Viðskipti innlent

Gengi Icelandair hrapar

Árni Sæberg skrifar
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm

Gengi hlutabréfa í Icelandair hefur fallið um tíu prósent frá opnun markaða klukkan 09:30. Félagið sendi frá sér neikvæða afkomuviðvörun í gær.

Í tilkynningu félagsins í gær sagði að tekjur á þriðja fjórðungi ársins hafi verið í samræmi við áætlanir en það sama ætti ekki við um kostnað. Í afkomuspá frá því í júlí hafi verið gert ráð fyrir aukinni arðsemi á fjórðungnum en sú þróun muni ekki hafa gengið eftir.

Þá sagði að drög að uppgjöri lægju fyrir og gert væri ráð fyrir hagnaði fyrir vexti og skatta (EBIT) upp á 74 milljónir Bandaríkjadala, samanborið við 83,5 milljónir á sama tíma í fyrra.

Þegar þessi frétt er skrifuð klukkan 09:55 stendur gengi hlutabréfa í félaginu í 93 aurum, samanborið við 1,040 krónur við lokun markaðar í gær. Það gerir lækkun upp á tíu prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×