Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. október 2025 19:13 Ingvi Hrafn Óskarsson lögmaður Neytendasamtakanna segir nánast öll lán á breytilegum kjörum með óljósa skilmála undir eftir dóm Hæstaréttar í gær. Arion banki og Landsbankinn brugðust við dómnum í dag en mál gegn þeim liggja fyrir Hæstarétti á næstunni. Dómur Hæstaréttar í vaxtamálinu hefur fordæmisgildi í sambærilegum málum gegn Arion banka og Landsbankanum að mati lögmanns Neytendasamtakanna. Þá geti dómurinn haft áhrif á fasteignalán lífeyrissjóða, bílalán og önnur neytendalán á svipuðum kjörum. Ingvi Hrafn Óskarsson lögmaður Neytendasamtakanna telur að Hæstaréttardómurinn gagnvart Íslandsbanka í vaxtamálinu svokallaða frá í gær geti haft mikil áhrif á fjögur önnur vaxtamál sem snerta Landsbankann og Arion banka og snúa að óverðtryggðum og verðtryggðum lánum á breytilegum vöxtum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í vaxtamálinu svokallaða að Íslandsbanki hefði haft of víðtæka og óljósa heimild til að breyta vöxtum á óverðtryggðum húsnæðislánum. Hluti vaxtaskilmála sem kvað á um rekstrarkostnað, opinberar álögur eða aðra ófyrirséða þætti var því ógildur. Einungis sá hluti skilmála sem tengdist stýrivöxtum Seðlabanka Íslands hafi staðist lög því hann hafi byggst á skýrum og fyrirsjáanlegum viðmiðum. „Þessi niðurstaða hefur forspárgildi um vænta niðurstöðu í þeim lánamálum sem eru fyrirliggjandi í Hæstarétti og varða skilmála þeirra. Það er okkar mat að dómurinn og röksemdir hans hnígi að því að skilmálar Arion banka og Landsbanka í fyrirliggjandi málum séu ekki nægilega skýrir til að uppfylla þær lagakröfur sem gilda,“ segir Ingvi. Geti átt við um lán hjá lífeyrissjóðum Hann telur að sama geti átt við um lán á svipuðum kjörum hjá lífeyrissjóðum. „Þau sömu sjónarmið, þ.e. að vaxtabreytingar fasteignalána þurfi að byggjast á skýrum og fyrirsjáanlegum viðmiðum, eiga líka við um lífeyrissjóðina og auðvitað getur komið til skoðunar þar hvort að þessi viðmið eigi við um þessar kröfur,“ segir hann. Þá liggi fyrir Hæstarétti mál gegn Landsbankanum sem snýr að neytendalánum. „Það koma auðvitað upp spurningar hvort sambærileg sjónarmið gildi um breytilega vexti í bílalánum eða almennum skuldabréfalánum,“ segir hann. Bankarnir bregðast við Landsbankinn sendi frá sér tilkynningu í dag vegna dómsins. Fram kemur að það sé mat bankans að dómurinn gefi tilefni til þess að fara yfir skilmála um breytilega vexti í nýjum íbúðalánum. Móttaka nýrra lána verði því sett á bið næstu daga. Í svari bankans til fréttastofu í dag kemur fram að á þessu stigi sé það mat Landsbankans að þörf sé á umfjöllun og niðurstöðu Hæstaréttar um ákveðin atriði í máli bankans til þess að unnt sé að taka afstöðu til vaxtabreytinga. Fram kemur að bankinn sé þegar búinn að áætla mögulegan kostnað vegna endurgreiðslna á lánum, Hann komi fram í uppgjöri bankans á fyrri hluta ársins en verði endurmetinn 23. október næstkomandi. Arion banki sendi einnig frá sér tilkynningu, þar sem kemur fram að dómurinn í gær muni að öllum líkindum hafa lítil áhrif en nú liggi fyrir mál í Hæstarétti vegna verðtryggðra húsnæðislána á breytilegum vöxtum. Óvissa um niðurstöðu þess máls sé meiri en þegar kemur að lánum með óverðtryggða vexti. Ingvi Hrafn tekur undir þetta mat Arion banka því vaxtakjör verðtryggðu lánanna sem um ræðir séu óskýr í heild. „Það getur auðvitað þýtt það að fjárhagslegar afleiðingar Arion banka verði annars konar. Það verði annars konar skylda til að endurreikna lánin en í dómnum gegn Íslandsbanka í gær,“ segir hann. Fjármálafyrirtæki Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Dómstólar Vaxtamálið Lánamál Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira
Ingvi Hrafn Óskarsson lögmaður Neytendasamtakanna telur að Hæstaréttardómurinn gagnvart Íslandsbanka í vaxtamálinu svokallaða frá í gær geti haft mikil áhrif á fjögur önnur vaxtamál sem snerta Landsbankann og Arion banka og snúa að óverðtryggðum og verðtryggðum lánum á breytilegum vöxtum. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í vaxtamálinu svokallaða að Íslandsbanki hefði haft of víðtæka og óljósa heimild til að breyta vöxtum á óverðtryggðum húsnæðislánum. Hluti vaxtaskilmála sem kvað á um rekstrarkostnað, opinberar álögur eða aðra ófyrirséða þætti var því ógildur. Einungis sá hluti skilmála sem tengdist stýrivöxtum Seðlabanka Íslands hafi staðist lög því hann hafi byggst á skýrum og fyrirsjáanlegum viðmiðum. „Þessi niðurstaða hefur forspárgildi um vænta niðurstöðu í þeim lánamálum sem eru fyrirliggjandi í Hæstarétti og varða skilmála þeirra. Það er okkar mat að dómurinn og röksemdir hans hnígi að því að skilmálar Arion banka og Landsbanka í fyrirliggjandi málum séu ekki nægilega skýrir til að uppfylla þær lagakröfur sem gilda,“ segir Ingvi. Geti átt við um lán hjá lífeyrissjóðum Hann telur að sama geti átt við um lán á svipuðum kjörum hjá lífeyrissjóðum. „Þau sömu sjónarmið, þ.e. að vaxtabreytingar fasteignalána þurfi að byggjast á skýrum og fyrirsjáanlegum viðmiðum, eiga líka við um lífeyrissjóðina og auðvitað getur komið til skoðunar þar hvort að þessi viðmið eigi við um þessar kröfur,“ segir hann. Þá liggi fyrir Hæstarétti mál gegn Landsbankanum sem snýr að neytendalánum. „Það koma auðvitað upp spurningar hvort sambærileg sjónarmið gildi um breytilega vexti í bílalánum eða almennum skuldabréfalánum,“ segir hann. Bankarnir bregðast við Landsbankinn sendi frá sér tilkynningu í dag vegna dómsins. Fram kemur að það sé mat bankans að dómurinn gefi tilefni til þess að fara yfir skilmála um breytilega vexti í nýjum íbúðalánum. Móttaka nýrra lána verði því sett á bið næstu daga. Í svari bankans til fréttastofu í dag kemur fram að á þessu stigi sé það mat Landsbankans að þörf sé á umfjöllun og niðurstöðu Hæstaréttar um ákveðin atriði í máli bankans til þess að unnt sé að taka afstöðu til vaxtabreytinga. Fram kemur að bankinn sé þegar búinn að áætla mögulegan kostnað vegna endurgreiðslna á lánum, Hann komi fram í uppgjöri bankans á fyrri hluta ársins en verði endurmetinn 23. október næstkomandi. Arion banki sendi einnig frá sér tilkynningu, þar sem kemur fram að dómurinn í gær muni að öllum líkindum hafa lítil áhrif en nú liggi fyrir mál í Hæstarétti vegna verðtryggðra húsnæðislána á breytilegum vöxtum. Óvissa um niðurstöðu þess máls sé meiri en þegar kemur að lánum með óverðtryggða vexti. Ingvi Hrafn tekur undir þetta mat Arion banka því vaxtakjör verðtryggðu lánanna sem um ræðir séu óskýr í heild. „Það getur auðvitað þýtt það að fjárhagslegar afleiðingar Arion banka verði annars konar. Það verði annars konar skylda til að endurreikna lánin en í dómnum gegn Íslandsbanka í gær,“ segir hann.
Fjármálafyrirtæki Arion banki Landsbankinn Íslandsbanki Dómstólar Vaxtamálið Lánamál Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Sjá meira