Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Lovísa Arnardóttir skrifar 7. október 2025 11:04 Eftir því sem börn á fleiri börn á grunnskólaaldri er líklegra að það telji sumarfríið of langt. Vísir/Vilhelm Rúmlega helmingi landsmanna finnst sumarfrí grunnskólanema vera hæfilega langt á meðan þriðjungur telur það vera of langt og 16 prósent of stutt. Marktækt fleiri körlum en konum finnst sumarfríið vera of stutt en 35 prósentum þeirra finnst það of stutt og 31 prósent kvenna. Tuttugu prósent karla vilja lengja það en aðeins tólf prósent kvenna. Þetta eru niðurstöður könnunar Prósents þar sem spurt var um lengd sumarfrís grunnskólanema og hvort fólk væri hlynnt eða andvígt styttingu eða lengingu þess. Spurt var í netkönnun og var úrtakið um tvö þúsund manns. Svarhlutfall var 52 prósent. Um helmingur þeirra sem á tvö börn eða fleiri telur fríið of langt. Sautján prósent þeirra sem á ekki barn á grunnskólaaldri telur það of stutt. Prósent Niðurstöður könnunarinnar sýna einnig að marktækt hærra hlutfall þeirra sem eru á aldrinum 25 til 44 ára telur sumarfrí grunnskólanema vera of langt í samanburði við aðra aldurshópa. Hæst er hlutfallið meðal þeirra sem eru á aldrinum 35 til 44 ára en þar telur nærri helmingur eða 46 prósent að fríið sé of langt. 44 prósent þeirra á aldrinum 25 til 34 ára eru sammála því. Dreifing eftir aldri þeirr sem svara. Flestir á aldrinum 25 til 44 ára telja fríið of langt. Líklegast er að þau eigi yngri börn á grunnskólaaldri. Prósent Hæst er hlutfallið hjá þeim sem eru 45 til 54 ára sem telja það of stutt, eða 23 prósent. Fast á eftir eru þeir sem eldri en 22 prósent þeirra sem eru 65 ára eða eldri telja það of stutt og 20 prósent þeirra sem eru á aldrinum 55 til 64 ára. Munur er á því eftir því hvar fólk býr hvort það telji sumarfríið of langt eða of stutt. Prósent Í niðurstöðunum má einnig sjá að marktækt fleirum sem búa á höfuðborgarsvæðinu finnst sumarfríið vera of langt en þeim sem búa á landsbyggðinni. 38 prósentum þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu finnst fríið of langt á meðan helmingur telur það hæfilegt og tólf prósent telja það of stutt. Á landsbyggð telja 22 prósent fríið of langt, rúmur helmingur telur það hæfilegt og 23 prósent telja það of stutt. Fleiri börn, of langt frí Þá kemur einnig fram í niðurstöðum að líklegra sé að fólk telji fríið of langt eftir því sem börnunum fjölgar. Þannig telur um helmingur þeirra sem eiga tvö börn eða fleiri á grunnskólaaldri að sumarfríið sé of langt og 38 prósent þeirra sem eiga eitt barn á grunnskólaaldri. Um þriðjungur þeirra sem eiga ekki barn á grunnskólaaldri telja það of langt. Alls eru um 41 prósent andvíg því að sumarfrí grunnskólanema á Íslandi sé stytt um tvær vikur, 25 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og 33 prósent eru hlynnt því að sumarfrí sé stytt um tvær vikur. Flest í aldurshópnum 35 til 44 ára eða 44 prósent eru hlynnt því að sumarfrí grunnskólanema á Íslandi yrði stytt um tvær vikur. Gögnum var safnað frá 3. til 17. september 2025 í netkönnun í kjölfar þess að Erlingur Sigvaldason, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, lagði fram tillögu á fundi borgarstjórnar um að stytta sumarfrí barna. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, sagði í kjölfarið að hann væri til í umræðu um sumarfrí barna. Skoðanakannanir Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Frístund barna Tengdar fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu fram tillögu í vikunni um að kanna hvort stytta ætti sumarfrí grunnskólabarna um allt að tvær vikur. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra segist til í að taka umræðuna um málið. 20. september 2025 14:49 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Þetta eru niðurstöður könnunar Prósents þar sem spurt var um lengd sumarfrís grunnskólanema og hvort fólk væri hlynnt eða andvígt styttingu eða lengingu þess. Spurt var í netkönnun og var úrtakið um tvö þúsund manns. Svarhlutfall var 52 prósent. Um helmingur þeirra sem á tvö börn eða fleiri telur fríið of langt. Sautján prósent þeirra sem á ekki barn á grunnskólaaldri telur það of stutt. Prósent Niðurstöður könnunarinnar sýna einnig að marktækt hærra hlutfall þeirra sem eru á aldrinum 25 til 44 ára telur sumarfrí grunnskólanema vera of langt í samanburði við aðra aldurshópa. Hæst er hlutfallið meðal þeirra sem eru á aldrinum 35 til 44 ára en þar telur nærri helmingur eða 46 prósent að fríið sé of langt. 44 prósent þeirra á aldrinum 25 til 34 ára eru sammála því. Dreifing eftir aldri þeirr sem svara. Flestir á aldrinum 25 til 44 ára telja fríið of langt. Líklegast er að þau eigi yngri börn á grunnskólaaldri. Prósent Hæst er hlutfallið hjá þeim sem eru 45 til 54 ára sem telja það of stutt, eða 23 prósent. Fast á eftir eru þeir sem eldri en 22 prósent þeirra sem eru 65 ára eða eldri telja það of stutt og 20 prósent þeirra sem eru á aldrinum 55 til 64 ára. Munur er á því eftir því hvar fólk býr hvort það telji sumarfríið of langt eða of stutt. Prósent Í niðurstöðunum má einnig sjá að marktækt fleirum sem búa á höfuðborgarsvæðinu finnst sumarfríið vera of langt en þeim sem búa á landsbyggðinni. 38 prósentum þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu finnst fríið of langt á meðan helmingur telur það hæfilegt og tólf prósent telja það of stutt. Á landsbyggð telja 22 prósent fríið of langt, rúmur helmingur telur það hæfilegt og 23 prósent telja það of stutt. Fleiri börn, of langt frí Þá kemur einnig fram í niðurstöðum að líklegra sé að fólk telji fríið of langt eftir því sem börnunum fjölgar. Þannig telur um helmingur þeirra sem eiga tvö börn eða fleiri á grunnskólaaldri að sumarfríið sé of langt og 38 prósent þeirra sem eiga eitt barn á grunnskólaaldri. Um þriðjungur þeirra sem eiga ekki barn á grunnskólaaldri telja það of langt. Alls eru um 41 prósent andvíg því að sumarfrí grunnskólanema á Íslandi sé stytt um tvær vikur, 25 prósent eru hvorki hlynnt né andvíg og 33 prósent eru hlynnt því að sumarfrí sé stytt um tvær vikur. Flest í aldurshópnum 35 til 44 ára eða 44 prósent eru hlynnt því að sumarfrí grunnskólanema á Íslandi yrði stytt um tvær vikur. Gögnum var safnað frá 3. til 17. september 2025 í netkönnun í kjölfar þess að Erlingur Sigvaldason, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, lagði fram tillögu á fundi borgarstjórnar um að stytta sumarfrí barna. Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, sagði í kjölfarið að hann væri til í umræðu um sumarfrí barna.
Skoðanakannanir Skóla- og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Frístund barna Tengdar fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu fram tillögu í vikunni um að kanna hvort stytta ætti sumarfrí grunnskólabarna um allt að tvær vikur. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra segist til í að taka umræðuna um málið. 20. september 2025 14:49 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Borgarfulltrúar Viðreisnar lögðu fram tillögu í vikunni um að kanna hvort stytta ætti sumarfrí grunnskólabarna um allt að tvær vikur. Guðmundur Ingi Kristinsson mennta- og barnamálaráðherra segist til í að taka umræðuna um málið. 20. september 2025 14:49
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent