Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Kristján Már Unnarsson skrifar 16. október 2025 11:01 Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, í ræðustól Stórþingsins í fyrradag. Stortinget/Morten Brakestad Norska Stórþingið sló á puttana á forsætisráðherranum Jonas Gahr Støre í fyrradag vegna ákvörðunar hans í síðustu viku um að hætta við gerð skipaganganna við Stað. Í stað þess að göngin umdeildu yrðu endanlega slegin út af borðinu, eins og ríkisstjórnin vildi, náðist meirihluti í þinginu fyrir tillögu sem heldur voninni um göngin á lífi. Jonas Gahr Støre skýrði frá því fyrir helgi að engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. Sagði hann göngin verða svo dýr að ábyrgðarlaust væri að halda áfram með verkefnið. Um leið birtust tölur um að ný kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 9,4 milljarða norskra króna, sem svarar 114 milljörðum íslenskra króna. Ríkisstjórn Verkamannaflokksins er minnihlutastjórn og hefur ekki tryggan meirihluta á bak við sig. Á þetta reyndi núna en þrír flokkar; Miðflokkurinn, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Vinstri, sameinuðust um tillögu þess efnis að Siglingastofnun Noregs, Kystverket, yrði falið að ljúka samningaviðræðum við þá verktaka, sem buðu í gerð skipaganganna. Framfaraflokkurinn og Hægriflokkurinn greiddu einnig atkvæði með tillögunni í fyrradag og tryggðu þannig meirihluta, að því er NRK greinir frá. Tölvugerð mynd sýnir farþegaskip sigla um göngin. Þau yrðu 1,7 kílómetrar að lengd.Kystverket/Multiconsult/Link Arkítektar Þetta þýðir þó ekki að skipagöngin séu í höfn. Þetta gefur hins vegar Siglingastofnunni færi á að freista þess að ná hagstæðari samningum við verktaka. Jafnframt neyðir þetta ríkisstjórn Verkamannaflokksins til að semja um göngin við stjórnarandstöðuna en forystumenn hennar segjast heldur ekki tilbúnir að samþykkja hvaða verðmiða sem er. Stórþingið hafði samþykkt skipagöngin árið 2021 en með því skilyrði að kostnaður færi ekki yfir fimm milljarða norskra króna, andvirði liðlega sextíu milljarða íslenskra króna. Ef kostnaður færi yfir það yrði að leggja málið aftur fyrir þingið til samþykktar eða synjunar. Talsmaður Siglingastofnunarinnar segir endanlegan kostnað ekki liggja fyrir þar sem stofnunin hafi ekki fengið grænt ljós á að ljúka samningaviðræðum. Hann segir raunhæft að lokatilboð gæti legið fyrir um næstu páska. Tölvugerð myndbönd af skipagöngunum má sjá í þessari frétt: Noregur Skipaflutningar Samgöngur Ferðaþjónusta Sjávarútvegur Tengdar fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að hætt hefði verið við skipagöngin við Stað. Engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. 10. október 2025 14:21 Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika. 31. ágúst 2025 07:46 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Jonas Gahr Støre skýrði frá því fyrir helgi að engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. Sagði hann göngin verða svo dýr að ábyrgðarlaust væri að halda áfram með verkefnið. Um leið birtust tölur um að ný kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 9,4 milljarða norskra króna, sem svarar 114 milljörðum íslenskra króna. Ríkisstjórn Verkamannaflokksins er minnihlutastjórn og hefur ekki tryggan meirihluta á bak við sig. Á þetta reyndi núna en þrír flokkar; Miðflokkurinn, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Vinstri, sameinuðust um tillögu þess efnis að Siglingastofnun Noregs, Kystverket, yrði falið að ljúka samningaviðræðum við þá verktaka, sem buðu í gerð skipaganganna. Framfaraflokkurinn og Hægriflokkurinn greiddu einnig atkvæði með tillögunni í fyrradag og tryggðu þannig meirihluta, að því er NRK greinir frá. Tölvugerð mynd sýnir farþegaskip sigla um göngin. Þau yrðu 1,7 kílómetrar að lengd.Kystverket/Multiconsult/Link Arkítektar Þetta þýðir þó ekki að skipagöngin séu í höfn. Þetta gefur hins vegar Siglingastofnunni færi á að freista þess að ná hagstæðari samningum við verktaka. Jafnframt neyðir þetta ríkisstjórn Verkamannaflokksins til að semja um göngin við stjórnarandstöðuna en forystumenn hennar segjast heldur ekki tilbúnir að samþykkja hvaða verðmiða sem er. Stórþingið hafði samþykkt skipagöngin árið 2021 en með því skilyrði að kostnaður færi ekki yfir fimm milljarða norskra króna, andvirði liðlega sextíu milljarða íslenskra króna. Ef kostnaður færi yfir það yrði að leggja málið aftur fyrir þingið til samþykktar eða synjunar. Talsmaður Siglingastofnunarinnar segir endanlegan kostnað ekki liggja fyrir þar sem stofnunin hafi ekki fengið grænt ljós á að ljúka samningaviðræðum. Hann segir raunhæft að lokatilboð gæti legið fyrir um næstu páska. Tölvugerð myndbönd af skipagöngunum má sjá í þessari frétt:
Noregur Skipaflutningar Samgöngur Ferðaþjónusta Sjávarútvegur Tengdar fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að hætt hefði verið við skipagöngin við Stað. Engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. 10. október 2025 14:21 Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika. 31. ágúst 2025 07:46 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, tilkynnti í dag að hætt hefði verið við skipagöngin við Stað. Engin framlög yrðu í fjárlagafrumvarpi næsta árs til skipaganganna. 10. október 2025 14:21
Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Skipagöngin fyrirhuguðu við Stað í Vestur-Noregi þykja ólíklegri eftir að upplýst var að tilboðin sem bárust reyndust öll hátt yfir þeim kostnaðarramma sem norska Stórþingið hafði markað verkefninu. Það þýðir að leggja þarf skipagöngin aftur fyrir þingið til nýrrar umfjöllunar eigi þau að verða að veruleika. 31. ágúst 2025 07:46