Neyðarkall frá Gaza: Svona getur þú hjálpað 15. október 2025 10:01 Nú er rykið að setjast á Gaza. Við blasir gríðarleg eyðilegging sem tvö ár af vopnuðum átökum hafa skilið eftir sig. Og í henni miðri eru örmagna almennir borgarar sem hafa upplifað ólýsanlegar þjáningar og missi og búið við stöðugan ótta undir þyt orrustuþota, dróna og sprengjuregns. Talið er að um 70 þúsund manns hafi týnt lífi í átökunum, þar af að minnsta kosti 20 þúsund börn. Að minnsta kosti þúsund barnanna voru innan við árs gömul. Um 450 þeirra fæddust í stríði og dóu í stríði. Tugþúsundir íbúa Gaza hafa særst, þar af yfir 40 þúsund börn að talið er. Um helmingur þeirra hefur hlotið varanlegan skaða. Börn hafa því ekki aðeins misst heimili sín á Gaza heldur mörg hver útlimi, sjón eða heyrn. Þau hafa auk þess, líkt og flestir hinna fullorðnu, orðið fyrir miklu áfalli og þurfa nauðsynlega á sálrænum stuðningi að halda. Sorgin hefur snert líf allra sem eftir lifa. Nú þegar samkomulag um vopnahlé á Gaza er í höfn er stærsta mannúðaraðgerð frá síðari heimsstyrjöld hafin. Í henni munu Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn gegna formlegu lykilhlutverki ásamt stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Mjög takmarkaðri aðstoð hefur verið hleypt inn á Gaza mánuðum saman og hungursneyð hefur geisað. Brýnast er að koma mat, vatni og skjóli til viðkvæmustu hópanna. Þannig má bjarga fjölda mannslífa. Sem dæmi um umfang aðgerðanna þarf að aðstoða 1,85 milljónir manna sem misst hafa heimili sín að komast í skjól. Til þess verkefnis þarf gríðarlegan fjölda af tjöldum. Einnig þarf að reisa sjúkrahús í tjöldum og koma upp hreinlætisaðstöðu og vatnshreinsikerfum. Sendifulltrúar á vegum Rauða krossins frá ýmsum löndum verða kvaddir á vettvang til að sinna þessum verkefnum og hlúa að fólki, bæði á líkama og sál. Landsfélög Rauða hálfmánans í nágrannalöndum munu sinna margvíslegum og brýnum verkefnum. Egypski Rauði hálfmáninn er nú þegar í lykilhlutverki meðal hjálparstofnana við að flytja mannúðaraðstoð inn á Gaza. Undanfarið hafa um 100 flutningabílar fengið aðgang á viku en nú þurfa þeir að vera 400-600 á hverjum einasta degi. Til að tryggja nægt og stöðugt innflæði hjálpargagna þurfa hátt í 3.000 flutningabílar að vera til reiðu. Jórdanski Rauði hálfmáninn flytur særð börn og alvarlega slasaða frá Gaza og sinnir þeim á sjúkrahúsum í Jórdaníu. Palestínski Rauði hálfmáninn og Alþjóðaráð Rauða krossins gegna svo mikilvægu hlutverki innan Gaza við að veita heilbrigðisþjónustu og aðra neyðaraðstoð. Þetta risavaxna verkefni kann að virðast yfirþyrmandi en við erum staðráðin í að leggja okkur öll fram og nota allar þær bjargir sem við höfum til að sinna því af kostgæfni með mannúðina að leiðarljósi. Í því skyni hefur Rauði krossinn á Íslandi hafið neyðarsöfnun fyrir Gaza. Við hvetjum landsmenn, fyrirtæki og stjórnvöld til að leggja söfnuninni lið. Aðeins með sameiginlegu stórátaki getum við mætt þörfum fólksins og stutt það til að byggja upp líf sitt að nýju. Sýnum í verki að við erum öll með mannúðinni í liði. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Félagasamtök Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er rykið að setjast á Gaza. Við blasir gríðarleg eyðilegging sem tvö ár af vopnuðum átökum hafa skilið eftir sig. Og í henni miðri eru örmagna almennir borgarar sem hafa upplifað ólýsanlegar þjáningar og missi og búið við stöðugan ótta undir þyt orrustuþota, dróna og sprengjuregns. Talið er að um 70 þúsund manns hafi týnt lífi í átökunum, þar af að minnsta kosti 20 þúsund börn. Að minnsta kosti þúsund barnanna voru innan við árs gömul. Um 450 þeirra fæddust í stríði og dóu í stríði. Tugþúsundir íbúa Gaza hafa særst, þar af yfir 40 þúsund börn að talið er. Um helmingur þeirra hefur hlotið varanlegan skaða. Börn hafa því ekki aðeins misst heimili sín á Gaza heldur mörg hver útlimi, sjón eða heyrn. Þau hafa auk þess, líkt og flestir hinna fullorðnu, orðið fyrir miklu áfalli og þurfa nauðsynlega á sálrænum stuðningi að halda. Sorgin hefur snert líf allra sem eftir lifa. Nú þegar samkomulag um vopnahlé á Gaza er í höfn er stærsta mannúðaraðgerð frá síðari heimsstyrjöld hafin. Í henni munu Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn gegna formlegu lykilhlutverki ásamt stofnunum Sameinuðu þjóðanna. Mjög takmarkaðri aðstoð hefur verið hleypt inn á Gaza mánuðum saman og hungursneyð hefur geisað. Brýnast er að koma mat, vatni og skjóli til viðkvæmustu hópanna. Þannig má bjarga fjölda mannslífa. Sem dæmi um umfang aðgerðanna þarf að aðstoða 1,85 milljónir manna sem misst hafa heimili sín að komast í skjól. Til þess verkefnis þarf gríðarlegan fjölda af tjöldum. Einnig þarf að reisa sjúkrahús í tjöldum og koma upp hreinlætisaðstöðu og vatnshreinsikerfum. Sendifulltrúar á vegum Rauða krossins frá ýmsum löndum verða kvaddir á vettvang til að sinna þessum verkefnum og hlúa að fólki, bæði á líkama og sál. Landsfélög Rauða hálfmánans í nágrannalöndum munu sinna margvíslegum og brýnum verkefnum. Egypski Rauði hálfmáninn er nú þegar í lykilhlutverki meðal hjálparstofnana við að flytja mannúðaraðstoð inn á Gaza. Undanfarið hafa um 100 flutningabílar fengið aðgang á viku en nú þurfa þeir að vera 400-600 á hverjum einasta degi. Til að tryggja nægt og stöðugt innflæði hjálpargagna þurfa hátt í 3.000 flutningabílar að vera til reiðu. Jórdanski Rauði hálfmáninn flytur særð börn og alvarlega slasaða frá Gaza og sinnir þeim á sjúkrahúsum í Jórdaníu. Palestínski Rauði hálfmáninn og Alþjóðaráð Rauða krossins gegna svo mikilvægu hlutverki innan Gaza við að veita heilbrigðisþjónustu og aðra neyðaraðstoð. Þetta risavaxna verkefni kann að virðast yfirþyrmandi en við erum staðráðin í að leggja okkur öll fram og nota allar þær bjargir sem við höfum til að sinna því af kostgæfni með mannúðina að leiðarljósi. Í því skyni hefur Rauði krossinn á Íslandi hafið neyðarsöfnun fyrir Gaza. Við hvetjum landsmenn, fyrirtæki og stjórnvöld til að leggja söfnuninni lið. Aðeins með sameiginlegu stórátaki getum við mætt þörfum fólksins og stutt það til að byggja upp líf sitt að nýju. Sýnum í verki að við erum öll með mannúðinni í liði. Höfundur er framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun