„Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Lovísa Arnardóttir skrifar 14. október 2025 08:16 Gísli Rafn segir ekki einungis vanta mat og húsnæði fyrir fólk heldur þurfi einnig að fara inn á Gasa með vinnuvélar til að ryðja burt rústum og hefja uppbyggingu allra helstu innviða. Aðsend og Vísir/EPA Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands, segir neyðarsöfnun samtakanna fyrir Gasa fara vel af stað. Það sé risa verkefni framundan við að koma hjálpargögnum og vinnuvélum inn á Gasa og hefja uppbyggingu innviða á ný. Alþjóðaráð Rauða krossins tók í gær á móti Ísraelum og Palestínumönnum sem voru í haldi Ísraela og Hamas og vinnur nú að því að koma mannúðaraðstoð inn á svæðið. „Neyðarsöfnun okkar fyrir íbúa Gasa fer vel af stað og augljóst að landsmenn treysta Rauða krossinum fyrir að vera leiðandi í því gríðarstóra mannúðarverkefni sem nú fer í hönd á svæðinu,“ segir Gísli Rafn. Neyðarsöfnun Rauða krossins hófst fyrir helgi og var í tilkynningu um hana vísað til þess að yfirvofandi væri ein stærsta mannúðaraðgerð sögunnar, að koma hjálpargögnum og aðstoða íbúa Gasa í kjölfar þess að vopnahléi var komið á. „Í gær tók teymi Alþjóðaráðs Rauða krossins á móti þeim gíslum sem eftir voru á Gasa og flutti þá til Ísrael. Teymin fluttu einnig Palestínubúa úr haldi Ísraela til Gasa og Vesturbakkans. Hlutverk Rauða krossins í þessum aðgerðum er að vera hlutlaus milligönguaðili og tryggja að mannúð sé höfð að leiðarljósi,“ segir Gísli. Hann segir Rauða krossinn hafa mikla reynslu og þekkingu í slíkum aðgerðum en Rauði krossinn hefur tekið þátt í sambærilegum aðgerðum á svæðinu og greitt fyrir lausn tuga gísla og hundruða Palestínubúa frá 7. október 2023. Rétt svo að byrja „Mannúðaraðstoð er farin að streyma inn á Gasa undir merkjum egypska Rauða hálfmánans. En það er bara byrjunin. Það er okkar von að nú geti dreifing hjálpargagna; matvæla, vatns, lyfja, tjalda og annarra nauðsynja, hafist af fullum krafti og án hindrana. Fjölmörg mannúðarsamtök og ýmsar stofnanir um allan heim taka höndum saman í því verkefni. Í forgangi er að koma aðstoð til særðra, veikra, aldraðra og barna,“ segir Gísli. Hann segir þessar nauðsynjavörur þó alls ekki það eina sem þarf til. „Eins og við höfum séð á fréttamyndum frá til dæmis Gasaborg þá þarf stórvirkar vinnuvélar inn á svæðið til að ryðja burt rústum. Það þarf líka að laga innviði á borð við fráveitu- og vatnskerfi og koma á rafmagni að nýju. Í þessu verkefni munu sérfræðingar á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins taka mikinn þátt.“ Hann segir það gríðarstórt verkefni að aðstoða tvær milljónir manna eftir tveggja ára vopnuð átök og hungursneyð. „Að aðstoða tæpar tvær milljónir manna eftir tveggja ára vopnuð átök og hungursneyð í ofanálag síðustu mánuði krefst gríðarlegs skipulags og ítarlegrar útfærslu. Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa, allan sólarhringinn - mánuðum og jafnvel árum saman. Þannig verður hægt að bjarga mannslífum og byrja að aðstoða Gasabúa við að byggja upp líf sitt að nýju. Rykið er að setjast en það er aðeins byrjunin.“ Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Félagasamtök Hjálparstarf Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fleiri fréttir Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Sjá meira
„Neyðarsöfnun okkar fyrir íbúa Gasa fer vel af stað og augljóst að landsmenn treysta Rauða krossinum fyrir að vera leiðandi í því gríðarstóra mannúðarverkefni sem nú fer í hönd á svæðinu,“ segir Gísli Rafn. Neyðarsöfnun Rauða krossins hófst fyrir helgi og var í tilkynningu um hana vísað til þess að yfirvofandi væri ein stærsta mannúðaraðgerð sögunnar, að koma hjálpargögnum og aðstoða íbúa Gasa í kjölfar þess að vopnahléi var komið á. „Í gær tók teymi Alþjóðaráðs Rauða krossins á móti þeim gíslum sem eftir voru á Gasa og flutti þá til Ísrael. Teymin fluttu einnig Palestínubúa úr haldi Ísraela til Gasa og Vesturbakkans. Hlutverk Rauða krossins í þessum aðgerðum er að vera hlutlaus milligönguaðili og tryggja að mannúð sé höfð að leiðarljósi,“ segir Gísli. Hann segir Rauða krossinn hafa mikla reynslu og þekkingu í slíkum aðgerðum en Rauði krossinn hefur tekið þátt í sambærilegum aðgerðum á svæðinu og greitt fyrir lausn tuga gísla og hundruða Palestínubúa frá 7. október 2023. Rétt svo að byrja „Mannúðaraðstoð er farin að streyma inn á Gasa undir merkjum egypska Rauða hálfmánans. En það er bara byrjunin. Það er okkar von að nú geti dreifing hjálpargagna; matvæla, vatns, lyfja, tjalda og annarra nauðsynja, hafist af fullum krafti og án hindrana. Fjölmörg mannúðarsamtök og ýmsar stofnanir um allan heim taka höndum saman í því verkefni. Í forgangi er að koma aðstoð til særðra, veikra, aldraðra og barna,“ segir Gísli. Hann segir þessar nauðsynjavörur þó alls ekki það eina sem þarf til. „Eins og við höfum séð á fréttamyndum frá til dæmis Gasaborg þá þarf stórvirkar vinnuvélar inn á svæðið til að ryðja burt rústum. Það þarf líka að laga innviði á borð við fráveitu- og vatnskerfi og koma á rafmagni að nýju. Í þessu verkefni munu sérfræðingar á vegum Alþjóðaráðs Rauða krossins taka mikinn þátt.“ Hann segir það gríðarstórt verkefni að aðstoða tvær milljónir manna eftir tveggja ára vopnuð átök og hungursneyð. „Að aðstoða tæpar tvær milljónir manna eftir tveggja ára vopnuð átök og hungursneyð í ofanálag síðustu mánuði krefst gríðarlegs skipulags og ítarlegrar útfærslu. Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa, allan sólarhringinn - mánuðum og jafnvel árum saman. Þannig verður hægt að bjarga mannslífum og byrja að aðstoða Gasabúa við að byggja upp líf sitt að nýju. Rykið er að setjast en það er aðeins byrjunin.“
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Félagasamtök Hjálparstarf Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fleiri fréttir Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Sjá meira