Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar 10. október 2025 08:32 Þann tíma sem ég hef setið á þingi hef ég lagt fram nokkur mál sem hafa þann einfalda en mikilvæga tilgang að vilja aðstoða fólk við að eignast börn. Það er ekki öllum gefið og reynist ýmsum erfitt og þá þarf fólk að leita á náðir tækninnar. Sem betur fer erum við svo lánsöm að eiga þá tækni en regluramminn gerir fólki óþarflega erfitt fyrir. Nokkur mál í þessum viðkvæma málaflokki hafa þokast áfram undanfarin ár sem ég er glöð af hafa átt minn þátt í en betur má ef duga skal. Ég mun því mæla fyrir máli bráðlega hvað varðar greiðsluþátttöku ríkisins í því kostnaðarsama ferli sem tæknifrjóvgun er bæði hérlendis og erlendis, og hvernig sú niðurgreiðsla ríkisins getur verið bæði skynsamlegri og sanngjarnari en í núgildandi kerfi. Annað er það mál sem ég mælti fyrir í fjórða sinn á þingi í gær sem lýtur að því að reglurnar séu fólki meira til aðstoðar þegar engin ástæða er til annars. Aukum frelsi og sjálfsákvörðunarrétt sambúðarskyldu Málið snýst að einum þætti um að auka frelsi og sjálfsákvörðunarrétt fólks með því að aftengja skyldu til sambúðar fyrir það fólk sem hyggst leita sér tæknifrjóvgunar. Við vitum sem er að úti í samfélaginu, til að mynda á börum bæjarins með öllu tilheyrandi, er hið opinbera ekki að skipta sér af því hverjir eignast barn saman. Það er því engin ástæðu til að hið opinbera þurfi að skipta sér af því að ef fólk þarf aðstoð við að eignast barn verði það að vera í sambúð. Réttindi barnsins kýrskýr Í slíkum aðstæðum þyrfti þó alltaf að passa upp á réttindi barnsins. Það er því skýrt tekið á því í frumvarpinu að ef fólk sem er ekki í sambúð eða hjónabandi vill eignast barn saman þá verður að fylgja með vottað samþykki tilvonandi foreldra af til þess bærum yfirvöldum. Ég þykist vita af þessum anga málsins hefur verið mætt með áhyggjum af hagsmunum barnsins. Ég geri ekki lítið úr þeirri gagnrýni en hún kemur mér þó ekki á óvart. Í þau 30 ár sem þessi löggjöf hefur verið að þróast hefur hún bæði breyst mikið og henni alltaf fylgt áhyggjur. Löggjöfin fer batnandi Samkynhneigðir máttu til að mynda lengi vel ekki fara í tæknifrjóvgun, einstæðar mæður ekki heldur og systir viðkomandi tilvonandi móður mátti ekki gefa henni eggið sitt; öll þessi atriði höfðu það eitt sameiginlegt að fólk hafði áhyggjur af hagsmunum barnanna í þessum aðstæðum. Svo þróast lífið og viðmiðin breytast og við sjáum smám saman að óttinn var ástæðulaus. Það er enda mín bjargfasta trú að það fólk sem vill svo gjarnan verða foreldrar að það er til í að leggja á sig öll þau óþægindi og kostnað við að fara í tæknifrjóvgun, gera það aldrei að leik sínum. Ég trúi því líka að þeir sem vilja svo gjarnan verða foreldrar, verða góðir foreldrar. Gefum fósturvísa þeim sem þurfa Annar þáttur frumvarpsins er að afnema algert bann núgildandi laga við að gefa fósturvísa. Það eru engin haldbær rök fyrir því að annars vegar megi gefa sæði og hins vegar egg en ekki megi gefa sæði og egg sem þegar það er orðið að lífvænlegum fósturvísi. Þrátt fyrir að blessunarlega séu það ekki margir sem eru í þessari stöðu að þurfa fósturvísi en ekki eingöngu kynfrumur, þá er fyrir það fólk í þeirri stöðu dýrmætara en gull að fá þá aðstoð. Ég vona að frumvarpið nái fram að ganga en ef ég þarf að flytja það í fimmta sinn þá mun ég gera það. Ríkið og reglur þess eiga að aðstoða fólk við að búa til börn, ekki gera þeim það óþarflega erfitt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Hildur Sverrisdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Þann tíma sem ég hef setið á þingi hef ég lagt fram nokkur mál sem hafa þann einfalda en mikilvæga tilgang að vilja aðstoða fólk við að eignast börn. Það er ekki öllum gefið og reynist ýmsum erfitt og þá þarf fólk að leita á náðir tækninnar. Sem betur fer erum við svo lánsöm að eiga þá tækni en regluramminn gerir fólki óþarflega erfitt fyrir. Nokkur mál í þessum viðkvæma málaflokki hafa þokast áfram undanfarin ár sem ég er glöð af hafa átt minn þátt í en betur má ef duga skal. Ég mun því mæla fyrir máli bráðlega hvað varðar greiðsluþátttöku ríkisins í því kostnaðarsama ferli sem tæknifrjóvgun er bæði hérlendis og erlendis, og hvernig sú niðurgreiðsla ríkisins getur verið bæði skynsamlegri og sanngjarnari en í núgildandi kerfi. Annað er það mál sem ég mælti fyrir í fjórða sinn á þingi í gær sem lýtur að því að reglurnar séu fólki meira til aðstoðar þegar engin ástæða er til annars. Aukum frelsi og sjálfsákvörðunarrétt sambúðarskyldu Málið snýst að einum þætti um að auka frelsi og sjálfsákvörðunarrétt fólks með því að aftengja skyldu til sambúðar fyrir það fólk sem hyggst leita sér tæknifrjóvgunar. Við vitum sem er að úti í samfélaginu, til að mynda á börum bæjarins með öllu tilheyrandi, er hið opinbera ekki að skipta sér af því hverjir eignast barn saman. Það er því engin ástæðu til að hið opinbera þurfi að skipta sér af því að ef fólk þarf aðstoð við að eignast barn verði það að vera í sambúð. Réttindi barnsins kýrskýr Í slíkum aðstæðum þyrfti þó alltaf að passa upp á réttindi barnsins. Það er því skýrt tekið á því í frumvarpinu að ef fólk sem er ekki í sambúð eða hjónabandi vill eignast barn saman þá verður að fylgja með vottað samþykki tilvonandi foreldra af til þess bærum yfirvöldum. Ég þykist vita af þessum anga málsins hefur verið mætt með áhyggjum af hagsmunum barnsins. Ég geri ekki lítið úr þeirri gagnrýni en hún kemur mér þó ekki á óvart. Í þau 30 ár sem þessi löggjöf hefur verið að þróast hefur hún bæði breyst mikið og henni alltaf fylgt áhyggjur. Löggjöfin fer batnandi Samkynhneigðir máttu til að mynda lengi vel ekki fara í tæknifrjóvgun, einstæðar mæður ekki heldur og systir viðkomandi tilvonandi móður mátti ekki gefa henni eggið sitt; öll þessi atriði höfðu það eitt sameiginlegt að fólk hafði áhyggjur af hagsmunum barnanna í þessum aðstæðum. Svo þróast lífið og viðmiðin breytast og við sjáum smám saman að óttinn var ástæðulaus. Það er enda mín bjargfasta trú að það fólk sem vill svo gjarnan verða foreldrar að það er til í að leggja á sig öll þau óþægindi og kostnað við að fara í tæknifrjóvgun, gera það aldrei að leik sínum. Ég trúi því líka að þeir sem vilja svo gjarnan verða foreldrar, verða góðir foreldrar. Gefum fósturvísa þeim sem þurfa Annar þáttur frumvarpsins er að afnema algert bann núgildandi laga við að gefa fósturvísa. Það eru engin haldbær rök fyrir því að annars vegar megi gefa sæði og hins vegar egg en ekki megi gefa sæði og egg sem þegar það er orðið að lífvænlegum fósturvísi. Þrátt fyrir að blessunarlega séu það ekki margir sem eru í þessari stöðu að þurfa fósturvísi en ekki eingöngu kynfrumur, þá er fyrir það fólk í þeirri stöðu dýrmætara en gull að fá þá aðstoð. Ég vona að frumvarpið nái fram að ganga en ef ég þarf að flytja það í fimmta sinn þá mun ég gera það. Ríkið og reglur þess eiga að aðstoða fólk við að búa til börn, ekki gera þeim það óþarflega erfitt. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar