Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar 15. október 2025 19:32 Ljósið er ekki góðgerðarsamtök og alls ekki bara „samtök úti í bæ“. Ljósið er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi, með leyfi frá Embætti landlæknis, rekin af þverfaglegum hópi starfsfólks – sjúkraþjálfurum, sálfræðingum, iðjuþjálfum, næringarfræðingum og hjúkrunarfræðingum. Landspítali vísar öllum krabbameinsgreindum þangað. Ljósið er ekki bara staður með kaffivél og brosandi starfsfólki – Ljósið er hluti af meðferðinni sjálfri. Auðvitað þarf að leysa rekstrarvanda Ljóssins með langtímasamningum en við megum aldrei missa sjónar af mikilvægi starfseminnar. Þegar ég gegndi embætti heilbrigðisráðherra var gerður þjónustusamningur við Ljósið til að tryggja rekstrarlegan og faglegan stöðugleika. Sá samningur rann út árið 2023 og hefur ekki verið endurnýjaður síðan. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að framlög til Ljóssins séu einungis 283 milljónir króna sem er 247 milljónum undir raunverulegum rekstrarkostnaði og nærri 200 milljóna lægra en í fjárlögum þessa árs. Við þessu verður að bregðast! Samkvæmt nýlegri hagkvæmnisúttekt Ágústs Ólafs Ágústssonar skilar starfsemi Ljóssins ríkinu um einum milljarði króna í árlegan samfélagslegan ávinning. Hverja krónu sem ríkið leggur í Ljósið fáum við þrefalt til baka – í aukinni virkni, minni lyfja- og spítalakostnaði og betri lífsgæðum fólks. Við sem höfum unnið innan heilbrigðiskerfisins vitum að tölur segja ekki alla söguna. Það sem skiptir mestu máli eru áhrifin á líf fólks. Í Ljósinu hittir fólk sem hefur gengið í gegnum krabbameinsmeðferð jafningja, lærir að endurheimta styrk og von, finnur sjálfstæði og tilgang að nýju. Ég þekki það af eigin raun – bæði sem krabbameinsgreind og sem aðstandandi. Ljósið er staður þar sem ljós kviknar aftur eftir myrkrið. Staður sem er fullur af hlýju og mannvirðingu. Tölum ekki um Ljósið sem „samtök úti í bæ“. Ljósið er hluti af heilbrigðisþjónustunni, hluti af ábyrgð ríkisins og hluti af þeirri mannvirðingu sem við sem samfélag sýnum þeim sem standa frammi fyrir einni erfiðustu lífsreynslu sem hægt er að ganga í gegnum. Fjárlaganefnd sýndi í fyrra forystu þegar hún bætti 195 milljónum við framlögin til Ljóssins fyrir aðra umræðu fjárlaga. Nú þarf að sýna sömu forystu aftur – að standa með fólki, með fagmennsku og með lífinu sjálfu. Stöndum með Ljósinu! Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og fyrrverandi heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Vinstri græn Heilbrigðismál Krabbamein Landspítalinn Mest lesið Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Opnari staða Þorsteinn Pálsson Fastir pennar Vinnufriður Eyþór Arnalds Skoðun Reynslusaga úr stórborginni Hildur Sverrisdóttir Skoðun Íslands fullorðnu synir Hannes Pétursson Skoðun Snertihungur Lára G. Sigurðardóttir Skoðun VG á tímamótum Fastir pennar Skoðun Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar Skoðun Þegar Píratar vöruðu okkur við Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Farsismi Trumps Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Að finna upp hjólið! Sigfús Aðaslsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Um uppbyggingu og starfsemi Arctic Adventures við Skaftafell Ásgeir Baldurs skrifar Skoðun Orkuskipti í orði – ekki á borði Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Fiskeldi til framtíðar Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Dómarar í vitnastúku Hilmar Garðars Þorsteinsson skrifar Skoðun Uppbygging á Blikastöðum Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Traust fjarskipti eru þjóðaröryggismál Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að vilja ekki borga fyrir félagslega þjónustu Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Stóru málin: Börn í leikskólum, ekki á biðlistum Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Ljósið er ekki góðgerðarsamtök og alls ekki bara „samtök úti í bæ“. Ljósið er eina sérhæfða endurhæfingarmiðstöðin fyrir krabbameinsgreinda á Íslandi, með leyfi frá Embætti landlæknis, rekin af þverfaglegum hópi starfsfólks – sjúkraþjálfurum, sálfræðingum, iðjuþjálfum, næringarfræðingum og hjúkrunarfræðingum. Landspítali vísar öllum krabbameinsgreindum þangað. Ljósið er ekki bara staður með kaffivél og brosandi starfsfólki – Ljósið er hluti af meðferðinni sjálfri. Auðvitað þarf að leysa rekstrarvanda Ljóssins með langtímasamningum en við megum aldrei missa sjónar af mikilvægi starfseminnar. Þegar ég gegndi embætti heilbrigðisráðherra var gerður þjónustusamningur við Ljósið til að tryggja rekstrarlegan og faglegan stöðugleika. Sá samningur rann út árið 2023 og hefur ekki verið endurnýjaður síðan. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að framlög til Ljóssins séu einungis 283 milljónir króna sem er 247 milljónum undir raunverulegum rekstrarkostnaði og nærri 200 milljóna lægra en í fjárlögum þessa árs. Við þessu verður að bregðast! Samkvæmt nýlegri hagkvæmnisúttekt Ágústs Ólafs Ágústssonar skilar starfsemi Ljóssins ríkinu um einum milljarði króna í árlegan samfélagslegan ávinning. Hverja krónu sem ríkið leggur í Ljósið fáum við þrefalt til baka – í aukinni virkni, minni lyfja- og spítalakostnaði og betri lífsgæðum fólks. Við sem höfum unnið innan heilbrigðiskerfisins vitum að tölur segja ekki alla söguna. Það sem skiptir mestu máli eru áhrifin á líf fólks. Í Ljósinu hittir fólk sem hefur gengið í gegnum krabbameinsmeðferð jafningja, lærir að endurheimta styrk og von, finnur sjálfstæði og tilgang að nýju. Ég þekki það af eigin raun – bæði sem krabbameinsgreind og sem aðstandandi. Ljósið er staður þar sem ljós kviknar aftur eftir myrkrið. Staður sem er fullur af hlýju og mannvirðingu. Tölum ekki um Ljósið sem „samtök úti í bæ“. Ljósið er hluti af heilbrigðisþjónustunni, hluti af ábyrgð ríkisins og hluti af þeirri mannvirðingu sem við sem samfélag sýnum þeim sem standa frammi fyrir einni erfiðustu lífsreynslu sem hægt er að ganga í gegnum. Fjárlaganefnd sýndi í fyrra forystu þegar hún bætti 195 milljónum við framlögin til Ljóssins fyrir aðra umræðu fjárlaga. Nú þarf að sýna sömu forystu aftur – að standa með fólki, með fagmennsku og með lífinu sjálfu. Stöndum með Ljósinu! Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og fyrrverandi heilbrigðisráðherra.
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Trump „verður að fá“ Grænland fyrir Elon Musk, ekki vegna þjóðaröryggis Bandaríkjanna Page Wilson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldið: Höfuðstól náttúrunnar fórnað fyrir skammtímagróða Stefán Jón Hafstein skrifar