Jesús who? Atli Þórðarson skrifar 8. október 2025 10:30 Ég var að hlusta á tvo heiðursmenn spjalla í hlaðvarpi þegar Jesús frá Nasaret bar á góma. Maður 1: „Jesús var reyndar 33 ára þegar hann var drepinn. Ef hann var þá til. Hvað heldur þú, heldur þú að Jesús hafi ekki verið til?“Maður 2: „Njee… ég held… nei.“Maður 1: „Nei, það þarf ekkert endilega að vera.“Maður 2: „Blanda af nokkrum aðilum sem voru með góðar hugmyndir og sögðu góðar sögur. Þetta er allt tekið upp úr gömlum, eldri trúarritum. Öll Biblían.“Maður 1: „Já, það er vissulega rétt.“ Þessi umræða minnti mig á hvernig ég hugsaði sjálfur fyrir ekki svo löngu síðan. Það var áður en ég féll ofan í dýpstu kanínuholu sem ég hef rekist á hingað til: kristna trú. Fyrsta spurningin þar hlýtur að vera: Eru raunverulegar sannanir fyrir því að Jesús hafi verið til? Heimildir utan Biblíunnar Umræðan um hvort Jesús hafi verið til er ekki trúarspurning heldur sagnfræðileg. Utan Biblíunnar liggja fyrir rit eftir rómverska og gyðinglega höfunda á 1. og 2. öld e.Kr. sem minnast á Jesús. Sem dæmi má nefna: Jósefus Flavíus, Antiquitates Judaicae (c. 93 e.Kr.): minnist tvisvar á Jesú. Annars vegar nefnir hann „Jakob, bróður Jesú sem kallaður var Kristur“ (20.9.1). Hins vegar lýsir hann í kafla 18.3.3 Jesú sem vitrum manni sem gjörði undur og var krossfestur að tilskipan Pílatusar; hann bætir við að fylgjendur hans, þeir sem kölluðust kristnir, séu enn til. (Textinn í 18.3.3 er þó að hluta umdeildur, flestir fræðimenn telja kjarnann upprunalegan þótt kristið orðalag hafi síðar bæst við.) Pliníus yngri, Epistulae 10.96–97 (c. 112 e.Kr.): Sem rómverskur landstjóri í Bithyníu-Pontus skrifar hann Trajanusi og lýsir verklagi sínu gagnvart kristnum. Hann segir þá halda reglulegar samkomur árla morgna og syngja lofsöng „til Krists eins og til guðs“; Trajanus svarar í 10.97 og setur leiðbeiningar um hvernig beri að bregðast við ásökunum um kristni. Tacítus, Annales 15.44 (c. 116 e.Kr.): rómverskur þingmaður og sagnaritari minnist á „Christus“, sem tekinn var af lífi að tilskipan Pontíusar Pílatusar á valdatíma Tíberíusar, í samhengi við ofsóknir Nerós eftir brunann mikla í Róm (64 e.Kr.). Tacítus lýsir jafnframt útbreiðslu hreyfingarinnar í Róm og fyrirlitningu samfélagsins á „christianos“ á þessum tíma. Auk þessa má finna ummæli um Jesú í ritum höfunda á borð við Suetonius, Thallus, Mara bar Serapion, Lucian og Celsus. Þessar heimildir eru ekki kristin trúarrit heldur frá óháðum höfundum, sumir jafnvel andsnúnir kristinni trú, en staðfesta að Jesús frá Nasaret var söguleg persóna. Um hvað eru flestir sammála? Flestir fræðimenn, hvor sem þeir eru trúaðir eða ekki, eru sammála um eftirfarandi atriði: Jesús frá Nasaret var til. Hann var skírður af Jóhannesi skírara og hóf síðan að predika meðal gyðinga í Galíleu. Hann boðaði Guðs ríki, safnaði hópi lærisveina og kenndi í dæmisögum. Hann var krossfestur af rómverska landstjóranum Pontíusi Pílatusi um árið 30 e.Kr. Spurningin er því kannski ekki lengur hvort hann hafi verið til, heldur hver hann raunverulega var. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var að hlusta á tvo heiðursmenn spjalla í hlaðvarpi þegar Jesús frá Nasaret bar á góma. Maður 1: „Jesús var reyndar 33 ára þegar hann var drepinn. Ef hann var þá til. Hvað heldur þú, heldur þú að Jesús hafi ekki verið til?“Maður 2: „Njee… ég held… nei.“Maður 1: „Nei, það þarf ekkert endilega að vera.“Maður 2: „Blanda af nokkrum aðilum sem voru með góðar hugmyndir og sögðu góðar sögur. Þetta er allt tekið upp úr gömlum, eldri trúarritum. Öll Biblían.“Maður 1: „Já, það er vissulega rétt.“ Þessi umræða minnti mig á hvernig ég hugsaði sjálfur fyrir ekki svo löngu síðan. Það var áður en ég féll ofan í dýpstu kanínuholu sem ég hef rekist á hingað til: kristna trú. Fyrsta spurningin þar hlýtur að vera: Eru raunverulegar sannanir fyrir því að Jesús hafi verið til? Heimildir utan Biblíunnar Umræðan um hvort Jesús hafi verið til er ekki trúarspurning heldur sagnfræðileg. Utan Biblíunnar liggja fyrir rit eftir rómverska og gyðinglega höfunda á 1. og 2. öld e.Kr. sem minnast á Jesús. Sem dæmi má nefna: Jósefus Flavíus, Antiquitates Judaicae (c. 93 e.Kr.): minnist tvisvar á Jesú. Annars vegar nefnir hann „Jakob, bróður Jesú sem kallaður var Kristur“ (20.9.1). Hins vegar lýsir hann í kafla 18.3.3 Jesú sem vitrum manni sem gjörði undur og var krossfestur að tilskipan Pílatusar; hann bætir við að fylgjendur hans, þeir sem kölluðust kristnir, séu enn til. (Textinn í 18.3.3 er þó að hluta umdeildur, flestir fræðimenn telja kjarnann upprunalegan þótt kristið orðalag hafi síðar bæst við.) Pliníus yngri, Epistulae 10.96–97 (c. 112 e.Kr.): Sem rómverskur landstjóri í Bithyníu-Pontus skrifar hann Trajanusi og lýsir verklagi sínu gagnvart kristnum. Hann segir þá halda reglulegar samkomur árla morgna og syngja lofsöng „til Krists eins og til guðs“; Trajanus svarar í 10.97 og setur leiðbeiningar um hvernig beri að bregðast við ásökunum um kristni. Tacítus, Annales 15.44 (c. 116 e.Kr.): rómverskur þingmaður og sagnaritari minnist á „Christus“, sem tekinn var af lífi að tilskipan Pontíusar Pílatusar á valdatíma Tíberíusar, í samhengi við ofsóknir Nerós eftir brunann mikla í Róm (64 e.Kr.). Tacítus lýsir jafnframt útbreiðslu hreyfingarinnar í Róm og fyrirlitningu samfélagsins á „christianos“ á þessum tíma. Auk þessa má finna ummæli um Jesú í ritum höfunda á borð við Suetonius, Thallus, Mara bar Serapion, Lucian og Celsus. Þessar heimildir eru ekki kristin trúarrit heldur frá óháðum höfundum, sumir jafnvel andsnúnir kristinni trú, en staðfesta að Jesús frá Nasaret var söguleg persóna. Um hvað eru flestir sammála? Flestir fræðimenn, hvor sem þeir eru trúaðir eða ekki, eru sammála um eftirfarandi atriði: Jesús frá Nasaret var til. Hann var skírður af Jóhannesi skírara og hóf síðan að predika meðal gyðinga í Galíleu. Hann boðaði Guðs ríki, safnaði hópi lærisveina og kenndi í dæmisögum. Hann var krossfestur af rómverska landstjóranum Pontíusi Pílatusi um árið 30 e.Kr. Spurningin er því kannski ekki lengur hvort hann hafi verið til, heldur hver hann raunverulega var. Höfundur er áhugamaður um sagnfræði.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun