Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar 15. október 2025 14:00 Í þessum mánuði eru liðin fimmtíu ár frá fyrsta Kvennaverkfallinu á Íslandi. Á þessum tímamótum er við hæfi að staldra við, líta um öxl og meta stöðu jafnréttismála í dag. Árangur náðst í mörgu Það er augljóst að mikill árangur hefur náðst í kvennabaráttunni. Ísland stendur fremst meðal jafningja og ólíklegt er að það væri raunin án Kvennaverkfallsins 1975. Verkfallið vakti mikla umræðu, breytti viðhorfum og markaði tímamót í sögu þjóðarinnar. Við höfum notið ávinningsins æ síðan. Atvinnuþátttaka kvenna er með því hæsta sem þekkist, menntunartækifæri eru fjölmörg og mörg glerþök hafa verið brotin á þessum fimm áratugum. Það er erfitt að ímynda sér að konur gegndu embættum forseta Íslands, forsætisráðherra, biskups, ríkislögreglustjóra og rektors Háskóla Íslands á sama tíma ef ekki hefði komið til Kvennaverkfallsins 1975. Launamismunur þrjóskast við Þrátt fyrir mikinn árangur er launamismunur enn til staðar. Það má meðal annars rekja til þess að stórar kvennastéttir, eins og kennarar og hjúkrunarfræðingar, eru lægra launaðar en sambærilegar karlastéttir. Leikskólamál eru enn föst í flækjum sveitarfélaganna, bakslags hefur gætt í ýmsum réttindamálum og fólk af erlendum uppruna stendur oft höllum fæti. Þá eru forstjórar í skráðum félögum á hlutabréfamarkaði enn að miklum meirihluta karlar. Höldum áfram að gera það sem gengur vel Þessi staða sýnir að jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér. Það þarf að halda áfram að vinna markvisst að breytingum og byggja á þeim árangri sem þegar hefur náðst. Fjölmörg samtök og stofnanir vinna ótrauð að því að standa vörð um þau réttindi sem þegar hafa unnist og vekja athygli á því sem betur má fara. WomenTechIceland vinnur að því að tryggja jöfn tækifæri allra kynja í tæknigeiranum á Íslandi og leggur áherslu á að bjóða stuðning, efla baráttuanda og vera málsvari minnihlutahópa í tækni. Við gerum það með fræðslu, viðburðum og því að veita stjórnvöldum aðhald í stefnumótun. Í tilefni fimmtíu ára afmælis Kvennaverkfallsins, og sem hluti af viðburðaröð Kvennaárs, stendur WomenTechIceland fyrir fjáröflunarkvöldi þann 23. október. Þar verður safnað í tímahylki fyrir komandi kynslóðir, þar sem við skiljum eftir sögur, hvatningu og góð ráð til framtíðarinnar. Nýtum tímann vel í þessum mánuði. Mætum á viðburði Kvennaársins, sýnum samstöðu og minnum okkur á að samtakamátturinn er okkar sterkasta vopn í áframhaldandi baráttu fyrir jafnrétti. Höfundur er formaður WomenTechIceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í þessum mánuði eru liðin fimmtíu ár frá fyrsta Kvennaverkfallinu á Íslandi. Á þessum tímamótum er við hæfi að staldra við, líta um öxl og meta stöðu jafnréttismála í dag. Árangur náðst í mörgu Það er augljóst að mikill árangur hefur náðst í kvennabaráttunni. Ísland stendur fremst meðal jafningja og ólíklegt er að það væri raunin án Kvennaverkfallsins 1975. Verkfallið vakti mikla umræðu, breytti viðhorfum og markaði tímamót í sögu þjóðarinnar. Við höfum notið ávinningsins æ síðan. Atvinnuþátttaka kvenna er með því hæsta sem þekkist, menntunartækifæri eru fjölmörg og mörg glerþök hafa verið brotin á þessum fimm áratugum. Það er erfitt að ímynda sér að konur gegndu embættum forseta Íslands, forsætisráðherra, biskups, ríkislögreglustjóra og rektors Háskóla Íslands á sama tíma ef ekki hefði komið til Kvennaverkfallsins 1975. Launamismunur þrjóskast við Þrátt fyrir mikinn árangur er launamismunur enn til staðar. Það má meðal annars rekja til þess að stórar kvennastéttir, eins og kennarar og hjúkrunarfræðingar, eru lægra launaðar en sambærilegar karlastéttir. Leikskólamál eru enn föst í flækjum sveitarfélaganna, bakslags hefur gætt í ýmsum réttindamálum og fólk af erlendum uppruna stendur oft höllum fæti. Þá eru forstjórar í skráðum félögum á hlutabréfamarkaði enn að miklum meirihluta karlar. Höldum áfram að gera það sem gengur vel Þessi staða sýnir að jafnrétti kemur ekki af sjálfu sér. Það þarf að halda áfram að vinna markvisst að breytingum og byggja á þeim árangri sem þegar hefur náðst. Fjölmörg samtök og stofnanir vinna ótrauð að því að standa vörð um þau réttindi sem þegar hafa unnist og vekja athygli á því sem betur má fara. WomenTechIceland vinnur að því að tryggja jöfn tækifæri allra kynja í tæknigeiranum á Íslandi og leggur áherslu á að bjóða stuðning, efla baráttuanda og vera málsvari minnihlutahópa í tækni. Við gerum það með fræðslu, viðburðum og því að veita stjórnvöldum aðhald í stefnumótun. Í tilefni fimmtíu ára afmælis Kvennaverkfallsins, og sem hluti af viðburðaröð Kvennaárs, stendur WomenTechIceland fyrir fjáröflunarkvöldi þann 23. október. Þar verður safnað í tímahylki fyrir komandi kynslóðir, þar sem við skiljum eftir sögur, hvatningu og góð ráð til framtíðarinnar. Nýtum tímann vel í þessum mánuði. Mætum á viðburði Kvennaársins, sýnum samstöðu og minnum okkur á að samtakamátturinn er okkar sterkasta vopn í áframhaldandi baráttu fyrir jafnrétti. Höfundur er formaður WomenTechIceland.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun