Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Eiður Þór Árnason skrifar 16. október 2025 00:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti á viðburði í Hvíta húsinu þann 15. október. Hann hefur lengi eldað grátt silfur með Nicolás Maduro, forseta Venesúela. Ap/John McDonnell Ríkisstjórn Donald Trumps Bandaríkjaforseta hefur heimilað leyniþjónustu landsins (CIA) að framkvæma leynilegar aðgerðir í Venesúela. Heimildin er næsta skref í herferð Bandaríkjastjórnar gegn Venesúela og Nicolás Maduro, forseta landsins. Bandaríski herinn hefur síðustu vikur beint sjónum sínum að bátum undan strönd Venesúela sem sagðir eru flytja fíkniefni og drepið þar 27 manns. The New York Times (NYT) segir að bandarískir embættismenn hafi fullyrt fullum fetum bak við tjöldin að lokamarkmið Bandaríkjastjórnar sé að hrekja Maduro frá völdum. Trump greindi frá því í dag að hann hefði heimilað leynilegar aðgerðir í Venesúela og sagði stjórnvöld íhuga árásir á landsvæði Venesúela. „Við erum klárlega að horfa á land núna, því við höfum mjög góða stjórn á hafinu,“ sagði forsetinn við blaðamenn nokkrum klukkustundum eftir að NYT greindi frá því að hann hafi veitt CIA leynilegu heimildina. Bandaríkjastjórn vill Nicolas Maduro á bak og burt. Stjórnarandstaðan í Venesúela og ýmsir erlendir aðilar sökuðu hann um kosningasvindl í síðustu kosningum.Getty/Jesus Vargas Geti gripið til leynilegra aðgerða gegn Maduro Árás á landsvæði Venesúela myndi fela í sér umtalsverða stigmögnun í herferð Bandaríkjanna gegn yfirvöldum þar í landi. Nýja heimildin er sögð leyfa CIA að hrinda í framkvæmd banatilræðum í Venesúela og ýmsum aðgerðum í Karíbahafinu. Leyniþjónustan geti gripið til leynilegra aðgerða gegn Maduro eða ríkisstjórn hans, ýmist einhliða eða í tengslum við stærri hernaðaraðgerð. Það liggur ekki fyrir hvort CIA skipuleggi nú sérstakar aðgerðir í Venesúela. Herinn skoðar að ganga lengra Á sama tíma er bandaríski herinn sagður vinna að áætlun um frekari stigmögnun hernaðaraðgerða og leggja fram tillögur fyrir Trump. Þar sé meðal annars til skoðunar að gera árásir innan Venesúela. Bandaríski herinn er með umtalsverðan mannafla á nærliggjandi svæði nú þegar en þar eru tíu þúsund hermenn, flestir í herstöðvum í Púertó Ríkó. Að sögn NYT er sjóherinn með sveitir á land- og vatnsárásarskipum, eða alls átta skip og einn kafbát í Karíbahafinu. Trump batt enda á formleg utanríkissamskipti við stjórn Maduro fyrr í þessum mánuði. Var Bandaríkjaforseti ósáttur við að Maduro hafi ekki orðið við kröfu Bandaríkjanna um að stíga sjálfviljugur til hliðar og láta af völdum. Þá hefur Trump einnig gefið lítið fyrir yfirlýsingar embættismanna í Venesúela um að þeir hafi ekki átt neinn þátt í fíkniefnasmygli. Fréttin hefur verið uppfærð. Venesúela Bandaríkin Donald Trump Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Bandaríski herinn hefur síðustu vikur beint sjónum sínum að bátum undan strönd Venesúela sem sagðir eru flytja fíkniefni og drepið þar 27 manns. The New York Times (NYT) segir að bandarískir embættismenn hafi fullyrt fullum fetum bak við tjöldin að lokamarkmið Bandaríkjastjórnar sé að hrekja Maduro frá völdum. Trump greindi frá því í dag að hann hefði heimilað leynilegar aðgerðir í Venesúela og sagði stjórnvöld íhuga árásir á landsvæði Venesúela. „Við erum klárlega að horfa á land núna, því við höfum mjög góða stjórn á hafinu,“ sagði forsetinn við blaðamenn nokkrum klukkustundum eftir að NYT greindi frá því að hann hafi veitt CIA leynilegu heimildina. Bandaríkjastjórn vill Nicolas Maduro á bak og burt. Stjórnarandstaðan í Venesúela og ýmsir erlendir aðilar sökuðu hann um kosningasvindl í síðustu kosningum.Getty/Jesus Vargas Geti gripið til leynilegra aðgerða gegn Maduro Árás á landsvæði Venesúela myndi fela í sér umtalsverða stigmögnun í herferð Bandaríkjanna gegn yfirvöldum þar í landi. Nýja heimildin er sögð leyfa CIA að hrinda í framkvæmd banatilræðum í Venesúela og ýmsum aðgerðum í Karíbahafinu. Leyniþjónustan geti gripið til leynilegra aðgerða gegn Maduro eða ríkisstjórn hans, ýmist einhliða eða í tengslum við stærri hernaðaraðgerð. Það liggur ekki fyrir hvort CIA skipuleggi nú sérstakar aðgerðir í Venesúela. Herinn skoðar að ganga lengra Á sama tíma er bandaríski herinn sagður vinna að áætlun um frekari stigmögnun hernaðaraðgerða og leggja fram tillögur fyrir Trump. Þar sé meðal annars til skoðunar að gera árásir innan Venesúela. Bandaríski herinn er með umtalsverðan mannafla á nærliggjandi svæði nú þegar en þar eru tíu þúsund hermenn, flestir í herstöðvum í Púertó Ríkó. Að sögn NYT er sjóherinn með sveitir á land- og vatnsárásarskipum, eða alls átta skip og einn kafbát í Karíbahafinu. Trump batt enda á formleg utanríkissamskipti við stjórn Maduro fyrr í þessum mánuði. Var Bandaríkjaforseti ósáttur við að Maduro hafi ekki orðið við kröfu Bandaríkjanna um að stíga sjálfviljugur til hliðar og láta af völdum. Þá hefur Trump einnig gefið lítið fyrir yfirlýsingar embættismanna í Venesúela um að þeir hafi ekki átt neinn þátt í fíkniefnasmygli. Fréttin hefur verið uppfærð.
Venesúela Bandaríkin Donald Trump Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira