Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar 15. október 2025 21:30 Um þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein á lífsleiðinni. Á árunum 2018-2022 greindust að meðaltali rúmlega 1800 einstaklingar með krabbamein á ári hér á landi og gera spár ráð fyrir áframhaldandi fjölgun krabbameinsgreindra á næstu árum. Á liðnum árum hafa orðið stórtækar framfarir í meðhöndlun krabbameina og hafa þeim sem lifa af krabbamein fjölgað í samræmi við það. Þegar einstaklingar læknast af krabbameini eða ná sjúkdómshléi eftir meðferð er þó ekki þar með sagt að bata sé náð. Krabbameinsmeðferð tekur oft á einstaklinga, bæði líkamlega og andlega, og margir þurfa langa endurhæfingu eftir meðferð til að ná raunverulegum bata og komast aftur út í samfélagið. Landspítalinn stendur mjög framarlega í veitingu heilbrigðisþjónustu fyrir krabbameinssjúklinga en engin opinber stofnun býður upp á þverfaglega endurhæfingu eftir meðferð. Eina raunverulega endurhæfingin sem krabbameinsgreindum býðst fer því fram í Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Pabbi minn er einn þeirra fjölmörgu sem greinst hefur með krabbamein og farið í gegnum mikla og erfiða krabbameinsmeðferð. Eftir margra ára sjúkdómshlé greindist pabbi með endurkomu á sínu krabbameini í fyrra. Fór hann í gegnum umfangsmikla krabbameinsmeðferð bæði hér á landi og í Svíþjóð til þess að vinna bug á meininu. Pabbi fékk margar, flóknar og alvarlegar aukaverkanir af meðferðinni og þurfti að liggja inni í marga mánuði til að meðhöndla þær. Með hverri vikunni og mánuðinum sem leið í meðferðinni dró sífellt meira af pabba, bæði andlega og líkamlega. Pabbi, sem hafði áður en hann veiktist verið framkvæmdastjóri fyrirtækis, stundað reglulega útivist og önnur áhugamál, var orðinn skugginn af sjálfum sér. Í spítalalegunni var sífellt talað um að það væri löng endurhæfing fyrir höndum eftir útskrift til að pabbi gæti náð aftur upp styrk og þoli og gæti orðið þátttakandi í samfélaginu á ný. Engin löng endurhæfing var þó í boði á vegum hins opinbera og bent var á Ljósið. Úr varð að pabbi fór í endurhæfingu í Ljósinu. Frá upphafi þjónustunnar hefur pabbi getað mætt oft í viku í Ljósið í sjúkraþjálfun, líkamsrækt, ýmsa iðju svo sem keramik og nýtt sér jafningjastuðning. Með aðstoð Ljóssins hefur pabbi náð undraverðum bata á nokkrum mánuðum sem þakka má þeirri fjölbreyttu og markvissu endurhæfingu sem þar fer fram og býðst hvergi annars staðar hér á landi. Ljósið hefur lyft grettistaki í þjónustu við einstaklinga sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra með því að bjóða upp á sérhæfða og einstaklingsmiðaða þjónustu. Sérstaða Ljóssins hefur einnig verið að greiður aðgangur er að þjónustunni og enginn biðlisti eftir þjónustunni hingað til. Einnig er mikill kostur að endurhæfingin er öll á einum stað og þjónustan er einstaklingum að kostnaðarlausu. Starfsemin hefur eflst á hverju ári og fjöldi einstaklinga sem leitar í Ljósið aukist stöðugt síðustu ár. Það skýtur því skökku við að ríkisstjórnin hyggist skera niður fjárframlög til stofnunarinnar um 40% eða um 200 milljónir. Einsýnt er að slíkur niðurskurður muni setja þessa mikilvægu starfsemi í uppnám í stað þess að stuðla að áframhaldandi eflingu á endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda eins og verið hefur. Þessi ráðstöfun er einnig sérstaklega umhugsunarverð í ljósi þess að engin önnur þverfagleg endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda er rekin hér á landi. Því er ljóst að niðurskurður blasir við í endurhæfingu krabbameinsgreindra á sama tíma og staðreyndin er sú að fjöldi einstaklinga sem greinast með krabbamein hefur aldrei verið meiri. Ég hvet ríkisstjórnina til að endurhugsa sinn stuðning við Ljósið og þar með stuðning við einstaklinga sem greinast með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Höfundur er læknir og dóttir einstaklings með krabbamein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Um þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein á lífsleiðinni. Á árunum 2018-2022 greindust að meðaltali rúmlega 1800 einstaklingar með krabbamein á ári hér á landi og gera spár ráð fyrir áframhaldandi fjölgun krabbameinsgreindra á næstu árum. Á liðnum árum hafa orðið stórtækar framfarir í meðhöndlun krabbameina og hafa þeim sem lifa af krabbamein fjölgað í samræmi við það. Þegar einstaklingar læknast af krabbameini eða ná sjúkdómshléi eftir meðferð er þó ekki þar með sagt að bata sé náð. Krabbameinsmeðferð tekur oft á einstaklinga, bæði líkamlega og andlega, og margir þurfa langa endurhæfingu eftir meðferð til að ná raunverulegum bata og komast aftur út í samfélagið. Landspítalinn stendur mjög framarlega í veitingu heilbrigðisþjónustu fyrir krabbameinssjúklinga en engin opinber stofnun býður upp á þverfaglega endurhæfingu eftir meðferð. Eina raunverulega endurhæfingin sem krabbameinsgreindum býðst fer því fram í Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Pabbi minn er einn þeirra fjölmörgu sem greinst hefur með krabbamein og farið í gegnum mikla og erfiða krabbameinsmeðferð. Eftir margra ára sjúkdómshlé greindist pabbi með endurkomu á sínu krabbameini í fyrra. Fór hann í gegnum umfangsmikla krabbameinsmeðferð bæði hér á landi og í Svíþjóð til þess að vinna bug á meininu. Pabbi fékk margar, flóknar og alvarlegar aukaverkanir af meðferðinni og þurfti að liggja inni í marga mánuði til að meðhöndla þær. Með hverri vikunni og mánuðinum sem leið í meðferðinni dró sífellt meira af pabba, bæði andlega og líkamlega. Pabbi, sem hafði áður en hann veiktist verið framkvæmdastjóri fyrirtækis, stundað reglulega útivist og önnur áhugamál, var orðinn skugginn af sjálfum sér. Í spítalalegunni var sífellt talað um að það væri löng endurhæfing fyrir höndum eftir útskrift til að pabbi gæti náð aftur upp styrk og þoli og gæti orðið þátttakandi í samfélaginu á ný. Engin löng endurhæfing var þó í boði á vegum hins opinbera og bent var á Ljósið. Úr varð að pabbi fór í endurhæfingu í Ljósinu. Frá upphafi þjónustunnar hefur pabbi getað mætt oft í viku í Ljósið í sjúkraþjálfun, líkamsrækt, ýmsa iðju svo sem keramik og nýtt sér jafningjastuðning. Með aðstoð Ljóssins hefur pabbi náð undraverðum bata á nokkrum mánuðum sem þakka má þeirri fjölbreyttu og markvissu endurhæfingu sem þar fer fram og býðst hvergi annars staðar hér á landi. Ljósið hefur lyft grettistaki í þjónustu við einstaklinga sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra með því að bjóða upp á sérhæfða og einstaklingsmiðaða þjónustu. Sérstaða Ljóssins hefur einnig verið að greiður aðgangur er að þjónustunni og enginn biðlisti eftir þjónustunni hingað til. Einnig er mikill kostur að endurhæfingin er öll á einum stað og þjónustan er einstaklingum að kostnaðarlausu. Starfsemin hefur eflst á hverju ári og fjöldi einstaklinga sem leitar í Ljósið aukist stöðugt síðustu ár. Það skýtur því skökku við að ríkisstjórnin hyggist skera niður fjárframlög til stofnunarinnar um 40% eða um 200 milljónir. Einsýnt er að slíkur niðurskurður muni setja þessa mikilvægu starfsemi í uppnám í stað þess að stuðla að áframhaldandi eflingu á endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda eins og verið hefur. Þessi ráðstöfun er einnig sérstaklega umhugsunarverð í ljósi þess að engin önnur þverfagleg endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda er rekin hér á landi. Því er ljóst að niðurskurður blasir við í endurhæfingu krabbameinsgreindra á sama tíma og staðreyndin er sú að fjöldi einstaklinga sem greinast með krabbamein hefur aldrei verið meiri. Ég hvet ríkisstjórnina til að endurhugsa sinn stuðning við Ljósið og þar með stuðning við einstaklinga sem greinast með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Höfundur er læknir og dóttir einstaklings með krabbamein.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun