Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar 15. október 2025 11:06 Ekki þarf að hlusta lengi á Laufey Lín til að átta sig á því að tónlist hennar á rætur í fortíðinni. Því tímabili í sögunni þar sem bandarísk tónskáld og textahöfundar áttu sviðið, sömdu revíur og söngleiki fyrir alþýðuna, áður en sjónvarp kom til sögunnar. Listamenn eins og Cole Porter, George Gershwin, Irving Berlin, Jerome Kern, Richard Rodgers og nokkrir aðrir. Margir hafa reynt að endurskapa ljóðræna fegurð þessa tíma en fáum hefur tekist að blása nýju lífi í hana. Í því felst einstakt afrek Laufeyjar, hún endurvekur ekki aðeins hljóm millistríðsáranna heldur semur ný lög sem eru í senn sígild og nútímaleg. Það sem gerir Laufey sérstaka eru ekki bara augljósir hæfileikar hennar og tónlistarmenntun, heldur innsæið. Hún skilur að fegurðin sem gömlu tónskáldin leituðu að var að finna í tjáningunni. Með því að endurvekja þessi form, en fylla þau nýjum sögum og ljóðrænum tón, verður Laufey tengiliður milli kynslóða, milli ólíkra tíma. Hún er listamaður sem minnir okkur á að tónlist fortíðarinnar lifir í nýrri rödd. Og það nýstárlega er blöndun þessarar klassísku hljóðmyndar frá því um og eftir miðja síðustu öld við nútímalegt sjónarhorn í textagerðinni. Þótt tónlistin gæti átt heima á plötu frá fjórða áratug síðustu aldar eru textarnir sprottnir upp úr nútímanum, persónulegir; um ástina, stefnumótin og hryggbrotin í mörgum myndum, en líka um innri líðan, kvíða og sjálfskoðun, oft nærgöngulir og innhverfir. Ég hef löngum dáðst að verkum gömlu meistaranna og skrifaði á sínum tíma ófáa þætti fyrir útvarp um þá og tónlist þeirra. Cole Porter var í uppáhaldi, hnyttnir orðaleikir hans og hljómrænn glæsileiki fóru ekki framhjá neinum, hárómantískar tilfinningar Richard Rogers umvafðar vitrænum textum Lorenz Hart framúrskarandi, að ógleymdum verkum Irving Berlin sem hafði fulllkomna tilfinningu fyrir einföldum ógleymanlegum laglínum. En þetta voru allt tónskáld sem unnu verk sín að mestu fyrir aðra. Rödd þeirra heyrðist í gegnum söngvara eins og Billie Holiday, Frank Sinatra og Ellu Fitzgerald, sem gáfu lögunum líf. En Laufey er allt í einum einstaklingi: hún semur tónlist og texta, syngur, spilar og útsetur. Enginn gömlu meistaranna gat það! Ef þeir gátu það, gerðu þeir það að minnsta kosti ekki. Það sem er mest heillandi er það hvernig Laufey tekur formgerð laganna, melódíuna og rómantísku blæbrigðin, djasshljómana og blæs í þau nýju lífi, ekki til að endurskapa fortíðina, heldur að gera hana nútímalega. Hún sýnir okkur að djass og rómantík, þessi fornu hugtök, skipta máli á öllum tímum. Þau eru hluti af því sem gerir okkur mannleg. Og stund með tónlist Laufeyjar fær hlustandann um hríð til að gleyma veröldinni úti fyrir sem skortir átakanlega þessa hlýju. Kannski er það einmitt þetta sem er ástæðan fyrir því að unga kynslóðin tengir svona sterkt við Laufey. Þau finna eitthvað í tónlist hennar sem þau fundu kannski ekki orð fyrir: hljóð sem hægir á hjartslættinum, orð sem eru nægilega einföld til að verða sönn. Laufey minnir okkur á, að fegurðin sem Cole Porter og aðrir lýstu upp á sínum tíma, er ekki glötuð. Hún hefur bara fengið nýtt nafn, nýtt andlit og nýja rödd. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Laufey Lín Gunnar Salvarsson Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ekki þarf að hlusta lengi á Laufey Lín til að átta sig á því að tónlist hennar á rætur í fortíðinni. Því tímabili í sögunni þar sem bandarísk tónskáld og textahöfundar áttu sviðið, sömdu revíur og söngleiki fyrir alþýðuna, áður en sjónvarp kom til sögunnar. Listamenn eins og Cole Porter, George Gershwin, Irving Berlin, Jerome Kern, Richard Rodgers og nokkrir aðrir. Margir hafa reynt að endurskapa ljóðræna fegurð þessa tíma en fáum hefur tekist að blása nýju lífi í hana. Í því felst einstakt afrek Laufeyjar, hún endurvekur ekki aðeins hljóm millistríðsáranna heldur semur ný lög sem eru í senn sígild og nútímaleg. Það sem gerir Laufey sérstaka eru ekki bara augljósir hæfileikar hennar og tónlistarmenntun, heldur innsæið. Hún skilur að fegurðin sem gömlu tónskáldin leituðu að var að finna í tjáningunni. Með því að endurvekja þessi form, en fylla þau nýjum sögum og ljóðrænum tón, verður Laufey tengiliður milli kynslóða, milli ólíkra tíma. Hún er listamaður sem minnir okkur á að tónlist fortíðarinnar lifir í nýrri rödd. Og það nýstárlega er blöndun þessarar klassísku hljóðmyndar frá því um og eftir miðja síðustu öld við nútímalegt sjónarhorn í textagerðinni. Þótt tónlistin gæti átt heima á plötu frá fjórða áratug síðustu aldar eru textarnir sprottnir upp úr nútímanum, persónulegir; um ástina, stefnumótin og hryggbrotin í mörgum myndum, en líka um innri líðan, kvíða og sjálfskoðun, oft nærgöngulir og innhverfir. Ég hef löngum dáðst að verkum gömlu meistaranna og skrifaði á sínum tíma ófáa þætti fyrir útvarp um þá og tónlist þeirra. Cole Porter var í uppáhaldi, hnyttnir orðaleikir hans og hljómrænn glæsileiki fóru ekki framhjá neinum, hárómantískar tilfinningar Richard Rogers umvafðar vitrænum textum Lorenz Hart framúrskarandi, að ógleymdum verkum Irving Berlin sem hafði fulllkomna tilfinningu fyrir einföldum ógleymanlegum laglínum. En þetta voru allt tónskáld sem unnu verk sín að mestu fyrir aðra. Rödd þeirra heyrðist í gegnum söngvara eins og Billie Holiday, Frank Sinatra og Ellu Fitzgerald, sem gáfu lögunum líf. En Laufey er allt í einum einstaklingi: hún semur tónlist og texta, syngur, spilar og útsetur. Enginn gömlu meistaranna gat það! Ef þeir gátu það, gerðu þeir það að minnsta kosti ekki. Það sem er mest heillandi er það hvernig Laufey tekur formgerð laganna, melódíuna og rómantísku blæbrigðin, djasshljómana og blæs í þau nýju lífi, ekki til að endurskapa fortíðina, heldur að gera hana nútímalega. Hún sýnir okkur að djass og rómantík, þessi fornu hugtök, skipta máli á öllum tímum. Þau eru hluti af því sem gerir okkur mannleg. Og stund með tónlist Laufeyjar fær hlustandann um hríð til að gleyma veröldinni úti fyrir sem skortir átakanlega þessa hlýju. Kannski er það einmitt þetta sem er ástæðan fyrir því að unga kynslóðin tengir svona sterkt við Laufey. Þau finna eitthvað í tónlist hennar sem þau fundu kannski ekki orð fyrir: hljóð sem hægir á hjartslættinum, orð sem eru nægilega einföld til að verða sönn. Laufey minnir okkur á, að fegurðin sem Cole Porter og aðrir lýstu upp á sínum tíma, er ekki glötuð. Hún hefur bara fengið nýtt nafn, nýtt andlit og nýja rödd. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun