„Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. október 2025 13:45 Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar. vísir/vilhelm Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar segir gagnrýni borgarfulltrúa á rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins vera ósanngjarna. Borgarfulltrúi segir illa farið með almannafé en formaður ráðsins bendir á að um þjónustu við borgarbúa sé að ræða. Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins harðlega í skoðanagrein á Vísi í gær. Það sé ekki góð nýting á fjármunum borgarbúa að Reykjavíkurborg hafi veitt rúmum 3,6 milljörðum til garðsins á tíu árum, reiknað að núvirði. Mikill metnaður í að gera Reykjavík skemmtilega Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar- og íþróttaráðs, ítrekar að um þjónustu fyrir borgarbúa sé að ræða. „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun að tala um hallarekstur. Rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins eins og önnur starfsemi borgarinnar er byggð á fjárheimildum sem er samþykkt í borgarstjórn á hverju ári og endurspeglar bara þá meðvituðu stefnu okkar að verja opinberu fé í menningu, í fræðslu og afþreyingarstarfsemi fyrir börn og barnafjölskyldur. Við leggjum mikinn metnað í að vera skemmtileg borg fyrir börn og barnafjölskyldur.“ Gestir garðsins á fallegum sumardegi.Reykjavíkurborg Friðjón segir reksturinn koma enn verr út þegar tekið er tillit til kostnaðar við svokallaða innri leigu sem er leiga sem garðurinn greiðir borginni. „Íþrótta- og menningarsvið hefur verið rekið réttu megin við núllið undanfarin ár og það er okkar stefna og metnaður að halda því. Innri leigan endurspeglar bara þann kostnað sem liggur í húsnæðinu og því að halda því við á hverjum tíma. Það er bara reiknuð stærð sem kemur inn og út í bókhaldinu.“ Stefna að því að hagræða rekstrinum frekar Það sé einnig mikilvægt að tryggja að garðurinn sé aðgengilegur sem flestum með tilliti til miðaverðs. Þá þurfi einnig að tryggja heilnæmi garðsins. Börn 6-12 ára greiða 1170 krónur fyrir aðgang að garðinum en aðrir 1700 krónur. Ókeypis er fyrir fimm ára og yngri. Frítt er fyrir elli- og örorkulífeyrisþegar gegn framvísun skírteinis. Reykjavíkurborg „Við erum að ráðast í stefnumótun fyrir garðinn. Við erum með það markmið að móta tillögur til að bæta þjónustuna enn frekar við barnafjölskyldur. Bæta aðstöðuna og við erum að fá tillögur um það í næsta mánuði sem við munum síðan taka til meðferðar.“ Sem dæmi nefnir Friðjón Skemmtigarðinn í Grafarvogi sem er einkarekinn en nær að skila hagnaði flest ár og hefur síðustu tvö ár haft meiri tekjur en húsdýragarðurinn. Skúli segir samanburðinn ósanngjarnan. Hoppað á ærslabelg í garðinum.Reykjavíkurborg „Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ekki einkafyrirtæki með gróðasjónarmið að leiðarljósi. Þetta er mikilvæg almannaþjónusta rétt eins og sundlaugarnar okkar. Við viljum bara standa vel að þessum rekstri til að gera borgina skemmtilega fyrir börn og fjölskyldur.“ Er það þess virði að reyna allavega að hagræða rekstrinum? „Við erum stanslaust að gera það. Það er liður í því að reka sviðið réttu megin við núllið. Við höfum einmitt gripið til aðgerða á undanförnum misserum til að draga úr kostnaðinum. Við munum halda því áfram.“ Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Rekstur hins opinbera Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Friðjón R. Friðjónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins harðlega í skoðanagrein á Vísi í gær. Það sé ekki góð nýting á fjármunum borgarbúa að Reykjavíkurborg hafi veitt rúmum 3,6 milljörðum til garðsins á tíu árum, reiknað að núvirði. Mikill metnaður í að gera Reykjavík skemmtilega Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður menningar- og íþróttaráðs, ítrekar að um þjónustu fyrir borgarbúa sé að ræða. „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun að tala um hallarekstur. Rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins eins og önnur starfsemi borgarinnar er byggð á fjárheimildum sem er samþykkt í borgarstjórn á hverju ári og endurspeglar bara þá meðvituðu stefnu okkar að verja opinberu fé í menningu, í fræðslu og afþreyingarstarfsemi fyrir börn og barnafjölskyldur. Við leggjum mikinn metnað í að vera skemmtileg borg fyrir börn og barnafjölskyldur.“ Gestir garðsins á fallegum sumardegi.Reykjavíkurborg Friðjón segir reksturinn koma enn verr út þegar tekið er tillit til kostnaðar við svokallaða innri leigu sem er leiga sem garðurinn greiðir borginni. „Íþrótta- og menningarsvið hefur verið rekið réttu megin við núllið undanfarin ár og það er okkar stefna og metnaður að halda því. Innri leigan endurspeglar bara þann kostnað sem liggur í húsnæðinu og því að halda því við á hverjum tíma. Það er bara reiknuð stærð sem kemur inn og út í bókhaldinu.“ Stefna að því að hagræða rekstrinum frekar Það sé einnig mikilvægt að tryggja að garðurinn sé aðgengilegur sem flestum með tilliti til miðaverðs. Þá þurfi einnig að tryggja heilnæmi garðsins. Börn 6-12 ára greiða 1170 krónur fyrir aðgang að garðinum en aðrir 1700 krónur. Ókeypis er fyrir fimm ára og yngri. Frítt er fyrir elli- og örorkulífeyrisþegar gegn framvísun skírteinis. Reykjavíkurborg „Við erum að ráðast í stefnumótun fyrir garðinn. Við erum með það markmið að móta tillögur til að bæta þjónustuna enn frekar við barnafjölskyldur. Bæta aðstöðuna og við erum að fá tillögur um það í næsta mánuði sem við munum síðan taka til meðferðar.“ Sem dæmi nefnir Friðjón Skemmtigarðinn í Grafarvogi sem er einkarekinn en nær að skila hagnaði flest ár og hefur síðustu tvö ár haft meiri tekjur en húsdýragarðurinn. Skúli segir samanburðinn ósanngjarnan. Hoppað á ærslabelg í garðinum.Reykjavíkurborg „Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ekki einkafyrirtæki með gróðasjónarmið að leiðarljósi. Þetta er mikilvæg almannaþjónusta rétt eins og sundlaugarnar okkar. Við viljum bara standa vel að þessum rekstri til að gera borgina skemmtilega fyrir börn og fjölskyldur.“ Er það þess virði að reyna allavega að hagræða rekstrinum? „Við erum stanslaust að gera það. Það er liður í því að reka sviðið réttu megin við núllið. Við höfum einmitt gripið til aðgerða á undanförnum misserum til að draga úr kostnaðinum. Við munum halda því áfram.“
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Rekstur hins opinbera Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira