Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar 13. október 2025 11:15 Þegar Donald Trump tilkynnti nýlega að neysla verkjalyfja á meðgöngu valdi einhverfu, var ég fullviss um hvað gerðist í kjölfarið. Þúsundir mæðra myndu finna mammviskubitið flæða yfir sig...og nánast án umhugsunar gera bókhald yfir hvert verkjalyf og vítamín sem þær gleyptu á meðgöngu. Þær myndu rýna tímasetningar, rannsaka fylgiseðla og gleypa svo mömmuskömmina í hljóði. Líkt og þær hafa gert í hundruð önnur skipti þegar spjót samfélagsins hafa beinst að þeim. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump uppgötvar að mæður „valda“ einhverfu, en málið er ekki bara Trump. Hluti vandans er að við erum sjálfar tilbúnar að meðtaka skömmina og gildi samfélagsins bjóða kynslóð eftir kynslóð kvenna upp á það. Lagið sem amma þín kann utan að Af hverju? Liggur svarið mögulega í viðhorfum sem við orðum sjaldan með beinum hætti. Samfélagslegum gildum sem pakkað er inn í falleg orð, sungið er um í lagatextum, grátið er yfir í bíómyndum. Dýrðarljómanum sem sveipað er yfir sögur um fórnfýsi mæðra og píslavætti, fórnfúst eðli móðurástarinnar. Þið þekkir þetta stef. Það birtist meðal annars í vinsælu dægulagi sem er spilað í útvarpsþáttum, sungið í kórum eldri borgara, flutt við jarðarfarir íslenskra kvenna. Íslenska konan, lagið sem við syngjum með stolti, dásamar konuna sem "allt fyrir aðra gleymdi sjálfri sér." Þetta er fallegur texti, en líka lýsing á klínískum geðheilbrigðisvanda. Að gleyma sjálfri sér er ekki dyggð, það er uppskrift að sjálfseyðingu. Þjónustustofnun með púls Síðast þegar ég heyrði þetta lag var í Bónus. Kona á mínum aldri söng með í lágum hljóðum í grænmetiskælinum: "...sem gefur þér allt sem hún á." "Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan sem ól þig og þér helgar sitt líf" Þá sló það mig: Við erum að syngja um konu sem gefur öðru fólki allt en biður um ekkert í staðinn. Lagið er í raun fjögurra mínútna lofgjörð um konu sem "þerraði tárin, þerraði blóð" og "gefur þér allt sem hún á." Í öðru samhengi væri þetta klínískt áhyggjuefni, en í íslensku dægurlagi dýrð. Ég á ekki töluna yfir skiptin sem ég hef sungið með, án umhugsunar, og fyllst þakklæti til allra kvennanna sem ruddu brautina sem ég bruna eftir. En kannski þess vegna ættum við að stoppa og spyrja: Af hverju finnst okkur þetta fallegt? Af hverju er þjáning dyggð? Sérstaklega þegar móðirin í þessu lagi er raunar ekki fullgild manneskja, heldur þjónustustofnun með púls. Píslavottar í aðsniðnum jakkafötum Íslenskt dægurlag er að sjálfsögðu ekki uppskrift að veruleika kvenna á Íslandi á 21. öldinni, en upplifun okkar og gagnrýnisleysi segir ýmislegt um þær dyggðir og gildi sem við tengjum við móðurhlutverkið enn í dag. Það er eins og við höfum ómeðvitað skilgreint að samasemmerki sé milli móðurástarinnar og þess að fórna sjálfri sér. Því meiri fórn, því meiri ást. Þessi hugmyndafræði er ekki ný. Hún á rætur í trúarbrögðum þar sem þjáning var leið til hreinsunar, í samfélögum þar sem konur áttu að þegja og þola. En af hverju höldum við í hana enn? Af hverju syngjum við lög um konur sem "fórna sér endalaust" eins og það sé eitthvað til að sækjast eftir? Jafnréttisþversögnin Þetta verður sérstaklega flókið á Íslandi þar sem við búum við eitt mesta kynjajafnrétti í heimi. Íslenskar konur eiga ekki bara að vera móðurdýrðlingjar, þær eiga líka að geta allt. Vera farsælar á framabrautinni OG fullkomnar mæður. Þrátt fyrir jafnan lagalegan rétt taka íslenskar mæður enn yfirgnæfandi hluta fæðingarorlofs. Nýlegar rannsóknir sýna að konur bera meiri ábyrgð á heimilistörfum og umönnun barna. Þær eru um 70% skjólstæðinga VIRK vegna kulnunar og álags...og þær eru að brenna út hraðar en aðrir hópar. Kannski er það vegna þess að við höfum bætt nýjum kröfum ofan á gömlu gildin. Nú eigum við að vera píslavottar í aðsniðnum jakkafötum. Rannsóknir vs. rómantík Mömmuskömmin er innbyggð í menninguna okkar, við syngjum um hana í lögum og hvíslumst á um hana á kaffistofum. Trump er bara að segja upphátt það sem dægurmenning og samfélagsleg gildi hafa lengi endurspeglað. Rannsóknir sýna að börn þrífast best þegar mæðrum þeirra líður vel. Þegar mæður hafa rými til að vera fullgildar manneskjur með eigin þarfir. Þegar þær eiga eitthvað, tíma, drauma og verkjatöflur. Lagið „Íslenska konan" endar á því að þegar móðirin deyr "þá lýtur þú höfði og tár falla á fold." Loksins er kominn tími til að viðurkenna fórnina. Kannski er kominn tími til að semja nýjan texta, þar sem íslenska konan gefur ást án þess að gefa allt sem hún á. Þar sem hún er fyrirmynd, ekki píslavottur. Þar sem hún á sig sjálf. Þar sem dætur hennar og synir læra að móðurást þarf ekki að kosta óhæfilega sjálfsfórn. Því þegar við kennum börnunum okkar að mammviskubitið og fórnin séu eðlilegur hluti af móðurhlutverkinu, að konur eigi að "gefa allt sem þær eiga" þá erum við að tryggja að þessi vítahringur haldi áfram. Og það er kannski stærsta syndin af þeim öllum. Höfundur er sérfræðingur í farsæld og réttindum barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjördís Eva Þórðardóttir Börn og uppeldi Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Sjá meira
Þegar Donald Trump tilkynnti nýlega að neysla verkjalyfja á meðgöngu valdi einhverfu, var ég fullviss um hvað gerðist í kjölfarið. Þúsundir mæðra myndu finna mammviskubitið flæða yfir sig...og nánast án umhugsunar gera bókhald yfir hvert verkjalyf og vítamín sem þær gleyptu á meðgöngu. Þær myndu rýna tímasetningar, rannsaka fylgiseðla og gleypa svo mömmuskömmina í hljóði. Líkt og þær hafa gert í hundruð önnur skipti þegar spjót samfélagsins hafa beinst að þeim. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump uppgötvar að mæður „valda“ einhverfu, en málið er ekki bara Trump. Hluti vandans er að við erum sjálfar tilbúnar að meðtaka skömmina og gildi samfélagsins bjóða kynslóð eftir kynslóð kvenna upp á það. Lagið sem amma þín kann utan að Af hverju? Liggur svarið mögulega í viðhorfum sem við orðum sjaldan með beinum hætti. Samfélagslegum gildum sem pakkað er inn í falleg orð, sungið er um í lagatextum, grátið er yfir í bíómyndum. Dýrðarljómanum sem sveipað er yfir sögur um fórnfýsi mæðra og píslavætti, fórnfúst eðli móðurástarinnar. Þið þekkir þetta stef. Það birtist meðal annars í vinsælu dægulagi sem er spilað í útvarpsþáttum, sungið í kórum eldri borgara, flutt við jarðarfarir íslenskra kvenna. Íslenska konan, lagið sem við syngjum með stolti, dásamar konuna sem "allt fyrir aðra gleymdi sjálfri sér." Þetta er fallegur texti, en líka lýsing á klínískum geðheilbrigðisvanda. Að gleyma sjálfri sér er ekki dyggð, það er uppskrift að sjálfseyðingu. Þjónustustofnun með púls Síðast þegar ég heyrði þetta lag var í Bónus. Kona á mínum aldri söng með í lágum hljóðum í grænmetiskælinum: "...sem gefur þér allt sem hún á." "Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan sem ól þig og þér helgar sitt líf" Þá sló það mig: Við erum að syngja um konu sem gefur öðru fólki allt en biður um ekkert í staðinn. Lagið er í raun fjögurra mínútna lofgjörð um konu sem "þerraði tárin, þerraði blóð" og "gefur þér allt sem hún á." Í öðru samhengi væri þetta klínískt áhyggjuefni, en í íslensku dægurlagi dýrð. Ég á ekki töluna yfir skiptin sem ég hef sungið með, án umhugsunar, og fyllst þakklæti til allra kvennanna sem ruddu brautina sem ég bruna eftir. En kannski þess vegna ættum við að stoppa og spyrja: Af hverju finnst okkur þetta fallegt? Af hverju er þjáning dyggð? Sérstaklega þegar móðirin í þessu lagi er raunar ekki fullgild manneskja, heldur þjónustustofnun með púls. Píslavottar í aðsniðnum jakkafötum Íslenskt dægurlag er að sjálfsögðu ekki uppskrift að veruleika kvenna á Íslandi á 21. öldinni, en upplifun okkar og gagnrýnisleysi segir ýmislegt um þær dyggðir og gildi sem við tengjum við móðurhlutverkið enn í dag. Það er eins og við höfum ómeðvitað skilgreint að samasemmerki sé milli móðurástarinnar og þess að fórna sjálfri sér. Því meiri fórn, því meiri ást. Þessi hugmyndafræði er ekki ný. Hún á rætur í trúarbrögðum þar sem þjáning var leið til hreinsunar, í samfélögum þar sem konur áttu að þegja og þola. En af hverju höldum við í hana enn? Af hverju syngjum við lög um konur sem "fórna sér endalaust" eins og það sé eitthvað til að sækjast eftir? Jafnréttisþversögnin Þetta verður sérstaklega flókið á Íslandi þar sem við búum við eitt mesta kynjajafnrétti í heimi. Íslenskar konur eiga ekki bara að vera móðurdýrðlingjar, þær eiga líka að geta allt. Vera farsælar á framabrautinni OG fullkomnar mæður. Þrátt fyrir jafnan lagalegan rétt taka íslenskar mæður enn yfirgnæfandi hluta fæðingarorlofs. Nýlegar rannsóknir sýna að konur bera meiri ábyrgð á heimilistörfum og umönnun barna. Þær eru um 70% skjólstæðinga VIRK vegna kulnunar og álags...og þær eru að brenna út hraðar en aðrir hópar. Kannski er það vegna þess að við höfum bætt nýjum kröfum ofan á gömlu gildin. Nú eigum við að vera píslavottar í aðsniðnum jakkafötum. Rannsóknir vs. rómantík Mömmuskömmin er innbyggð í menninguna okkar, við syngjum um hana í lögum og hvíslumst á um hana á kaffistofum. Trump er bara að segja upphátt það sem dægurmenning og samfélagsleg gildi hafa lengi endurspeglað. Rannsóknir sýna að börn þrífast best þegar mæðrum þeirra líður vel. Þegar mæður hafa rými til að vera fullgildar manneskjur með eigin þarfir. Þegar þær eiga eitthvað, tíma, drauma og verkjatöflur. Lagið „Íslenska konan" endar á því að þegar móðirin deyr "þá lýtur þú höfði og tár falla á fold." Loksins er kominn tími til að viðurkenna fórnina. Kannski er kominn tími til að semja nýjan texta, þar sem íslenska konan gefur ást án þess að gefa allt sem hún á. Þar sem hún er fyrirmynd, ekki píslavottur. Þar sem hún á sig sjálf. Þar sem dætur hennar og synir læra að móðurást þarf ekki að kosta óhæfilega sjálfsfórn. Því þegar við kennum börnunum okkar að mammviskubitið og fórnin séu eðlilegur hluti af móðurhlutverkinu, að konur eigi að "gefa allt sem þær eiga" þá erum við að tryggja að þessi vítahringur haldi áfram. Og það er kannski stærsta syndin af þeim öllum. Höfundur er sérfræðingur í farsæld og réttindum barna.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar