Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar 8. október 2025 12:02 Á árinu 2025 er áætlað að ríkissjóður einn og sér verji um 240 milljörðum króna í kaup á vöru og þjónustu. Sveitarfélög landsins verja jafnframt háum fjárhæðum ár hvert. Hér er því um að ræða stórar fjárhæðir úr vösum skattgreiðenda, en samt er sjaldan rætt um þær afleiðingar sem val opinberra aðila á fyrirtækjum og þjónustuveitendum hefur fyrir fólkið sem vinnur störfin, eða hvernig þörf og mat á útvistun er ákvörðuð. Stefnulaus sparnaður Á undanförnum árum hefur útvistun í opinberri þjónustu aukist jafnt og þétt, yfirleitt í nafni sparnaðar og án skýrrar stefnu. Þau störf sem helst hafa verið flutt frá hinu opinbera eru yfirleitt lægst launuðu störfin, sem þó eru ómissandi við rekstur samfélagsins. Þetta eru störfin sem halda sjúkrahúsum, skólum, skrifstofum og þjónustukjörnum hreinum og öruggum. Störfin eru innt af hendi af fólki sem sjaldan fær athygli, fólki sem sinnir mikilvægu starfi oft á lágum launum og við erfiðar aðstæður. Samhliða þessari þróun hefur borið á fréttum af uppsögnum, versnandi vinnuaðstæðum og lækkun launakjara. Þegar þjónustan færist á milli aðila, t.d. frá opinberum aðila til verktaka er hætta á að starfsfólks missi áunninn rétt, starfsöryggi og taki jafnvel á sig launalækkun. Þeir sem hafa starfað lengi á sömu stofnun og byggt upp reynslu og fagmennsku hverfa á brott og með þeim tapast þekking sem þjónustan byggist á. Dræm viðbrögð við kjörum ræstingarfólks Nýlega skapaðist mikil umræða um kjör ræstingarfólks hér á landi sem verkalýðshreyfingin, með ASÍ, SGS og Eflingu í fararbroddi, beindi sjónum að, m.a. með fyrirspurnum til ríkis og sveitarfélaga um hvernig staðið væri að kaupum á þjónustu sem að stórum hluta er útvistað til verktaka. Viðbrögð opinberra aðila voru dræm og ekki í samræmi við þann vilja til umbóta sem kom fram meðal almennings. Íslensk lög, líkt og hin evrópsku, gera skylt að velja hagkvæmasta tilboðið með hliðsjón af gæðum, aðbúnaði og réttindum starfsfólks og tryggja jafnframt jafnræði og gagnsæi. Í framkvæmd hefur hins vegar oftar en ekki verið gengið að því sem gefnu að velja lægsta boðið, án þess að kanna til hlítar hvort það standist lög og reglur. Samkvæmt nýrri úttekt Evrópuþingsins eru 95% opinberra innkaupa í Evrópu ákvörðuð út frá lægsta boði. Þetta vekur furðu enda voru árið 2016 gerðar sérstakar breytingar á löggjöfinni til að færast frá þessu formi. Við útboðsferli eru notaðar svokallaðar viðmiðunarfjárhæðir sem eiga að tryggja mælanleika í reglum um útboðsskyldu og hvenær þær skulu fara fram innan landsteina og utan, en í reynd virðast þær oftar en ekki ráða úrslitum um hvort tilboð teljist óeðlilega lágt, þótt lögin geri ráð fyrir mati á gæðum og kostnaði hvers tilboðs. Lögin skylda opinbera aðila til mats og rannsóknar og að hafna tilboðum sem standast ekki m.a. ákvæði kjarasamninga, vinnuvernd og félagsleg réttindi. Viðmiðunarfjárhæðir hafa þarna ekkert eiginlegt hlutverk. Krafa um skýra stefnu og viðmið Verkalýðshreyfingin hefur ítrekað bent á dæmi, einkum á sviði ræstingarþjónustu, þar sem rökstuddur grunur hefur verið um óeðlilega lág tilboð, launasvik eða önnur frávik, en engu að síður hafa samningar verið undirritaðir. Hreyfingin hefur kallað eftir skýrari stefnu og málefnalegum viðmiðum við mat á slíkum tilboðum, meðal annars til að þröskuldur fyrir mat á óeðlilega lágu tilboði verði ekki stilltur svo lágur að reglurnar verði að engu. Þrátt fyrir þetta ákall hefur lítið sem ekkert breyst. Opinber innkaup eru vannýtt verkfæri Á sama tíma hafa ríki og sveitarfélög lagt áherslu á aðhald í fjármálum og leitað leiða til sparnaðar, án þess að nýta tækifærið til að beita opinberum innkaupum sem verkfæri til að tryggja bæði betri kjör og mannlegri aðstæður starfsfólks og jafnframt heilbrigða samkeppni á vinnumarkaði. Skemmri tíma sparnaður getur svo auðveldlega orðinn lengri tíma kostnaður ef molnar undan heilbrigðum vinnumarkaði. Undirrituð skorar á ríki og sveitarfélög að gera betur og sýna gott fordæmi með því að auka vægi félagslegra þátta og sjálfbærni á vinnumarkaði við mat á viðsemjendum. Lægsta verðið er alls ekki hagstæðast ef heilbrigðum vinnumarkaði er ógnað. Höfundur er lögfræðingur á skrifstofu Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Neytendur Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Á árinu 2025 er áætlað að ríkissjóður einn og sér verji um 240 milljörðum króna í kaup á vöru og þjónustu. Sveitarfélög landsins verja jafnframt háum fjárhæðum ár hvert. Hér er því um að ræða stórar fjárhæðir úr vösum skattgreiðenda, en samt er sjaldan rætt um þær afleiðingar sem val opinberra aðila á fyrirtækjum og þjónustuveitendum hefur fyrir fólkið sem vinnur störfin, eða hvernig þörf og mat á útvistun er ákvörðuð. Stefnulaus sparnaður Á undanförnum árum hefur útvistun í opinberri þjónustu aukist jafnt og þétt, yfirleitt í nafni sparnaðar og án skýrrar stefnu. Þau störf sem helst hafa verið flutt frá hinu opinbera eru yfirleitt lægst launuðu störfin, sem þó eru ómissandi við rekstur samfélagsins. Þetta eru störfin sem halda sjúkrahúsum, skólum, skrifstofum og þjónustukjörnum hreinum og öruggum. Störfin eru innt af hendi af fólki sem sjaldan fær athygli, fólki sem sinnir mikilvægu starfi oft á lágum launum og við erfiðar aðstæður. Samhliða þessari þróun hefur borið á fréttum af uppsögnum, versnandi vinnuaðstæðum og lækkun launakjara. Þegar þjónustan færist á milli aðila, t.d. frá opinberum aðila til verktaka er hætta á að starfsfólks missi áunninn rétt, starfsöryggi og taki jafnvel á sig launalækkun. Þeir sem hafa starfað lengi á sömu stofnun og byggt upp reynslu og fagmennsku hverfa á brott og með þeim tapast þekking sem þjónustan byggist á. Dræm viðbrögð við kjörum ræstingarfólks Nýlega skapaðist mikil umræða um kjör ræstingarfólks hér á landi sem verkalýðshreyfingin, með ASÍ, SGS og Eflingu í fararbroddi, beindi sjónum að, m.a. með fyrirspurnum til ríkis og sveitarfélaga um hvernig staðið væri að kaupum á þjónustu sem að stórum hluta er útvistað til verktaka. Viðbrögð opinberra aðila voru dræm og ekki í samræmi við þann vilja til umbóta sem kom fram meðal almennings. Íslensk lög, líkt og hin evrópsku, gera skylt að velja hagkvæmasta tilboðið með hliðsjón af gæðum, aðbúnaði og réttindum starfsfólks og tryggja jafnframt jafnræði og gagnsæi. Í framkvæmd hefur hins vegar oftar en ekki verið gengið að því sem gefnu að velja lægsta boðið, án þess að kanna til hlítar hvort það standist lög og reglur. Samkvæmt nýrri úttekt Evrópuþingsins eru 95% opinberra innkaupa í Evrópu ákvörðuð út frá lægsta boði. Þetta vekur furðu enda voru árið 2016 gerðar sérstakar breytingar á löggjöfinni til að færast frá þessu formi. Við útboðsferli eru notaðar svokallaðar viðmiðunarfjárhæðir sem eiga að tryggja mælanleika í reglum um útboðsskyldu og hvenær þær skulu fara fram innan landsteina og utan, en í reynd virðast þær oftar en ekki ráða úrslitum um hvort tilboð teljist óeðlilega lágt, þótt lögin geri ráð fyrir mati á gæðum og kostnaði hvers tilboðs. Lögin skylda opinbera aðila til mats og rannsóknar og að hafna tilboðum sem standast ekki m.a. ákvæði kjarasamninga, vinnuvernd og félagsleg réttindi. Viðmiðunarfjárhæðir hafa þarna ekkert eiginlegt hlutverk. Krafa um skýra stefnu og viðmið Verkalýðshreyfingin hefur ítrekað bent á dæmi, einkum á sviði ræstingarþjónustu, þar sem rökstuddur grunur hefur verið um óeðlilega lág tilboð, launasvik eða önnur frávik, en engu að síður hafa samningar verið undirritaðir. Hreyfingin hefur kallað eftir skýrari stefnu og málefnalegum viðmiðum við mat á slíkum tilboðum, meðal annars til að þröskuldur fyrir mat á óeðlilega lágu tilboði verði ekki stilltur svo lágur að reglurnar verði að engu. Þrátt fyrir þetta ákall hefur lítið sem ekkert breyst. Opinber innkaup eru vannýtt verkfæri Á sama tíma hafa ríki og sveitarfélög lagt áherslu á aðhald í fjármálum og leitað leiða til sparnaðar, án þess að nýta tækifærið til að beita opinberum innkaupum sem verkfæri til að tryggja bæði betri kjör og mannlegri aðstæður starfsfólks og jafnframt heilbrigða samkeppni á vinnumarkaði. Skemmri tíma sparnaður getur svo auðveldlega orðinn lengri tíma kostnaður ef molnar undan heilbrigðum vinnumarkaði. Undirrituð skorar á ríki og sveitarfélög að gera betur og sýna gott fordæmi með því að auka vægi félagslegra þátta og sjálfbærni á vinnumarkaði við mat á viðsemjendum. Lægsta verðið er alls ekki hagstæðast ef heilbrigðum vinnumarkaði er ógnað. Höfundur er lögfræðingur á skrifstofu Alþýðusambands Íslands.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun