Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar 9. október 2025 17:32 Lungnakrabbamein er sú tegund krabbameins sem dregur flesta til dauða á heimsvísu, bæði konur og karla. Flest tilfelli má rekja til reykinga, en í nýjustu rannsóknum hefur sjónum verið beint að öðrum aðferðum til nikótínneyslu, sérstaklega rafsígarettum (vape) og nikótínpúðum. Þessar vörur eru oft markaðssettar sem „öruggari valkostir“, en sífellt fleiri gögn sýna að þær eru alls ekki saklausar og þau sem blanda sígarettu- og rafsígarettureykingum eru, samkvæmt American Cancer Society, allt að 8 sinnum líklegri til að fá lungnakrabbamein en þau sem nota hvorugt. Þessi samsetning veldur meiri skaða á frumum lungna og eykur útsetningu fyrir hættulegum efnum. Nikótín sem áhættuvaldur Nikótín veldur eitt og sér ekki krabbameini, en það getur haft áhrif á það hvernig æxli vaxa og dreifast. Það getur örvað frumuskiptingu, bælt ónæmiskerfið og ýtt undir myndun nýrra æða sem nærir æxli. Rannsóknir hafa einnig sýnt að nikótín getur breytt starfsemi taugakerfisins, og virkar í raun sem taugaeitur við vissar aðstæður. Því er ljóst að nikótín, þó að það sé ekki beinn krabbameinsvaldur, getur gert krabbameini auðveldara að skjóta rótum og breiðast út. Þótt rafsígarettur framleiði ekki tóbaksreyk, losa þær samt krabbameinsvaldandi efni eins og formaldehýð, nitrosamína og þungmálma. Það á líka við um nikótínpúða, þeir innihalda, samkvæmt rannsóknum, að meðaltali 17 eiturefni og eins og rafsígaretturnar innihalda þeir langoftast formaldehýð og þungmálma (nikkel, arsenik o.fl.). Notkun á nikótínpúðum hefur aukist gríðarlega síðustu ár, en það sem fólk áttar sig oft ekki á er að þeir innihalda oft hátt magn nikótíns, oft allt að 20 mg/ml. Töluvert meira en í hefðbundnum sígarettum og nikótínlyfjum. Það sama á við um rafsígaretturnar. Þessar vörur voru ekki hannaðar sem aðstoð við að hætta tóbaksnotkun, heldur sem nýjar neysluvörur sem halda fólki í nikótínfíkn. Framleiðendur hafa ítrekað aðlagað sig að breyttri löggjöf með nýjum útfærslum, en efnið og áhættan er sú sama. Við sjáum nú söguna endurtaka sig, vörurnar í nýjum umbúðum með litríkum glansmyndum og bragðefnum sem höfðar ekki síst til kvenna og ungs fólks. Konur nota nikótín meira og á annan hátt en áður Gögn frá Embætti landlæknis og Íslensku æskulýðsrannsókninni sýna að þótt reykingar kvenna fari minnkandi, þá sé nikótínnotkun kvenna í öðrum formum í mikilli sókn, sérstaklega á aldrinum 18–34 ára. Athyglisverð staðreynd er að 27% kvenna í þessum aldurshópi nota nikótínpúða, sem er sambærilegt við notkun karla á sama aldri. Einnig kemur fram að ungar stúlkur í grunn- og framhaldsskólum nota nú rafsígarettur og púða í síauknum mæli. Þessi þróun vekur upp alvarlegar spurningar um langtímaáhrif nikótíns á taugakerfi, áhrif á fósturþroska og framtíðarheilsu kvenna. Konur kunna að vera sérstaklega viðkvæmar fyrir áhrifum nikótíns vegna hormónabreytinga, tengsla við hormónatengd krabbamein, og vegna áhrifa á frjósemi og fósturþroska. Nikótín fer auðveldlega yfir fylgju og getur haft varanleg áhrif á þroska barns, bæði fyrir og eftir fæðingu. Því er brýnt að varast nikótínnotkun á meðgöngu og meðan brjóstagjöf stendur yfir. Verum gagnrýnin og veljum heilsuna Það er engin „örugg“ leið til að neyta nikótíns. Hvorki rafsígarettur né nikótínpúðar eru lausn, heldur hluti af sama gamla vandamálinu. Þessar vörur viðhalda fíkn, auka krabbameinsáhættu og setja ungar konur í hættu á að skaða heilsu sína. Ef vilji er til að hætta, leitum þá aðstoðar og fræðslu, það eru til úrræði sem virka, en það þarf vilja og stuðning. Nýja tískan í nikótínnotkun er ekki frelsi, hún er gildra. Ekki falla fyrir gömlum brögðum, nýjar vörur eins og rafsígarettur og nikótínpúðar eru ekki lausnin, þær eru ný útgáfa af gömlu vandamáli. Leyfum þeim ekki að njóta vafans. Höfundur er sérfræðingur í tóbaks- og nikótínvörnum hjá Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tóbak Krabbamein Heilsa Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Lungnakrabbamein er sú tegund krabbameins sem dregur flesta til dauða á heimsvísu, bæði konur og karla. Flest tilfelli má rekja til reykinga, en í nýjustu rannsóknum hefur sjónum verið beint að öðrum aðferðum til nikótínneyslu, sérstaklega rafsígarettum (vape) og nikótínpúðum. Þessar vörur eru oft markaðssettar sem „öruggari valkostir“, en sífellt fleiri gögn sýna að þær eru alls ekki saklausar og þau sem blanda sígarettu- og rafsígarettureykingum eru, samkvæmt American Cancer Society, allt að 8 sinnum líklegri til að fá lungnakrabbamein en þau sem nota hvorugt. Þessi samsetning veldur meiri skaða á frumum lungna og eykur útsetningu fyrir hættulegum efnum. Nikótín sem áhættuvaldur Nikótín veldur eitt og sér ekki krabbameini, en það getur haft áhrif á það hvernig æxli vaxa og dreifast. Það getur örvað frumuskiptingu, bælt ónæmiskerfið og ýtt undir myndun nýrra æða sem nærir æxli. Rannsóknir hafa einnig sýnt að nikótín getur breytt starfsemi taugakerfisins, og virkar í raun sem taugaeitur við vissar aðstæður. Því er ljóst að nikótín, þó að það sé ekki beinn krabbameinsvaldur, getur gert krabbameini auðveldara að skjóta rótum og breiðast út. Þótt rafsígarettur framleiði ekki tóbaksreyk, losa þær samt krabbameinsvaldandi efni eins og formaldehýð, nitrosamína og þungmálma. Það á líka við um nikótínpúða, þeir innihalda, samkvæmt rannsóknum, að meðaltali 17 eiturefni og eins og rafsígaretturnar innihalda þeir langoftast formaldehýð og þungmálma (nikkel, arsenik o.fl.). Notkun á nikótínpúðum hefur aukist gríðarlega síðustu ár, en það sem fólk áttar sig oft ekki á er að þeir innihalda oft hátt magn nikótíns, oft allt að 20 mg/ml. Töluvert meira en í hefðbundnum sígarettum og nikótínlyfjum. Það sama á við um rafsígaretturnar. Þessar vörur voru ekki hannaðar sem aðstoð við að hætta tóbaksnotkun, heldur sem nýjar neysluvörur sem halda fólki í nikótínfíkn. Framleiðendur hafa ítrekað aðlagað sig að breyttri löggjöf með nýjum útfærslum, en efnið og áhættan er sú sama. Við sjáum nú söguna endurtaka sig, vörurnar í nýjum umbúðum með litríkum glansmyndum og bragðefnum sem höfðar ekki síst til kvenna og ungs fólks. Konur nota nikótín meira og á annan hátt en áður Gögn frá Embætti landlæknis og Íslensku æskulýðsrannsókninni sýna að þótt reykingar kvenna fari minnkandi, þá sé nikótínnotkun kvenna í öðrum formum í mikilli sókn, sérstaklega á aldrinum 18–34 ára. Athyglisverð staðreynd er að 27% kvenna í þessum aldurshópi nota nikótínpúða, sem er sambærilegt við notkun karla á sama aldri. Einnig kemur fram að ungar stúlkur í grunn- og framhaldsskólum nota nú rafsígarettur og púða í síauknum mæli. Þessi þróun vekur upp alvarlegar spurningar um langtímaáhrif nikótíns á taugakerfi, áhrif á fósturþroska og framtíðarheilsu kvenna. Konur kunna að vera sérstaklega viðkvæmar fyrir áhrifum nikótíns vegna hormónabreytinga, tengsla við hormónatengd krabbamein, og vegna áhrifa á frjósemi og fósturþroska. Nikótín fer auðveldlega yfir fylgju og getur haft varanleg áhrif á þroska barns, bæði fyrir og eftir fæðingu. Því er brýnt að varast nikótínnotkun á meðgöngu og meðan brjóstagjöf stendur yfir. Verum gagnrýnin og veljum heilsuna Það er engin „örugg“ leið til að neyta nikótíns. Hvorki rafsígarettur né nikótínpúðar eru lausn, heldur hluti af sama gamla vandamálinu. Þessar vörur viðhalda fíkn, auka krabbameinsáhættu og setja ungar konur í hættu á að skaða heilsu sína. Ef vilji er til að hætta, leitum þá aðstoðar og fræðslu, það eru til úrræði sem virka, en það þarf vilja og stuðning. Nýja tískan í nikótínnotkun er ekki frelsi, hún er gildra. Ekki falla fyrir gömlum brögðum, nýjar vörur eins og rafsígarettur og nikótínpúðar eru ekki lausnin, þær eru ný útgáfa af gömlu vandamáli. Leyfum þeim ekki að njóta vafans. Höfundur er sérfræðingur í tóbaks- og nikótínvörnum hjá Krabbameinsfélagi höfuðborgarsvæðisins.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar