Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar 15. október 2025 11:06 Ekki þarf að hlusta lengi á Laufey Lín til að átta sig á því að tónlist hennar á rætur í fortíðinni. Því tímabili í sögunni þar sem bandarísk tónskáld og textahöfundar áttu sviðið, sömdu revíur og söngleiki fyrir alþýðuna, áður en sjónvarp kom til sögunnar. Listamenn eins og Cole Porter, George Gershwin, Irving Berlin, Jerome Kern, Richard Rodgers og nokkrir aðrir. Margir hafa reynt að endurskapa ljóðræna fegurð þessa tíma en fáum hefur tekist að blása nýju lífi í hana. Í því felst einstakt afrek Laufeyjar, hún endurvekur ekki aðeins hljóm millistríðsáranna heldur semur ný lög sem eru í senn sígild og nútímaleg. Það sem gerir Laufey sérstaka eru ekki bara augljósir hæfileikar hennar og tónlistarmenntun, heldur innsæið. Hún skilur að fegurðin sem gömlu tónskáldin leituðu að var að finna í tjáningunni. Með því að endurvekja þessi form, en fylla þau nýjum sögum og ljóðrænum tón, verður Laufey tengiliður milli kynslóða, milli ólíkra tíma. Hún er listamaður sem minnir okkur á að tónlist fortíðarinnar lifir í nýrri rödd. Og það nýstárlega er blöndun þessarar klassísku hljóðmyndar frá því um og eftir miðja síðustu öld við nútímalegt sjónarhorn í textagerðinni. Þótt tónlistin gæti átt heima á plötu frá fjórða áratug síðustu aldar eru textarnir sprottnir upp úr nútímanum, persónulegir; um ástina, stefnumótin og hryggbrotin í mörgum myndum, en líka um innri líðan, kvíða og sjálfskoðun, oft nærgöngulir og innhverfir. Ég hef löngum dáðst að verkum gömlu meistaranna og skrifaði á sínum tíma ófáa þætti fyrir útvarp um þá og tónlist þeirra. Cole Porter var í uppáhaldi, hnyttnir orðaleikir hans og hljómrænn glæsileiki fóru ekki framhjá neinum, hárómantískar tilfinningar Richard Rogers umvafðar vitrænum textum Lorenz Hart framúrskarandi, að ógleymdum verkum Irving Berlin sem hafði fulllkomna tilfinningu fyrir einföldum ógleymanlegum laglínum. En þetta voru allt tónskáld sem unnu verk sín að mestu fyrir aðra. Rödd þeirra heyrðist í gegnum söngvara eins og Billie Holiday, Frank Sinatra og Ellu Fitzgerald, sem gáfu lögunum líf. En Laufey er allt í einum einstaklingi: hún semur tónlist og texta, syngur, spilar og útsetur. Enginn gömlu meistaranna gat það! Ef þeir gátu það, gerðu þeir það að minnsta kosti ekki. Það sem er mest heillandi er það hvernig Laufey tekur formgerð laganna, melódíuna og rómantísku blæbrigðin, djasshljómana og blæs í þau nýju lífi, ekki til að endurskapa fortíðina, heldur að gera hana nútímalega. Hún sýnir okkur að djass og rómantík, þessi fornu hugtök, skipta máli á öllum tímum. Þau eru hluti af því sem gerir okkur mannleg. Og stund með tónlist Laufeyjar fær hlustandann um hríð til að gleyma veröldinni úti fyrir sem skortir átakanlega þessa hlýju. Kannski er það einmitt þetta sem er ástæðan fyrir því að unga kynslóðin tengir svona sterkt við Laufey. Þau finna eitthvað í tónlist hennar sem þau fundu kannski ekki orð fyrir: hljóð sem hægir á hjartslættinum, orð sem eru nægilega einföld til að verða sönn. Laufey minnir okkur á, að fegurðin sem Cole Porter og aðrir lýstu upp á sínum tíma, er ekki glötuð. Hún hefur bara fengið nýtt nafn, nýtt andlit og nýja rödd. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Laufey Lín Gunnar Salvarsson Mest lesið Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Sjá meira
Ekki þarf að hlusta lengi á Laufey Lín til að átta sig á því að tónlist hennar á rætur í fortíðinni. Því tímabili í sögunni þar sem bandarísk tónskáld og textahöfundar áttu sviðið, sömdu revíur og söngleiki fyrir alþýðuna, áður en sjónvarp kom til sögunnar. Listamenn eins og Cole Porter, George Gershwin, Irving Berlin, Jerome Kern, Richard Rodgers og nokkrir aðrir. Margir hafa reynt að endurskapa ljóðræna fegurð þessa tíma en fáum hefur tekist að blása nýju lífi í hana. Í því felst einstakt afrek Laufeyjar, hún endurvekur ekki aðeins hljóm millistríðsáranna heldur semur ný lög sem eru í senn sígild og nútímaleg. Það sem gerir Laufey sérstaka eru ekki bara augljósir hæfileikar hennar og tónlistarmenntun, heldur innsæið. Hún skilur að fegurðin sem gömlu tónskáldin leituðu að var að finna í tjáningunni. Með því að endurvekja þessi form, en fylla þau nýjum sögum og ljóðrænum tón, verður Laufey tengiliður milli kynslóða, milli ólíkra tíma. Hún er listamaður sem minnir okkur á að tónlist fortíðarinnar lifir í nýrri rödd. Og það nýstárlega er blöndun þessarar klassísku hljóðmyndar frá því um og eftir miðja síðustu öld við nútímalegt sjónarhorn í textagerðinni. Þótt tónlistin gæti átt heima á plötu frá fjórða áratug síðustu aldar eru textarnir sprottnir upp úr nútímanum, persónulegir; um ástina, stefnumótin og hryggbrotin í mörgum myndum, en líka um innri líðan, kvíða og sjálfskoðun, oft nærgöngulir og innhverfir. Ég hef löngum dáðst að verkum gömlu meistaranna og skrifaði á sínum tíma ófáa þætti fyrir útvarp um þá og tónlist þeirra. Cole Porter var í uppáhaldi, hnyttnir orðaleikir hans og hljómrænn glæsileiki fóru ekki framhjá neinum, hárómantískar tilfinningar Richard Rogers umvafðar vitrænum textum Lorenz Hart framúrskarandi, að ógleymdum verkum Irving Berlin sem hafði fulllkomna tilfinningu fyrir einföldum ógleymanlegum laglínum. En þetta voru allt tónskáld sem unnu verk sín að mestu fyrir aðra. Rödd þeirra heyrðist í gegnum söngvara eins og Billie Holiday, Frank Sinatra og Ellu Fitzgerald, sem gáfu lögunum líf. En Laufey er allt í einum einstaklingi: hún semur tónlist og texta, syngur, spilar og útsetur. Enginn gömlu meistaranna gat það! Ef þeir gátu það, gerðu þeir það að minnsta kosti ekki. Það sem er mest heillandi er það hvernig Laufey tekur formgerð laganna, melódíuna og rómantísku blæbrigðin, djasshljómana og blæs í þau nýju lífi, ekki til að endurskapa fortíðina, heldur að gera hana nútímalega. Hún sýnir okkur að djass og rómantík, þessi fornu hugtök, skipta máli á öllum tímum. Þau eru hluti af því sem gerir okkur mannleg. Og stund með tónlist Laufeyjar fær hlustandann um hríð til að gleyma veröldinni úti fyrir sem skortir átakanlega þessa hlýju. Kannski er það einmitt þetta sem er ástæðan fyrir því að unga kynslóðin tengir svona sterkt við Laufey. Þau finna eitthvað í tónlist hennar sem þau fundu kannski ekki orð fyrir: hljóð sem hægir á hjartslættinum, orð sem eru nægilega einföld til að verða sönn. Laufey minnir okkur á, að fegurðin sem Cole Porter og aðrir lýstu upp á sínum tíma, er ekki glötuð. Hún hefur bara fengið nýtt nafn, nýtt andlit og nýja rödd. Höfundur er fyrrverandi frétta- og dagskrárgerðarmaður.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun