vinnu að það eru gríðarleg tækifæri á svæðinu og ríkisstjórnin hefur trú á svæðinu í kringum Bakka og Húsavík og í Norðurþingi. Það hefur starfshópur á vegum fimm ráðuneyta verið í mjög góðu sambandi við sveitastjórnir þarna á svæðinu og helstu hagaðila. Fréttirnar út úr þessu eru að það eru fimm til sex fjárfestingaraðilar sem hafa áhuga á svæðinu, þar með talið eitt gagnaver sem gæti komið hratt til framkvæmda ef aðstæður eru fyrir. Það eru tækifæri á svæðinu svo sannarlega,“ segir Kristrún Frostadóttir. Samþykktu að fjármagna að hluta til stöðu verkefnastjóra Meðal tillagna er að fenginn verði verkefnastjóri sem sjái um stór verkefni á svæðinu og myndi hann heyra undir verkefnastjóra í forsætisráðuneytinu sem sér um stórfjárfestingar almennt á landinu. „Þessi aðili myndi fylgja eftir stórum verkefnum og íslenska ríkið gæti borgað áttatíu prósent af kostnaði við þessa stöðu og við samþykktum hér í morgun að ráðuneytin myndu koma saman og fjármagna þessa stöðu,“ segir Kristrún. Aðrar tillögur eru að leyfisferlar verði einfaldaðir þegar kemur að uppbyggingu atvinnu- og raforkukerfisins, ráðist verði í með skilvirkum hætti styrkingu á flutningskerfi raforku og auka orkuöflun á Norðausturlandi og að samgöngur og alþjóðatengingar verði efldar. Þá leggur hópurinn líka til að uppbygging á verkefnum sem varða öryggi og varnir sem og áfallaþol samfélagsins á Norðausturlandi verði sérstaklega skoðuð. „Staðan núna er að við erum að nálgast þetta með þeim hætti að það er ekki útséð hver framtíð PCC á Bakka verður vegna þess að ríkisstjórnin stýrir því ekki að fullu, það er meðal annars alþjóða- og tollamál. En svæðið sem slíkt býður upp á gríðarleg tækifæri og þar er ríkisstjórnin til að hjálpa til,“ segir hún. „Það er búið að kortleggja tækifæri, ríkisstjórnin hefur trú á þessu svæði. Það er búið að vinna góða vinnu, við erum tilbúin að fjármagna aðila inn sem hefur trú á þessu stóru verkefnum og hefur beintengingu við verkefnastjóra ennþá stærri verkefna í forsætisráðuneytinu. “ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Norðurþing Stóriðja Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Sjá meira
Starfshópurinn var skipaður í júní og var verkefnið hans að kortleggja stöðu atvinnumála á svæðinu og vinna tillögur að viðbrögðum stjórnvalda í kjölfar tímabundinnar rekstrarstöðvunar kísilvers PCC á Bakka er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Tekið er fram að tillögurnar séu ekki beinar aðgerðir varðandi kísilverksmiðjuna þar sem þau mál séu í ferli hjá stjórnvöldum eða utan verksviðs starfshópsins. Alls hefur 110 manns verið sagt upp hjá kísilverksmiðjunni PCC á Bakka sem er í Norðurþingi. Einungis átján starfa ennþá hjá fyrirtækinu en vonast er til að starfsemin leggist ekki alveg af. Ástæðan sé skortur á verndartollum Evrópusambandsins fyrir kísilmálm. „Það liggur fyrir eftir þessa vinnu að það eru gríðarleg tækifæri á svæðinu og ríkisstjórnin hefur trú á svæðinu í kringum Bakka og Húsavík og í Norðurþingi. Það hefur starfshópur á vegum fimm ráðuneyta verið í mjög góðu sambandi við sveitastjórnir þarna á svæðinu og helstu hagaðila. Fréttirnar út úr þessu eru að það eru fimm til sex fjárfestingaraðilar sem hafa áhuga á svæðinu, þar með talið eitt gagnaver sem gæti komið hratt til framkvæmda ef aðstæður eru fyrir. Það eru tækifæri á svæðinu svo sannarlega,“ segir Kristrún Frostadóttir. Samþykktu að fjármagna að hluta til stöðu verkefnastjóra Meðal tillagna er að fenginn verði verkefnastjóri sem sjái um stór verkefni á svæðinu og myndi hann heyra undir verkefnastjóra í forsætisráðuneytinu sem sér um stórfjárfestingar almennt á landinu. „Þessi aðili myndi fylgja eftir stórum verkefnum og íslenska ríkið gæti borgað áttatíu prósent af kostnaði við þessa stöðu og við samþykktum hér í morgun að ráðuneytin myndu koma saman og fjármagna þessa stöðu,“ segir Kristrún. Aðrar tillögur eru að leyfisferlar verði einfaldaðir þegar kemur að uppbyggingu atvinnu- og raforkukerfisins, ráðist verði í með skilvirkum hætti styrkingu á flutningskerfi raforku og auka orkuöflun á Norðausturlandi og að samgöngur og alþjóðatengingar verði efldar. Þá leggur hópurinn líka til að uppbygging á verkefnum sem varða öryggi og varnir sem og áfallaþol samfélagsins á Norðausturlandi verði sérstaklega skoðuð. „Staðan núna er að við erum að nálgast þetta með þeim hætti að það er ekki útséð hver framtíð PCC á Bakka verður vegna þess að ríkisstjórnin stýrir því ekki að fullu, það er meðal annars alþjóða- og tollamál. En svæðið sem slíkt býður upp á gríðarleg tækifæri og þar er ríkisstjórnin til að hjálpa til,“ segir hún. „Það er búið að kortleggja tækifæri, ríkisstjórnin hefur trú á þessu svæði. Það er búið að vinna góða vinnu, við erum tilbúin að fjármagna aðila inn sem hefur trú á þessu stóru verkefnum og hefur beintengingu við verkefnastjóra ennþá stærri verkefna í forsætisráðuneytinu. “
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Norðurþing Stóriðja Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Sjá meira