Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar 13. október 2025 21:01 Í bók sinni Tákn Mannsins frá sjöunda áratug síðustu aldar(e. Man and His Symbols) fjallaði geðlæknirinn Carl Jung m.a um trú meðal frumstæðra ættbálka á svokallaða runnasál. Slík sál er talin fylgjusál mannsins og hún holdgerist yfirleitt í villtu dýri eða plöntu. Sé sálin ákveðið dýr þá er dýrið talið bróðir mannsins og hann þykir öruggur gagnvart því; maður hvers runnasál er krókódíll getur synt öruggur með krókódílum og að sama skapi er maður hvers runnasál er tré talinn undir verndarvæng þess. Í báðum tilvikum hlýtur maðurinn skaða af sé holdgervingur runnasálarinnar skaðaður. Það má segja að hér sé vel lýst hinum ótrúlega þorsta sem einkennir hina síleitandi sál mannsins og þá samsömun sem við getum fundið með ólíklegustu hlutum. Trú frumbyggjanna er frumstæð en falleg. Þeir spegla sig í sköpunarverkinu og finna sál sinni samastað. Í nútímasamfélagi spegla menn sig sjaldan í sköpunarverkinu en þeir spegla sig þó stöðugt og hengja sál sína á hina ótrúlegustu hluti. Mér er enn í fersku minni grátur og gnístran tanna fólks þegar skyndibitakeðjan McDonalds yfirgaf Ísland stuttu eftir hrunið 2008. Áhugamenn um bandaríska matmenningu höfðu þá fest sál sína svo kyrfilega við staðinn að þeir mynduðu langa röð til að kyssa Ronald McDonald á munninn í síðasta sinn. Mér skilst að síðasti seldi hamborgarinn sé meira að segja varðveittur í glerkúpli eins og um helgigrip eða múmíu Leníns væri um að ræða. Síðar í bók sinni fjallar Jung um fyrirbæri sem mannfræðingar hafa tekið eftir víðast hvar þar sem frumstæðir ættbálkar komast í kynni við nútímasamfélög; fólk tapar tilgangi sínum, samheldni dvínar og siðferði brestur. Jung vildi meina að vestræn samfélög væru í sömu stöðu — við hefðum tapað tengslunum við trú, tákn og hið yfirnáttúrulega og sálir manna væru því á vergangi. Eftir að McDonalds hvarf frá Íslandi festu sálir manna sig við annan svipaðan mat af mikilli áfergju með þeim afleiðingum að Ísland er nú eitt feitasta land í heimi. En af hverju ætli það sé? Hvers vegna þrá menn af öllu hjarta að búa sál sinni samastað í íturvöxnum líkama? Ætli menn skynji ekki einfaldlega hið mikla tómarúm sem nútímasamfélagið hefur steypt þeim í og reyni í örvæntingu sinni að stækka líkama sinn með öllum ráðum. Í þeirri veiku von að það sé nóg til að fylla tómið. Höfundur er listamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í bók sinni Tákn Mannsins frá sjöunda áratug síðustu aldar(e. Man and His Symbols) fjallaði geðlæknirinn Carl Jung m.a um trú meðal frumstæðra ættbálka á svokallaða runnasál. Slík sál er talin fylgjusál mannsins og hún holdgerist yfirleitt í villtu dýri eða plöntu. Sé sálin ákveðið dýr þá er dýrið talið bróðir mannsins og hann þykir öruggur gagnvart því; maður hvers runnasál er krókódíll getur synt öruggur með krókódílum og að sama skapi er maður hvers runnasál er tré talinn undir verndarvæng þess. Í báðum tilvikum hlýtur maðurinn skaða af sé holdgervingur runnasálarinnar skaðaður. Það má segja að hér sé vel lýst hinum ótrúlega þorsta sem einkennir hina síleitandi sál mannsins og þá samsömun sem við getum fundið með ólíklegustu hlutum. Trú frumbyggjanna er frumstæð en falleg. Þeir spegla sig í sköpunarverkinu og finna sál sinni samastað. Í nútímasamfélagi spegla menn sig sjaldan í sköpunarverkinu en þeir spegla sig þó stöðugt og hengja sál sína á hina ótrúlegustu hluti. Mér er enn í fersku minni grátur og gnístran tanna fólks þegar skyndibitakeðjan McDonalds yfirgaf Ísland stuttu eftir hrunið 2008. Áhugamenn um bandaríska matmenningu höfðu þá fest sál sína svo kyrfilega við staðinn að þeir mynduðu langa röð til að kyssa Ronald McDonald á munninn í síðasta sinn. Mér skilst að síðasti seldi hamborgarinn sé meira að segja varðveittur í glerkúpli eins og um helgigrip eða múmíu Leníns væri um að ræða. Síðar í bók sinni fjallar Jung um fyrirbæri sem mannfræðingar hafa tekið eftir víðast hvar þar sem frumstæðir ættbálkar komast í kynni við nútímasamfélög; fólk tapar tilgangi sínum, samheldni dvínar og siðferði brestur. Jung vildi meina að vestræn samfélög væru í sömu stöðu — við hefðum tapað tengslunum við trú, tákn og hið yfirnáttúrulega og sálir manna væru því á vergangi. Eftir að McDonalds hvarf frá Íslandi festu sálir manna sig við annan svipaðan mat af mikilli áfergju með þeim afleiðingum að Ísland er nú eitt feitasta land í heimi. En af hverju ætli það sé? Hvers vegna þrá menn af öllu hjarta að búa sál sinni samastað í íturvöxnum líkama? Ætli menn skynji ekki einfaldlega hið mikla tómarúm sem nútímasamfélagið hefur steypt þeim í og reyni í örvæntingu sinni að stækka líkama sinn með öllum ráðum. Í þeirri veiku von að það sé nóg til að fylla tómið. Höfundur er listamaður.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun