Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar 15. október 2025 21:30 Um þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein á lífsleiðinni. Á árunum 2018-2022 greindust að meðaltali rúmlega 1800 einstaklingar með krabbamein á ári hér á landi og gera spár ráð fyrir áframhaldandi fjölgun krabbameinsgreindra á næstu árum. Á liðnum árum hafa orðið stórtækar framfarir í meðhöndlun krabbameina og hafa þeim sem lifa af krabbamein fjölgað í samræmi við það. Þegar einstaklingar læknast af krabbameini eða ná sjúkdómshléi eftir meðferð er þó ekki þar með sagt að bata sé náð. Krabbameinsmeðferð tekur oft á einstaklinga, bæði líkamlega og andlega, og margir þurfa langa endurhæfingu eftir meðferð til að ná raunverulegum bata og komast aftur út í samfélagið. Landspítalinn stendur mjög framarlega í veitingu heilbrigðisþjónustu fyrir krabbameinssjúklinga en engin opinber stofnun býður upp á þverfaglega endurhæfingu eftir meðferð. Eina raunverulega endurhæfingin sem krabbameinsgreindum býðst fer því fram í Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Pabbi minn er einn þeirra fjölmörgu sem greinst hefur með krabbamein og farið í gegnum mikla og erfiða krabbameinsmeðferð. Eftir margra ára sjúkdómshlé greindist pabbi með endurkomu á sínu krabbameini í fyrra. Fór hann í gegnum umfangsmikla krabbameinsmeðferð bæði hér á landi og í Svíþjóð til þess að vinna bug á meininu. Pabbi fékk margar, flóknar og alvarlegar aukaverkanir af meðferðinni og þurfti að liggja inni í marga mánuði til að meðhöndla þær. Með hverri vikunni og mánuðinum sem leið í meðferðinni dró sífellt meira af pabba, bæði andlega og líkamlega. Pabbi, sem hafði áður en hann veiktist verið framkvæmdastjóri fyrirtækis, stundað reglulega útivist og önnur áhugamál, var orðinn skugginn af sjálfum sér. Í spítalalegunni var sífellt talað um að það væri löng endurhæfing fyrir höndum eftir útskrift til að pabbi gæti náð aftur upp styrk og þoli og gæti orðið þátttakandi í samfélaginu á ný. Engin löng endurhæfing var þó í boði á vegum hins opinbera og bent var á Ljósið. Úr varð að pabbi fór í endurhæfingu í Ljósinu. Frá upphafi þjónustunnar hefur pabbi getað mætt oft í viku í Ljósið í sjúkraþjálfun, líkamsrækt, ýmsa iðju svo sem keramik og nýtt sér jafningjastuðning. Með aðstoð Ljóssins hefur pabbi náð undraverðum bata á nokkrum mánuðum sem þakka má þeirri fjölbreyttu og markvissu endurhæfingu sem þar fer fram og býðst hvergi annars staðar hér á landi. Ljósið hefur lyft grettistaki í þjónustu við einstaklinga sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra með því að bjóða upp á sérhæfða og einstaklingsmiðaða þjónustu. Sérstaða Ljóssins hefur einnig verið að greiður aðgangur er að þjónustunni og enginn biðlisti eftir þjónustunni hingað til. Einnig er mikill kostur að endurhæfingin er öll á einum stað og þjónustan er einstaklingum að kostnaðarlausu. Starfsemin hefur eflst á hverju ári og fjöldi einstaklinga sem leitar í Ljósið aukist stöðugt síðustu ár. Það skýtur því skökku við að ríkisstjórnin hyggist skera niður fjárframlög til stofnunarinnar um 40% eða um 200 milljónir. Einsýnt er að slíkur niðurskurður muni setja þessa mikilvægu starfsemi í uppnám í stað þess að stuðla að áframhaldandi eflingu á endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda eins og verið hefur. Þessi ráðstöfun er einnig sérstaklega umhugsunarverð í ljósi þess að engin önnur þverfagleg endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda er rekin hér á landi. Því er ljóst að niðurskurður blasir við í endurhæfingu krabbameinsgreindra á sama tíma og staðreyndin er sú að fjöldi einstaklinga sem greinast með krabbamein hefur aldrei verið meiri. Ég hvet ríkisstjórnina til að endurhugsa sinn stuðning við Ljósið og þar með stuðning við einstaklinga sem greinast með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Höfundur er læknir og dóttir einstaklings með krabbamein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Ákvörðun Þórólfs Fastir pennar Gömlu gildin Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Opinberar yfirheyrslur Jón Kaldal Fastir pennar Hver borgar? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Aldraðir á Landspítala Fastir pennar Gleðilegt siðbótarár Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Sameinaður Eyjafjörður Davíð Stefánsson Skoðun Skattskrár og ofurlaun Fastir pennar Láttu mig vera Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Um þriðjungur Íslendinga greinist með krabbamein á lífsleiðinni. Á árunum 2018-2022 greindust að meðaltali rúmlega 1800 einstaklingar með krabbamein á ári hér á landi og gera spár ráð fyrir áframhaldandi fjölgun krabbameinsgreindra á næstu árum. Á liðnum árum hafa orðið stórtækar framfarir í meðhöndlun krabbameina og hafa þeim sem lifa af krabbamein fjölgað í samræmi við það. Þegar einstaklingar læknast af krabbameini eða ná sjúkdómshléi eftir meðferð er þó ekki þar með sagt að bata sé náð. Krabbameinsmeðferð tekur oft á einstaklinga, bæði líkamlega og andlega, og margir þurfa langa endurhæfingu eftir meðferð til að ná raunverulegum bata og komast aftur út í samfélagið. Landspítalinn stendur mjög framarlega í veitingu heilbrigðisþjónustu fyrir krabbameinssjúklinga en engin opinber stofnun býður upp á þverfaglega endurhæfingu eftir meðferð. Eina raunverulega endurhæfingin sem krabbameinsgreindum býðst fer því fram í Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Pabbi minn er einn þeirra fjölmörgu sem greinst hefur með krabbamein og farið í gegnum mikla og erfiða krabbameinsmeðferð. Eftir margra ára sjúkdómshlé greindist pabbi með endurkomu á sínu krabbameini í fyrra. Fór hann í gegnum umfangsmikla krabbameinsmeðferð bæði hér á landi og í Svíþjóð til þess að vinna bug á meininu. Pabbi fékk margar, flóknar og alvarlegar aukaverkanir af meðferðinni og þurfti að liggja inni í marga mánuði til að meðhöndla þær. Með hverri vikunni og mánuðinum sem leið í meðferðinni dró sífellt meira af pabba, bæði andlega og líkamlega. Pabbi, sem hafði áður en hann veiktist verið framkvæmdastjóri fyrirtækis, stundað reglulega útivist og önnur áhugamál, var orðinn skugginn af sjálfum sér. Í spítalalegunni var sífellt talað um að það væri löng endurhæfing fyrir höndum eftir útskrift til að pabbi gæti náð aftur upp styrk og þoli og gæti orðið þátttakandi í samfélaginu á ný. Engin löng endurhæfing var þó í boði á vegum hins opinbera og bent var á Ljósið. Úr varð að pabbi fór í endurhæfingu í Ljósinu. Frá upphafi þjónustunnar hefur pabbi getað mætt oft í viku í Ljósið í sjúkraþjálfun, líkamsrækt, ýmsa iðju svo sem keramik og nýtt sér jafningjastuðning. Með aðstoð Ljóssins hefur pabbi náð undraverðum bata á nokkrum mánuðum sem þakka má þeirri fjölbreyttu og markvissu endurhæfingu sem þar fer fram og býðst hvergi annars staðar hér á landi. Ljósið hefur lyft grettistaki í þjónustu við einstaklinga sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra með því að bjóða upp á sérhæfða og einstaklingsmiðaða þjónustu. Sérstaða Ljóssins hefur einnig verið að greiður aðgangur er að þjónustunni og enginn biðlisti eftir þjónustunni hingað til. Einnig er mikill kostur að endurhæfingin er öll á einum stað og þjónustan er einstaklingum að kostnaðarlausu. Starfsemin hefur eflst á hverju ári og fjöldi einstaklinga sem leitar í Ljósið aukist stöðugt síðustu ár. Það skýtur því skökku við að ríkisstjórnin hyggist skera niður fjárframlög til stofnunarinnar um 40% eða um 200 milljónir. Einsýnt er að slíkur niðurskurður muni setja þessa mikilvægu starfsemi í uppnám í stað þess að stuðla að áframhaldandi eflingu á endurhæfingu fyrir krabbameinsgreinda eins og verið hefur. Þessi ráðstöfun er einnig sérstaklega umhugsunarverð í ljósi þess að engin önnur þverfagleg endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda er rekin hér á landi. Því er ljóst að niðurskurður blasir við í endurhæfingu krabbameinsgreindra á sama tíma og staðreyndin er sú að fjöldi einstaklinga sem greinast með krabbamein hefur aldrei verið meiri. Ég hvet ríkisstjórnina til að endurhugsa sinn stuðning við Ljósið og þar með stuðning við einstaklinga sem greinast með krabbamein og fjölskyldur þeirra. Höfundur er læknir og dóttir einstaklings með krabbamein.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar