Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Kjartan Kjartansson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 14. október 2025 14:19 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Einar Dómur Hæstaréttar um lánaskilmála Íslandsbanka í dag er sigur fyrir neytendur og lántakendur, að mati formanns Neytendasamtakanna sem höfðuðu málið. Hann þýði að bankanum sé ekki heimilt að nota huglæga þætti til að ákvarða vexti. Hæstiréttur ógilti einn lið skilmála húsnæðislána Íslandsbanka en sýknaði bankann að öðru leyti í dag. Sá liður fjallar um til hvaða þátta bankinn lítur til við ákvörðun á breytilegum vöxtum óverðtryggðra lána. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að við fyrstu sýn sé niðurstaðan fullnaðarsigur fyrir samtökin. Bankanum hafi verið óheimilt að nota huglæga þætti til viðmiðunar við vaxtaákvarðanir. Miða þyrfti við hlutlausa þætti eins og seðlabankavexti í þessu tilfelli. „Þettar er ótrúlegt og sigur fyrir neytendur og fyrir lántaka í dag,“ sagði Breki við fréttamann Sýnar eftir að dómur féll klukkan hálf tvö í dag. Niðurstaðan þýðir jafnframt að nú verði skýrt hvernig vextir breytist og að neytendur geti rannreynt aftur í tímann hvort breytingar hafi verið sanngjarnar, að mati Breka. Hann segist eiga eftir að fara betur yfir dóminn en hann hefur enn ekki verið birtur opinberlega. Þá eigi eftir að koma í ljós hvernig bankinn og aðrar fjármálastofnanir bregðist við. Breki segir samtökin vilja setjast niður með fulltrúum bankanna og annarra lánveitenda. „Við teljum að önnur lán, bæði hjá bönkunum og líka hjá flestum ef ekki öllum lífeyrissjóðum séu með sömu annmarka og ætti þá að laga líka,“ segir hann. Málið sýni ennfremur fram á mikilvægi þess að samtök neytenda hafi fjárhagslegt bolmagn til þess að ráðast í málaferli sem þessi. Málareksturinn, sem hófst fyrir sex árum, hafi kostað fleiri milljónir króna. „Það er í rauninni magnað að þetta skuli hafa viðgengist svona lengi án þess að yfirvöld skærust í leikinn.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Neytendur Fjármálafyrirtæki Dómsmál Íslandsbanki Tengdar fréttir Skilmálarnir umdeildu ógiltir Hæstiréttur hefur fallist á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða. Málið varðaði tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og stóru viðskiptabankanna þriggja hins vegar. 14. október 2025 13:36 Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Hæstiréttur ógilti einn lið skilmála húsnæðislána Íslandsbanka en sýknaði bankann að öðru leyti í dag. Sá liður fjallar um til hvaða þátta bankinn lítur til við ákvörðun á breytilegum vöxtum óverðtryggðra lána. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir að við fyrstu sýn sé niðurstaðan fullnaðarsigur fyrir samtökin. Bankanum hafi verið óheimilt að nota huglæga þætti til viðmiðunar við vaxtaákvarðanir. Miða þyrfti við hlutlausa þætti eins og seðlabankavexti í þessu tilfelli. „Þettar er ótrúlegt og sigur fyrir neytendur og fyrir lántaka í dag,“ sagði Breki við fréttamann Sýnar eftir að dómur féll klukkan hálf tvö í dag. Niðurstaðan þýðir jafnframt að nú verði skýrt hvernig vextir breytist og að neytendur geti rannreynt aftur í tímann hvort breytingar hafi verið sanngjarnar, að mati Breka. Hann segist eiga eftir að fara betur yfir dóminn en hann hefur enn ekki verið birtur opinberlega. Þá eigi eftir að koma í ljós hvernig bankinn og aðrar fjármálastofnanir bregðist við. Breki segir samtökin vilja setjast niður með fulltrúum bankanna og annarra lánveitenda. „Við teljum að önnur lán, bæði hjá bönkunum og líka hjá flestum ef ekki öllum lífeyrissjóðum séu með sömu annmarka og ætti þá að laga líka,“ segir hann. Málið sýni ennfremur fram á mikilvægi þess að samtök neytenda hafi fjárhagslegt bolmagn til þess að ráðast í málaferli sem þessi. Málareksturinn, sem hófst fyrir sex árum, hafi kostað fleiri milljónir króna. „Það er í rauninni magnað að þetta skuli hafa viðgengist svona lengi án þess að yfirvöld skærust í leikinn.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Neytendur Fjármálafyrirtæki Dómsmál Íslandsbanki Tengdar fréttir Skilmálarnir umdeildu ógiltir Hæstiréttur hefur fallist á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða. Málið varðaði tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og stóru viðskiptabankanna þriggja hins vegar. 14. október 2025 13:36 Mest lesið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Vara við sósum sem geta sprungið Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Skilmálarnir umdeildu ógiltir Hæstiréttur hefur fallist á kröfur neytenda að hluta í Vaxtamálinu svokallaða. Málið varðaði tugmilljarða hagsmuni neytenda annars vegar og stóru viðskiptabankanna þriggja hins vegar. 14. október 2025 13:36
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur