Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. október 2025 21:52 Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri í Mosfellsbæ. Vísir/Vilhelm Athygli vakti í dag þegar greint var frá því í fréttum að Tjörneshreppur, eitt fámennasta sveitarfélag landsins, ætli að afþakka tæplega 250 milljónir króna úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Nú hefur bæjarstjórinn í Mosfellsbæ blandað sér í umræðuna og segist glöð myndu taka á móti fjármununum fyrir hönd bæjarins. Um sé að ræða nokkurn veginn sömu upphæð og Mosfellsbær verður af eftir að nýjar úthlutunarreglur sjóðsins voru samþykktar í vor. Um er að ræða svokallað fólksfækkunarframlag, sem Tjörneshrepp stóð til boða, en hreppsnefnd sveitarfélagsins ákvað á fundi sínum á mánudag að afþakka. „Hreppsnefnd telur skynsamlegt að afþakka framlag Jöfnunarsjóðs vegna fólksfækkunar að upphæð 247.643.312 krónur. Það er álit hreppsnefndar að svona hátt framlag sé fáránlegt og hreppurinn lifi vel án þess. Oddvita falið að afþakka framlagið fyrir hönd hreppsins,“ segir um málið í fundargerð hreppsnefndar. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, gerir málið að umræðuefni í færslu sem hún birti á Facebook í dag þar sem hún bendir á það sem hún segir vera vankanta við nýjar úthlutunarreglur jöfnunarsjóðs. Markmiðið hafi verið að nútímavæða reglurnar, en það hafi ekki tekist betur en svo að það sé „nær ógerningur að átta sig á samspili einstakra þátta,“ líkt og bæjarstjórinn orðar það í færslu sinni sem virðist skrifuð bæði í gamni og alvöru. „Mosfellsbær missir um 250 milljónir í tekjur á ári vegna nýju reglnanna. Við höfum skrifað umsögn á eftir umsögn þar sem við höfum mótmælt þessu, hitt þingmenn og ráðherra en allt kemur fyrir ekki,” skrifar Regína. Stærðarlega séð falli Mosfellsbær á milli í kerfinu og svör við athugasemdum bæjarins hafi verið á þá leið að ef eitthvað verður gert til að laga reglurnar að Mosfellsbæ hafi það áhrif á allt gangverkið við úthlutun úr sjóðnum. „Nú er hins vegar komin lausn í það mál - Tjörneshreppur afþakkar framlagið sitt sem er nákvæmlega jafnhátt og Mosó missir! Við tökum glöð á móti þeim fjármunum,“ skrifar Regína, sem lýkur færslunni með brostjákni til marks um gamansaman undirtón. Hún virðist þó allt annað en sátt við það hvernig nýjar úthlutunarreglur bitna á bænum sem hún er í forsvari fyrir. Skjáskot/Facebook Meðal þeirra sem rita undir færsluna er bæjarstjórinn í Vesturbyggð, Gerður Björk Sveinsdóttir, sem tekur undir gagnrýni Regínu á nýja úthlutunarkerfið. „Miðað við núverandi regluverk var verið að skerða framlög til Vesturbyggðar á þessu ári um 92 milljónir, Vesturbyggð er tæplega 1.500 manna sveitarfélag. Fyrirsjáanleikinn í þessu kerfi er enginn,“ skrifar Gerður. Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Tjörneshreppur Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Um er að ræða svokallað fólksfækkunarframlag, sem Tjörneshrepp stóð til boða, en hreppsnefnd sveitarfélagsins ákvað á fundi sínum á mánudag að afþakka. „Hreppsnefnd telur skynsamlegt að afþakka framlag Jöfnunarsjóðs vegna fólksfækkunar að upphæð 247.643.312 krónur. Það er álit hreppsnefndar að svona hátt framlag sé fáránlegt og hreppurinn lifi vel án þess. Oddvita falið að afþakka framlagið fyrir hönd hreppsins,“ segir um málið í fundargerð hreppsnefndar. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, gerir málið að umræðuefni í færslu sem hún birti á Facebook í dag þar sem hún bendir á það sem hún segir vera vankanta við nýjar úthlutunarreglur jöfnunarsjóðs. Markmiðið hafi verið að nútímavæða reglurnar, en það hafi ekki tekist betur en svo að það sé „nær ógerningur að átta sig á samspili einstakra þátta,“ líkt og bæjarstjórinn orðar það í færslu sinni sem virðist skrifuð bæði í gamni og alvöru. „Mosfellsbær missir um 250 milljónir í tekjur á ári vegna nýju reglnanna. Við höfum skrifað umsögn á eftir umsögn þar sem við höfum mótmælt þessu, hitt þingmenn og ráðherra en allt kemur fyrir ekki,” skrifar Regína. Stærðarlega séð falli Mosfellsbær á milli í kerfinu og svör við athugasemdum bæjarins hafi verið á þá leið að ef eitthvað verður gert til að laga reglurnar að Mosfellsbæ hafi það áhrif á allt gangverkið við úthlutun úr sjóðnum. „Nú er hins vegar komin lausn í það mál - Tjörneshreppur afþakkar framlagið sitt sem er nákvæmlega jafnhátt og Mosó missir! Við tökum glöð á móti þeim fjármunum,“ skrifar Regína, sem lýkur færslunni með brostjákni til marks um gamansaman undirtón. Hún virðist þó allt annað en sátt við það hvernig nýjar úthlutunarreglur bitna á bænum sem hún er í forsvari fyrir. Skjáskot/Facebook Meðal þeirra sem rita undir færsluna er bæjarstjórinn í Vesturbyggð, Gerður Björk Sveinsdóttir, sem tekur undir gagnrýni Regínu á nýja úthlutunarkerfið. „Miðað við núverandi regluverk var verið að skerða framlög til Vesturbyggðar á þessu ári um 92 milljónir, Vesturbyggð er tæplega 1.500 manna sveitarfélag. Fyrirsjáanleikinn í þessu kerfi er enginn,“ skrifar Gerður.
Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Tjörneshreppur Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira