Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson og Lilja S. Jónsdóttir skrifa 11. október 2025 14:01 Sumum kynni að finnast þetta vera furðuleg spurning, við erum jú með Alþingi og ríkisstjórn í umboði þess og borgarstjórn í Reykjavík og sveitarstjórnir um allt land. En Vegagerðin var að senda frá sér litla fréttatilkynningu á vef sínum með sinni eigin spurningu: „Sundabraut: Brú eða göng?“ Vegagerðin svarar þessari spurningu eindregið með því að segja brú og það þótt samráðsferli við íbúa sé ekki lokið, umhverfismat ekki komið fram og meira að segja valdhafar á Íslandi, Alþingi, ríkisstjórn, innviðaráðherra og borgarstjórn hafi ekki kveðið upp úr um það. Það er því ekki að furða að spurt sé hver sé við völd í þessu landi þegar kemur að samgönguframkvæmdum. Undirrituð eru í samráðshópi um Sundabraut fyrir hönd Íbúasamtaka Laugardals og það verður að segjast að þessi spunatilkynning Vegagerðar ríkisins kom meira að segja okkur á óvart og höfum við þó kynnst vafasömum aðferðum hennar á opinberum vettvangi áður. Efnislega er tilkynningin mjög athyglisverð, svo ekki sé meira sagt. Það er ekki orði minnst á áhrifin á Laugardalshverfi eða Sundahöfn og síðan er fullyrt, án nokkurra raka að þetta verði „betri tenging fyrir Grafarvogsbúa“, þ.e. brú frekar en göng. Það er alveg víst að þessi tenging á eftir að verða fjölfarin leið stórra flutningabíla framhjá og í gegnum Grafarvog. Sú fullyrðing að „ekki er fyrirséð að umferð úr öðrum hverfum leiti í gegnum Grafarvog til að komast í gegnum brúna“ er besta falli hæpin og vafalaust röng. Með tvennum mislægum gatnamótum við Hallsveg og Borgarveg er áreiðanlegt að umferð á eftir að leita í gegnum Grafarvog í báðar áttir. Það munu miklu fleiri en Grafarvogsbúar finna þessa tengingu og umferð um Grafarvog ykist umtalsvert. Þetta myndi mjög fljótt kalla á tvöföldun Hallsvegar. Gangalausnin leiðir hins vegar mestu umferðina neðanjarðar framhjá Grafarvogi og samt sem áður geta íbúar hverfisins nýtt sér göngin til leiðarstyttingar til miðborgarinnar. Einnig er hæpið að halda því fram á hábrú bæti við möguleikum fyrir hjólandi og gangandi; það verða fáir sem leggja leið sína yfir hábrú óvarðir fyrir veðri og vindum, auk þess sem að það er nú þegar til brúuð hjólaleið við Geirsnef á milli hverfa. Enn frekari athygli vekur að fyrirhugað sé að leiða umferð „ofan á stokki á Sæbraut sem nær frá Holtavegi norður fyrir Sægarða“; við spyrjum, er sem sagt fyrirhugað að byggja annan Sæbrautarstokk norðan við Holtaveg? Hefur þetta verið skrifað í Samgöngusáttmálann eða samþykkt af valdhöfum yfirleitt? Íbúar í Laugardalshverfi munu ekki sætta sig við að Vegagerðin reki hraðbrautarbrú beint inn hverfið þeirra mótmælalaust og við spyrjum hver ræður þessum málum hér á landi, er það stofnun á vegum ríkisins eða lýðræðislega kjörnir valdhafar? Það er ekki verkefni Vegagerðarinnar að eyðileggja gróin hverfi borgarinnar. Verkefni Vegagerðarinnar er að framkvæma með hagsmuni allra íbúa fyrir brjósti og þeim er vel unnt að ná með Sundagöngum. Lilja S. Jónsdóttirer formaður Íbúasamtaka Laugardals og Gauti Kristmannsson er varaformaður ÍL Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Skipulag Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Sumum kynni að finnast þetta vera furðuleg spurning, við erum jú með Alþingi og ríkisstjórn í umboði þess og borgarstjórn í Reykjavík og sveitarstjórnir um allt land. En Vegagerðin var að senda frá sér litla fréttatilkynningu á vef sínum með sinni eigin spurningu: „Sundabraut: Brú eða göng?“ Vegagerðin svarar þessari spurningu eindregið með því að segja brú og það þótt samráðsferli við íbúa sé ekki lokið, umhverfismat ekki komið fram og meira að segja valdhafar á Íslandi, Alþingi, ríkisstjórn, innviðaráðherra og borgarstjórn hafi ekki kveðið upp úr um það. Það er því ekki að furða að spurt sé hver sé við völd í þessu landi þegar kemur að samgönguframkvæmdum. Undirrituð eru í samráðshópi um Sundabraut fyrir hönd Íbúasamtaka Laugardals og það verður að segjast að þessi spunatilkynning Vegagerðar ríkisins kom meira að segja okkur á óvart og höfum við þó kynnst vafasömum aðferðum hennar á opinberum vettvangi áður. Efnislega er tilkynningin mjög athyglisverð, svo ekki sé meira sagt. Það er ekki orði minnst á áhrifin á Laugardalshverfi eða Sundahöfn og síðan er fullyrt, án nokkurra raka að þetta verði „betri tenging fyrir Grafarvogsbúa“, þ.e. brú frekar en göng. Það er alveg víst að þessi tenging á eftir að verða fjölfarin leið stórra flutningabíla framhjá og í gegnum Grafarvog. Sú fullyrðing að „ekki er fyrirséð að umferð úr öðrum hverfum leiti í gegnum Grafarvog til að komast í gegnum brúna“ er besta falli hæpin og vafalaust röng. Með tvennum mislægum gatnamótum við Hallsveg og Borgarveg er áreiðanlegt að umferð á eftir að leita í gegnum Grafarvog í báðar áttir. Það munu miklu fleiri en Grafarvogsbúar finna þessa tengingu og umferð um Grafarvog ykist umtalsvert. Þetta myndi mjög fljótt kalla á tvöföldun Hallsvegar. Gangalausnin leiðir hins vegar mestu umferðina neðanjarðar framhjá Grafarvogi og samt sem áður geta íbúar hverfisins nýtt sér göngin til leiðarstyttingar til miðborgarinnar. Einnig er hæpið að halda því fram á hábrú bæti við möguleikum fyrir hjólandi og gangandi; það verða fáir sem leggja leið sína yfir hábrú óvarðir fyrir veðri og vindum, auk þess sem að það er nú þegar til brúuð hjólaleið við Geirsnef á milli hverfa. Enn frekari athygli vekur að fyrirhugað sé að leiða umferð „ofan á stokki á Sæbraut sem nær frá Holtavegi norður fyrir Sægarða“; við spyrjum, er sem sagt fyrirhugað að byggja annan Sæbrautarstokk norðan við Holtaveg? Hefur þetta verið skrifað í Samgöngusáttmálann eða samþykkt af valdhöfum yfirleitt? Íbúar í Laugardalshverfi munu ekki sætta sig við að Vegagerðin reki hraðbrautarbrú beint inn hverfið þeirra mótmælalaust og við spyrjum hver ræður þessum málum hér á landi, er það stofnun á vegum ríkisins eða lýðræðislega kjörnir valdhafar? Það er ekki verkefni Vegagerðarinnar að eyðileggja gróin hverfi borgarinnar. Verkefni Vegagerðarinnar er að framkvæma með hagsmuni allra íbúa fyrir brjósti og þeim er vel unnt að ná með Sundagöngum. Lilja S. Jónsdóttirer formaður Íbúasamtaka Laugardals og Gauti Kristmannsson er varaformaður ÍL
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar