Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar 12. október 2025 13:30 Bein framlög borgarbúa til reksturs Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa numið rúmum 3,6 milljörðum síðustu tíu árin, núvirt. Núvirt framlag Reykvíkinga til garðsins stefnir í tæpa 7 milljarða frá aldamótum. Það getur ekki þótt góð nýting fjármuna borgarbúa að rekstur garðsins sé með svo miklum halla að það hlaupi á hundruðum milljóna ár hvert. 5,5 milljarða halli á tíu árum Í þeim tölum sem nefndar eru að ofan er ekki tekið tillit til kostnaðar við svokallaða innri leigu, eða þá leigu sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn greiðir borginni. Það er að segja þeirra fjármuna sem fluttir eru úr einum vasa í annan í bókhaldi borgarinnar. Rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins lítur enn verr út þegar leigan er tekin með í reikninginn. Heildarhalli rekstrarins hefur numið 5,5 milljörðum króna síðastliðin tíu ár, að teknu tilliti til núvirðingar hvers árs miðað við vísitölu neysluverðs. Síðustu 25 ár hefur uppsafnaður og núvirtur halli numið rúmum 9 milljörðum króna. Velviljinn er mikill Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn nýtur mikils velvilja borgarbúa og hefur menningar- og fræðslugildi sem skiptir máli. En Reykjavíkurborg hefur ekki sett sér skýra stefnu um hvernig tryggja megi sjálfbæran rekstur hans. Engar markvissar aðgerðir virðast hafa verið ráðist í til að draga úr halla eða auka tekjur, þrátt fyrir áratugalangan taprekstur sem bendir til kerfisbundins vanda. Lægri tekjur en Skemmtigarðurinn í Grafarvogi Síðustu tvö ár hafa tekjur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins dregist saman; tekjur ársins 2024 voru þannig að raungildi aðeins helmingur tekna ársins 2022. Skemmtigarðurinn í Grafarvogi er einkarekin þjónusta sem býður upp á alls kyns afþreyingu fyrir fólk á öllum aldri á mun minna svæði en það sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hefur til umráða. Samt tekst Skemmtigarðinum í Grafarvogi að skila smá hagnaði flest ár og hefur síðustu tvö ár haft meiri tekjur en Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn. Þróunin á þessu kjörtímabili hefur því verið til verri vegar, en rekstrarvandi garðsins er langvarandi og umtalsverður. Perla borgarinnar Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ein af perlum borgarinnar eða ætti að vera það. Það er sannarlega ekki um auðugan garð að gresja fyrir foreldra sem vilja finna ódýra og uppbyggilega afþreyingu fyrir börn í borginni. En við hljótum að gera þá kröfu að reksturinn sé sjálfbær eða sem næst því. Mikilvægt er því að endurskoða rekstur garðsins þannig að þessi perla í borginni nýtist áfram sem uppspretta ánægju og fræðslu, en aðhalds og ráðdeildar verði gætt í rekstri. Það frumkvæði mun ekki koma frá núverandi meirihluta eða neinum meirihluta sem Samfylkingin veitir forstöðu. Það er kominn tími til að sá flokkur fái frí frá stjórn borgarinnar og að sópað verði úr skúmaskotum Samfylkingarinnar í borgarkerfinu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðjón Friðjónsson Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Bein framlög borgarbúa til reksturs Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa numið rúmum 3,6 milljörðum síðustu tíu árin, núvirt. Núvirt framlag Reykvíkinga til garðsins stefnir í tæpa 7 milljarða frá aldamótum. Það getur ekki þótt góð nýting fjármuna borgarbúa að rekstur garðsins sé með svo miklum halla að það hlaupi á hundruðum milljóna ár hvert. 5,5 milljarða halli á tíu árum Í þeim tölum sem nefndar eru að ofan er ekki tekið tillit til kostnaðar við svokallaða innri leigu, eða þá leigu sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn greiðir borginni. Það er að segja þeirra fjármuna sem fluttir eru úr einum vasa í annan í bókhaldi borgarinnar. Rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins lítur enn verr út þegar leigan er tekin með í reikninginn. Heildarhalli rekstrarins hefur numið 5,5 milljörðum króna síðastliðin tíu ár, að teknu tilliti til núvirðingar hvers árs miðað við vísitölu neysluverðs. Síðustu 25 ár hefur uppsafnaður og núvirtur halli numið rúmum 9 milljörðum króna. Velviljinn er mikill Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn nýtur mikils velvilja borgarbúa og hefur menningar- og fræðslugildi sem skiptir máli. En Reykjavíkurborg hefur ekki sett sér skýra stefnu um hvernig tryggja megi sjálfbæran rekstur hans. Engar markvissar aðgerðir virðast hafa verið ráðist í til að draga úr halla eða auka tekjur, þrátt fyrir áratugalangan taprekstur sem bendir til kerfisbundins vanda. Lægri tekjur en Skemmtigarðurinn í Grafarvogi Síðustu tvö ár hafa tekjur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins dregist saman; tekjur ársins 2024 voru þannig að raungildi aðeins helmingur tekna ársins 2022. Skemmtigarðurinn í Grafarvogi er einkarekin þjónusta sem býður upp á alls kyns afþreyingu fyrir fólk á öllum aldri á mun minna svæði en það sem Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn hefur til umráða. Samt tekst Skemmtigarðinum í Grafarvogi að skila smá hagnaði flest ár og hefur síðustu tvö ár haft meiri tekjur en Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn. Þróunin á þessu kjörtímabili hefur því verið til verri vegar, en rekstrarvandi garðsins er langvarandi og umtalsverður. Perla borgarinnar Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er ein af perlum borgarinnar eða ætti að vera það. Það er sannarlega ekki um auðugan garð að gresja fyrir foreldra sem vilja finna ódýra og uppbyggilega afþreyingu fyrir börn í borginni. En við hljótum að gera þá kröfu að reksturinn sé sjálfbær eða sem næst því. Mikilvægt er því að endurskoða rekstur garðsins þannig að þessi perla í borginni nýtist áfram sem uppspretta ánægju og fræðslu, en aðhalds og ráðdeildar verði gætt í rekstri. Það frumkvæði mun ekki koma frá núverandi meirihluta eða neinum meirihluta sem Samfylkingin veitir forstöðu. Það er kominn tími til að sá flokkur fái frí frá stjórn borgarinnar og að sópað verði úr skúmaskotum Samfylkingarinnar í borgarkerfinu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar