„Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. október 2025 19:31 Jóhanna, María og Ingibjörg sækja sér styrk hjá hver annarri og reyna að hjálpast að í erfiðum aðstæðum. Jóhanna og Ingibjörg ætla að halda saman með syni sína til Suður-Afríku á næstu dögum. Vísir/Margrét Helga Íslenskar mæður hafa í örvæntingu sinni ákveðið að senda syni sína í meðferð til Suður-Afríku til að bjarga lífi þeirra. Þeim ber saman um að íslensku úrræðin séu vonlaus og brotin, auk þess sem fíkniefni flæði innan veggja þeirra. Þær Ingibjörg Einarsdóttir og Jóhanna Eivinsdóttir ráku í Bítinu sögu sína af þeim ógöngum sem fjórtán ára synir þeirra hafa lent í innan íslenskra meðferðarúrræða. Á næstu dögum munu þær senda syni sína í meðferð til Suður-Afríku en þær höfðu heyrt af úrræðinu frá Maríu Ericsdóttur sem sendi sautján ára son sinn suður á bóginn fyrir tveimur mánuðum. Sjálf frétti María síðan af meðferðarúrræðinu í Suður-Afríku í kvöldfréttum Sýnar fyrir um ári síðan þegar við sögðum frá móður sem sendi dóttur sína til Suður-Afríku eftir að hún gafst upp á úrræðunum hér heima. „Vegna þess hversu léleg úrræðin eru, ef úrræði mætti kalla,“ segir Ingibjörg. María var búin að tæma öll úrræði Barna- og fjölskyldustofu. Ákvörðunin um að senda son sinn svo langt í burtu var ekki auðveld. „Þetta var ógeðslega erfitt. Ég var bara í taugaáfalli þegar ég var að skoða pappírana. Á þessum tíma var ég með hann í öndunar stoppi í fanginu, hjartastopp og finnast úti meðvitundarlausan. Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi,“ segir María. Sonur Jóhönnu byrjaði í neyslu í ársbyrjun. Ástandið fari hratt versnandi og að líf hans sé hreinlega í húfi. „hann er að fikta við það sterk efni og langar bara til þess að sleppa þessum kafla sem þær hafa upplifað að halda á börnunum sínum nánast dánum og koma honum út bara strax,“ segir Jóhanna. Í meðferðarúrræðunum á Íslandi hafi drengirnir komist í fíkniefni. Ingibjörg og Jóhanna segja að ekki einu sinni hafi mælst hrein fíkniefnaprufa hjá drengjunum í úrræðum. Stanslaust flæði fíkniefna „Það er bara stanslaust flæði af fíkniefnum inn og út – og úr báðum úrræðunum,“ segir Ingibjörg. Drengirnir hafi strokið tugum skipta. „Það er jafnmikið álag á manni þegar barnið manns er inni á stofnun og þegar maður er úti að leita að honum eða sitjandi yfir honum inni á spítala eða svoleiðis,“ segir María. María heimsótti son sinn til Suður-Afríku í síðasta mánuði og sér mikinn mun á drengnum. „Það er þvílík breyting á barninu, það er einlægt bros og magnað að sjá hann,“ lýsir María. Himinhár kostnaður og langt ferðalag Kostnaðurinn við níu mánaða meðferð í Suður-Afríku, með ferðakostnaði og gistingu hleypur á fjórum og hálfri milljón króna. Þeim finnst lágmark að stjórnvöld styrki þær eftir allt sem á undan er gengið. „Ef Barna-og fjölskyldustofa væri ekki að fegra hlutina og segði hvernig þetta væri þá myndum við mögulega geta fengið einhvern styrk,“ sagði Jóhanna. Þær voru spurðar hvað amaði að íslenska kerfinu að þeirra mati. „Ég segi að þetta séu stjórnendur hjá Barna- og fjölskyldustofu. Að þetta liggi algjörlega í þeirra höndum en líka sitjandi ráðherra á hverjum tíma,“ segir Ingibjörg og hinar tvær taka heilshugar undir. Heilbrigðismál Fíkn Meðferðarheimili Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Börn og uppeldi Tengdar fréttir Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn í langtímameðferðarúrræði á Stuðlum. Heimildir starfsmanna til að stöðva flæði fíknefna inni í meðferðarúrræðum og leita á börnum séu verulega takmarkaðar, sérstaklega í ljósi skorts á langtímaúrræðum fyrir drengi á landsbyggðinni. 7. október 2025 17:21 Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Mæður tveggja fjórtán ára drengja undirbúa nú að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna alvarlegs vímuefnavanda. Þær segja úrræðaleysið algjört á Íslandi og úrræðin sem séu í boði „skrípaleik og leikrit“. Börnin gangi inn og út úr meðferðarúrræðum til að ná sér í vímuefni. Þegar hafa fjögur önnur börn farið í sama meðferðarúrræði í Suður-Afríku. 7. október 2025 09:26 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Sjá meira
Þær Ingibjörg Einarsdóttir og Jóhanna Eivinsdóttir ráku í Bítinu sögu sína af þeim ógöngum sem fjórtán ára synir þeirra hafa lent í innan íslenskra meðferðarúrræða. Á næstu dögum munu þær senda syni sína í meðferð til Suður-Afríku en þær höfðu heyrt af úrræðinu frá Maríu Ericsdóttur sem sendi sautján ára son sinn suður á bóginn fyrir tveimur mánuðum. Sjálf frétti María síðan af meðferðarúrræðinu í Suður-Afríku í kvöldfréttum Sýnar fyrir um ári síðan þegar við sögðum frá móður sem sendi dóttur sína til Suður-Afríku eftir að hún gafst upp á úrræðunum hér heima. „Vegna þess hversu léleg úrræðin eru, ef úrræði mætti kalla,“ segir Ingibjörg. María var búin að tæma öll úrræði Barna- og fjölskyldustofu. Ákvörðunin um að senda son sinn svo langt í burtu var ekki auðveld. „Þetta var ógeðslega erfitt. Ég var bara í taugaáfalli þegar ég var að skoða pappírana. Á þessum tíma var ég með hann í öndunar stoppi í fanginu, hjartastopp og finnast úti meðvitundarlausan. Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi,“ segir María. Sonur Jóhönnu byrjaði í neyslu í ársbyrjun. Ástandið fari hratt versnandi og að líf hans sé hreinlega í húfi. „hann er að fikta við það sterk efni og langar bara til þess að sleppa þessum kafla sem þær hafa upplifað að halda á börnunum sínum nánast dánum og koma honum út bara strax,“ segir Jóhanna. Í meðferðarúrræðunum á Íslandi hafi drengirnir komist í fíkniefni. Ingibjörg og Jóhanna segja að ekki einu sinni hafi mælst hrein fíkniefnaprufa hjá drengjunum í úrræðum. Stanslaust flæði fíkniefna „Það er bara stanslaust flæði af fíkniefnum inn og út – og úr báðum úrræðunum,“ segir Ingibjörg. Drengirnir hafi strokið tugum skipta. „Það er jafnmikið álag á manni þegar barnið manns er inni á stofnun og þegar maður er úti að leita að honum eða sitjandi yfir honum inni á spítala eða svoleiðis,“ segir María. María heimsótti son sinn til Suður-Afríku í síðasta mánuði og sér mikinn mun á drengnum. „Það er þvílík breyting á barninu, það er einlægt bros og magnað að sjá hann,“ lýsir María. Himinhár kostnaður og langt ferðalag Kostnaðurinn við níu mánaða meðferð í Suður-Afríku, með ferðakostnaði og gistingu hleypur á fjórum og hálfri milljón króna. Þeim finnst lágmark að stjórnvöld styrki þær eftir allt sem á undan er gengið. „Ef Barna-og fjölskyldustofa væri ekki að fegra hlutina og segði hvernig þetta væri þá myndum við mögulega geta fengið einhvern styrk,“ sagði Jóhanna. Þær voru spurðar hvað amaði að íslenska kerfinu að þeirra mati. „Ég segi að þetta séu stjórnendur hjá Barna- og fjölskyldustofu. Að þetta liggi algjörlega í þeirra höndum en líka sitjandi ráðherra á hverjum tíma,“ segir Ingibjörg og hinar tvær taka heilshugar undir.
Heilbrigðismál Fíkn Meðferðarheimili Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Börn og uppeldi Tengdar fréttir Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn í langtímameðferðarúrræði á Stuðlum. Heimildir starfsmanna til að stöðva flæði fíknefna inni í meðferðarúrræðum og leita á börnum séu verulega takmarkaðar, sérstaklega í ljósi skorts á langtímaúrræðum fyrir drengi á landsbyggðinni. 7. október 2025 17:21 Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Mæður tveggja fjórtán ára drengja undirbúa nú að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna alvarlegs vímuefnavanda. Þær segja úrræðaleysið algjört á Íslandi og úrræðin sem séu í boði „skrípaleik og leikrit“. Börnin gangi inn og út úr meðferðarúrræðum til að ná sér í vímuefni. Þegar hafa fjögur önnur börn farið í sama meðferðarúrræði í Suður-Afríku. 7. október 2025 09:26 Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Fleiri fréttir „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Sjá meira
Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn í langtímameðferðarúrræði á Stuðlum. Heimildir starfsmanna til að stöðva flæði fíknefna inni í meðferðarúrræðum og leita á börnum séu verulega takmarkaðar, sérstaklega í ljósi skorts á langtímaúrræðum fyrir drengi á landsbyggðinni. 7. október 2025 17:21
Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Mæður tveggja fjórtán ára drengja undirbúa nú að fara með þá til Suður-Afríku í meðferð vegna alvarlegs vímuefnavanda. Þær segja úrræðaleysið algjört á Íslandi og úrræðin sem séu í boði „skrípaleik og leikrit“. Börnin gangi inn og út úr meðferðarúrræðum til að ná sér í vímuefni. Þegar hafa fjögur önnur börn farið í sama meðferðarúrræði í Suður-Afríku. 7. október 2025 09:26