Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar 16. október 2025 18:47 Nýverið voru haldnar tvær ráðstefnur sem skipta íslenska heilbrigðiskerfið miklu máli: Hjúkrun á Akureyri, þar sem yfir 500 hjúkrunarfræðingar komu saman, og Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu, sem var á vegum heilbrigðisráðherra og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Á ráðstefnunni Hjúkrun gafst hjúkrunarfræðingum dýrmætt tækifæri til að hittast, miðla reynslu og fræðast um nýjustu rannsóknir og þróun á sviði hjúkrunar. Þar mátti skýrt greina að framtíð heilbrigðisþjónustu snýst ekki aðeins um að fjölga starfsfólki – heldur snjallari lausnir. Þetta er umræða sem snertir okkur öll, því heilbrigðisþjónustan er hjartað í samfélaginu og fjölmargir hagaðilar koma að mótun hennar. Ég fékk þann heiður að flytja erindi á ráðstefnunni um snjallar lausnir á mönnunarvanda í hjúkrun, þar sem ég vísaði í rannsóknir sem sýna að tæknilausnir geta bæði dregið úr álagi á heilbrigðisstarfsfólk og bætt þjónustu við skjólstæðinga. Með því að nýta tækni til að skrá, mæla og greina má gefa hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki meiri tíma fyrir það sem skiptir mestu máli: mannlega umönnun og samskipti. Þar felast raunveruleg gæði þjónustunnar. Á ráðstefnunni Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu var síðan lögð áhersla á að innleiða heilbrigðistæknilausnir af fullum krafti og nefndi heilbrigðisráðherra sérstaklega hvernig nýsköpun getur bætt þjónustu um allt land enda er fjarheilbrigðisþjónusta mikilvægur þáttur í því að auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Við búum á landi þar sem mörg okkar þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg og því skiptir máli að í boði sé góð fjarheilbrigðisþjónusta eins og til að mynda Una sem er ný íslensk fjarheilbrigðislausn. Með Unu geta skjólstæðingar fylgst með eigin mælingum, fengið fræðslu og átt bein samskipti við heilbrigðisstarfsfólk í gegnum app og vefviðmót. Umönnunaraðilar fá á sama tíma yfirsýn og aðvaranir í rauntíma en þannig skapast samfella og aukið öryggi bæði fyrir starfsfólk og notendur. Fjarheilbrigðisþjónusta í gegnum Unu getur því leitt til betri þjónustu, aukins heilsulæsis og jöfnuðar um allt land. Hún sparar bæði tíma og fjármuni og gerir fólki kleift að fá þjónustu í sinni heimabyggð í stað þess að ferðast langar vegalengdir til þess að hitta heilbrigðisstarfsfólk. Í nýrri skýrslu heilbrigðisráðuneytisins um stafræna þróun kemur fram að stafrænar lausnir séu lykilatriði til að tryggja samfellu, gæði og hagkvæmni í heilbrigðisþjónustu. Þar er lögð áhersla á að koma á fót miðlægri þróunareiningu fyrir stafræna heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem samræmir lausnir, stuðlar að nýsköpun og tryggir aðgengi að traustum gögnum. Það er mikið framfaraskref að stofnun þeirrar einingar er þegar hafin og hefur fengið heitið Stafræn heilsa - þróunar- og þjónustumiðstöð. Þetta er stórt og mikilvægt skref sem getur flýtt fyrir innleiðingu heilbrigðistækni og skapað faglegan ramma utan um mælingar á árangri slíkra lausna. Við höfum öll sama markmið: að byggja upp heilbrigðiskerfi sem þjónar fólki betur, með meiri sveigjanleika, fagmennsku og jafnræði. Með því að nýta snjallar lausnir og fjarheilbrigðisþjónustu getum við bæði létt undir með starfsfólki og valdeflt einstaklinga til að taka aukinn þátt í eigin heilsu. Tæknin mun aldrei koma í stað mannlegra samskipta en hún getur verið öflugur bandamaður. Hún getur gert heilbrigðisstarfsfólki kleift að nýta tíma sinn í mannlega þáttinn og veita persónulegri heilbrigðisþjónustu. Því er spurningin ekki lengur hvort við eigum að stíga þetta skref, heldur hvenær.Og svarið er einfalt: Núna Höfundur er framkvæmdastjóri Icepharma Velferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Stafræn þróun Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýverið voru haldnar tvær ráðstefnur sem skipta íslenska heilbrigðiskerfið miklu máli: Hjúkrun á Akureyri, þar sem yfir 500 hjúkrunarfræðingar komu saman, og Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu, sem var á vegum heilbrigðisráðherra og menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra. Á ráðstefnunni Hjúkrun gafst hjúkrunarfræðingum dýrmætt tækifæri til að hittast, miðla reynslu og fræðast um nýjustu rannsóknir og þróun á sviði hjúkrunar. Þar mátti skýrt greina að framtíð heilbrigðisþjónustu snýst ekki aðeins um að fjölga starfsfólki – heldur snjallari lausnir. Þetta er umræða sem snertir okkur öll, því heilbrigðisþjónustan er hjartað í samfélaginu og fjölmargir hagaðilar koma að mótun hennar. Ég fékk þann heiður að flytja erindi á ráðstefnunni um snjallar lausnir á mönnunarvanda í hjúkrun, þar sem ég vísaði í rannsóknir sem sýna að tæknilausnir geta bæði dregið úr álagi á heilbrigðisstarfsfólk og bætt þjónustu við skjólstæðinga. Með því að nýta tækni til að skrá, mæla og greina má gefa hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki meiri tíma fyrir það sem skiptir mestu máli: mannlega umönnun og samskipti. Þar felast raunveruleg gæði þjónustunnar. Á ráðstefnunni Nýsköpun í heilbrigðiskerfinu var síðan lögð áhersla á að innleiða heilbrigðistæknilausnir af fullum krafti og nefndi heilbrigðisráðherra sérstaklega hvernig nýsköpun getur bætt þjónustu um allt land enda er fjarheilbrigðisþjónusta mikilvægur þáttur í því að auka aðgengi að heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Við búum á landi þar sem mörg okkar þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg og því skiptir máli að í boði sé góð fjarheilbrigðisþjónusta eins og til að mynda Una sem er ný íslensk fjarheilbrigðislausn. Með Unu geta skjólstæðingar fylgst með eigin mælingum, fengið fræðslu og átt bein samskipti við heilbrigðisstarfsfólk í gegnum app og vefviðmót. Umönnunaraðilar fá á sama tíma yfirsýn og aðvaranir í rauntíma en þannig skapast samfella og aukið öryggi bæði fyrir starfsfólk og notendur. Fjarheilbrigðisþjónusta í gegnum Unu getur því leitt til betri þjónustu, aukins heilsulæsis og jöfnuðar um allt land. Hún sparar bæði tíma og fjármuni og gerir fólki kleift að fá þjónustu í sinni heimabyggð í stað þess að ferðast langar vegalengdir til þess að hitta heilbrigðisstarfsfólk. Í nýrri skýrslu heilbrigðisráðuneytisins um stafræna þróun kemur fram að stafrænar lausnir séu lykilatriði til að tryggja samfellu, gæði og hagkvæmni í heilbrigðisþjónustu. Þar er lögð áhersla á að koma á fót miðlægri þróunareiningu fyrir stafræna heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem samræmir lausnir, stuðlar að nýsköpun og tryggir aðgengi að traustum gögnum. Það er mikið framfaraskref að stofnun þeirrar einingar er þegar hafin og hefur fengið heitið Stafræn heilsa - þróunar- og þjónustumiðstöð. Þetta er stórt og mikilvægt skref sem getur flýtt fyrir innleiðingu heilbrigðistækni og skapað faglegan ramma utan um mælingar á árangri slíkra lausna. Við höfum öll sama markmið: að byggja upp heilbrigðiskerfi sem þjónar fólki betur, með meiri sveigjanleika, fagmennsku og jafnræði. Með því að nýta snjallar lausnir og fjarheilbrigðisþjónustu getum við bæði létt undir með starfsfólki og valdeflt einstaklinga til að taka aukinn þátt í eigin heilsu. Tæknin mun aldrei koma í stað mannlegra samskipta en hún getur verið öflugur bandamaður. Hún getur gert heilbrigðisstarfsfólki kleift að nýta tíma sinn í mannlega þáttinn og veita persónulegri heilbrigðisþjónustu. Því er spurningin ekki lengur hvort við eigum að stíga þetta skref, heldur hvenær.Og svarið er einfalt: Núna Höfundur er framkvæmdastjóri Icepharma Velferð.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun