Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar 7. október 2025 14:02 Í velferðarsamfélagi er grundvallarforsenda að opinber kerfi séu hönnuð til að þjóna fólki á þeirra eigin forsendum. Sérstaklega á þetta við um þá sem standa höllum fæti, glíma við geðrænan vanda eða eru í viðkvæmri stöðu. Þegar kerfin bregðast þessum hópum, verður ekki aðeins um kerfislægt vandamál að ræða – heldur mannréttindabrot. Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum 2025, föstudaginn 10.október, erum við minnt á að það sé sérstaklega mikilvægt að styðja við geðheilsu fólks í viðkvæmum aðstæðum. Áföll í æsku tengjast aukinni hættu á geðrænum vandamálum síðar á lífsleiðinni. Rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun og stuðningur geta dregið úr áhrifum áfallasögu og styrkt geðheilsu barna og ungmenna til framtíðar. Snemmtæk íhlutun er ekki bara slagorð Samkvæmt aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum 2023–2027 er lögð áhersla á snemmtæk úrræði og samþætta þjónustu. Með því að grípa inn í snemma má draga úr alvarlegum afleiðingum geðraskana og styðja einstaklinga til betra lífs. Þetta á sérstaklega við um börn og ungmenni, þar sem snemmtæk íhlutun getur haft afgerandi áhrif á líðan og framtíð þeirra. Sem dæmi, ífrétt á Vísi kemur fram að um 2.500 börn bíða eftir þjónustu Geðheilsumiðstöðvar barna, og að bið eftir ADHD-greiningu geti verið allt að fimm ár. Slík bið er ekki aðeins óásættanleg – hún er brot á lögum um farsæld barna en farsældarkerfið á að mæta geðheilbrigðisvanda barna með snemmtækri, samþættri og samfelldri þjónustu. Grímur Atlason , framkvæmdastjóri Geðhjálpar, bendir á í aðsendri grein að 752 Íslendingar hafi látist á síðustu tíu árum vegna geðheilsuvanda, þar af vegna sjálfsvíga og lyfjaeitrunar. Þetta eru ekki tölur á blaði – þetta eru manneskjur, fjölskyldur og líf í uppnámi. Grímur bendir á að heilbrigðiskerfið ráði ekki við þann faraldur geðheilsuvanda sem við stöndum frammi fyrir, og kallar eftir nýrri sýn á geðheilbrigði sem tekur mið af efnaskiptaheilbrigði heilans, næringu og forvörnum. Hlutverk sveitarfélaga í geðheilbrigðisþjónustu Sveitarfélög á Íslandi standa frammi fyrir fjölmörgum áskorunum í þjónustu við fullorðna með geðrænan vanda, þrátt fyrir að þau gegni lykilhlutverki í félagslegri þjónustu. Þetta getur leitt til þess að einstaklingar með flókin vandamál falli á milli kerfa, fá ekki viðunandi þjónustu og eru oft heilu fjölskyldurnar þarna undir. Í skýrslu heilbrigðisráðuneytisins frá 2023 er bent á að skilgreina þurfi betur hlutverk og ábyrgð sveitarfélaga í geðheilbrigðisþjónustu, sérstaklega á fyrsta stigi. Skortur á skýrri verkaskiptingu, samhæfingu og sérhæfðum úrræðum, ásamt takmörkuðu aðgengi og ófullnægjandi fjármögnun, getur leitt til þess að einstaklingar falli á milli kerfa og fái ekki nauðsynlega aðstoð. Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í velferðarþjónustu og eru oft fyrsti viðkomustaður fólks sem leitar hjálpar. Því er mikilvægt að kerfin séu hönnuð með þarfir fólks í forgrunni, þar sem samhæfing, aðgengi og mannvirðing ráða för. Stefna sveitarfélaga skiptir þar miklu máli, ekki síst í húsnæðismálum, þar sem öruggt og viðeigandi húsnæði er oft lykilforsenda þess að fólk með geðrænan vanda geti nýtt sér önnur úrræði. Þegar kerfið þjónar tilgangi sínum, stuðlar það að virkni, sjálfstæði og þátttöku einstaklinga í samfélaginu. „Þetta snertir okkur öll – á bak við hvert mál er heil fjölskylda sem lifir með afleiðingum kerfisins, hvort sem það styður eða bregst.“ Jóhanna Þorsteinsdóttir, systir mín, hefur sagt frá reynslu sinni af íslenska kerfinu eftir að hún flutti heim í leit að stuðningi vegna geðrænna veikinda í kjölfar áfalla. Hún fékk aðeins fjórðung af þeim örorkubótum sem hún átti rétt á, vegna reglna sem ekki taka nægilegt tillit til aðstæðna fólks. Slík kerfi ýta undir félagslega einangrun og vantraust á opinbera þjónustu. „Það sló mig mjög hvað það var torvelt fyrir mig að fá aðstoð við að leita minna réttinda á sínum tíma þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá aðstoð við bæði að skilja kerfið og fá það sem ég átti réttilega rétt á. Það sem ég áorkaði með ómetanlegri aðstoð Öryrkjabandalagsins á sínum tíma hafði stóra þýðingu fyrir á annað þúsund manns á Íslandi. Á annað þúsund manns fékk ekki það sem þau áttu lagalegan rétt á vegna þess að kerfið er of þungt og flókið, það flókið að fólkið sem er að vinna með það dags daglega skilur það varla sjálft.“ Þegar kerfin eru of flókin, ósveigjanleg og ekki hönnuð með notandann í huga, þá verða þau hindrun frekar en stuðningur. Það er ekki nóg að þjónustan sé til – hún þarf að vera aðgengileg. Þessi kerfisgallar hafa bein áhrif á líf fólks – þar á meðal í minni eigin fjölskyldu. Jóhanna flutti aftur til Íslands í leit að stuðningi vegna geðrænna veikinda, en kerfið gat ekki mætt henni. Hún býr nú erlendis og hefur misst traust á íslenska velferðarkerfinu. Eins og hún segir sjálf: „Ég get alls ekki hugsað mér að flytja heim. Ég er það niðurbrotin gagnvart heimalandinu að hafa farið svona með mig meðan ég gekk í gegnum erfiðleika.“ Þetta er ekki einstakt dæmi – þetta er raunveruleikinn fyrir marga. Stöðug barátta við kerfi. Og það er á ábyrgð okkar allra að breyta kerfinu þannig að það virki – fyrir alla. Höfundur er lýðheilsufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Harpa Þorsteinsdóttir Geðheilbrigði Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í velferðarsamfélagi er grundvallarforsenda að opinber kerfi séu hönnuð til að þjóna fólki á þeirra eigin forsendum. Sérstaklega á þetta við um þá sem standa höllum fæti, glíma við geðrænan vanda eða eru í viðkvæmri stöðu. Þegar kerfin bregðast þessum hópum, verður ekki aðeins um kerfislægt vandamál að ræða – heldur mannréttindabrot. Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum 2025, föstudaginn 10.október, erum við minnt á að það sé sérstaklega mikilvægt að styðja við geðheilsu fólks í viðkvæmum aðstæðum. Áföll í æsku tengjast aukinni hættu á geðrænum vandamálum síðar á lífsleiðinni. Rannsóknir sýna að snemmtæk íhlutun og stuðningur geta dregið úr áhrifum áfallasögu og styrkt geðheilsu barna og ungmenna til framtíðar. Snemmtæk íhlutun er ekki bara slagorð Samkvæmt aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum 2023–2027 er lögð áhersla á snemmtæk úrræði og samþætta þjónustu. Með því að grípa inn í snemma má draga úr alvarlegum afleiðingum geðraskana og styðja einstaklinga til betra lífs. Þetta á sérstaklega við um börn og ungmenni, þar sem snemmtæk íhlutun getur haft afgerandi áhrif á líðan og framtíð þeirra. Sem dæmi, ífrétt á Vísi kemur fram að um 2.500 börn bíða eftir þjónustu Geðheilsumiðstöðvar barna, og að bið eftir ADHD-greiningu geti verið allt að fimm ár. Slík bið er ekki aðeins óásættanleg – hún er brot á lögum um farsæld barna en farsældarkerfið á að mæta geðheilbrigðisvanda barna með snemmtækri, samþættri og samfelldri þjónustu. Grímur Atlason , framkvæmdastjóri Geðhjálpar, bendir á í aðsendri grein að 752 Íslendingar hafi látist á síðustu tíu árum vegna geðheilsuvanda, þar af vegna sjálfsvíga og lyfjaeitrunar. Þetta eru ekki tölur á blaði – þetta eru manneskjur, fjölskyldur og líf í uppnámi. Grímur bendir á að heilbrigðiskerfið ráði ekki við þann faraldur geðheilsuvanda sem við stöndum frammi fyrir, og kallar eftir nýrri sýn á geðheilbrigði sem tekur mið af efnaskiptaheilbrigði heilans, næringu og forvörnum. Hlutverk sveitarfélaga í geðheilbrigðisþjónustu Sveitarfélög á Íslandi standa frammi fyrir fjölmörgum áskorunum í þjónustu við fullorðna með geðrænan vanda, þrátt fyrir að þau gegni lykilhlutverki í félagslegri þjónustu. Þetta getur leitt til þess að einstaklingar með flókin vandamál falli á milli kerfa, fá ekki viðunandi þjónustu og eru oft heilu fjölskyldurnar þarna undir. Í skýrslu heilbrigðisráðuneytisins frá 2023 er bent á að skilgreina þurfi betur hlutverk og ábyrgð sveitarfélaga í geðheilbrigðisþjónustu, sérstaklega á fyrsta stigi. Skortur á skýrri verkaskiptingu, samhæfingu og sérhæfðum úrræðum, ásamt takmörkuðu aðgengi og ófullnægjandi fjármögnun, getur leitt til þess að einstaklingar falli á milli kerfa og fái ekki nauðsynlega aðstoð. Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í velferðarþjónustu og eru oft fyrsti viðkomustaður fólks sem leitar hjálpar. Því er mikilvægt að kerfin séu hönnuð með þarfir fólks í forgrunni, þar sem samhæfing, aðgengi og mannvirðing ráða för. Stefna sveitarfélaga skiptir þar miklu máli, ekki síst í húsnæðismálum, þar sem öruggt og viðeigandi húsnæði er oft lykilforsenda þess að fólk með geðrænan vanda geti nýtt sér önnur úrræði. Þegar kerfið þjónar tilgangi sínum, stuðlar það að virkni, sjálfstæði og þátttöku einstaklinga í samfélaginu. „Þetta snertir okkur öll – á bak við hvert mál er heil fjölskylda sem lifir með afleiðingum kerfisins, hvort sem það styður eða bregst.“ Jóhanna Þorsteinsdóttir, systir mín, hefur sagt frá reynslu sinni af íslenska kerfinu eftir að hún flutti heim í leit að stuðningi vegna geðrænna veikinda í kjölfar áfalla. Hún fékk aðeins fjórðung af þeim örorkubótum sem hún átti rétt á, vegna reglna sem ekki taka nægilegt tillit til aðstæðna fólks. Slík kerfi ýta undir félagslega einangrun og vantraust á opinbera þjónustu. „Það sló mig mjög hvað það var torvelt fyrir mig að fá aðstoð við að leita minna réttinda á sínum tíma þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til að fá aðstoð við bæði að skilja kerfið og fá það sem ég átti réttilega rétt á. Það sem ég áorkaði með ómetanlegri aðstoð Öryrkjabandalagsins á sínum tíma hafði stóra þýðingu fyrir á annað þúsund manns á Íslandi. Á annað þúsund manns fékk ekki það sem þau áttu lagalegan rétt á vegna þess að kerfið er of þungt og flókið, það flókið að fólkið sem er að vinna með það dags daglega skilur það varla sjálft.“ Þegar kerfin eru of flókin, ósveigjanleg og ekki hönnuð með notandann í huga, þá verða þau hindrun frekar en stuðningur. Það er ekki nóg að þjónustan sé til – hún þarf að vera aðgengileg. Þessi kerfisgallar hafa bein áhrif á líf fólks – þar á meðal í minni eigin fjölskyldu. Jóhanna flutti aftur til Íslands í leit að stuðningi vegna geðrænna veikinda, en kerfið gat ekki mætt henni. Hún býr nú erlendis og hefur misst traust á íslenska velferðarkerfinu. Eins og hún segir sjálf: „Ég get alls ekki hugsað mér að flytja heim. Ég er það niðurbrotin gagnvart heimalandinu að hafa farið svona með mig meðan ég gekk í gegnum erfiðleika.“ Þetta er ekki einstakt dæmi – þetta er raunveruleikinn fyrir marga. Stöðug barátta við kerfi. Og það er á ábyrgð okkar allra að breyta kerfinu þannig að það virki – fyrir alla. Höfundur er lýðheilsufræðingur.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar