Innlent

Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni

Árni Sæberg skrifar
Sigfús Aðalsteinsson fer fyrir samtökunum Ísland, þvert á flokka.
Sigfús Aðalsteinsson fer fyrir samtökunum Ísland, þvert á flokka. Vísir

Nýr stjórnmálaflokkur, Okkar borg – Þvert á flokka, hefur boðað framboð í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningum næsta vor. Forsvarsmaður flokksins hefur staðið fyrir umdeildum mótmælum gegn útlendingastefnu stjórnvalda.

Í fréttatilkynningu, sem Sigfús Aðalsteinsson, forsvarsmaður Íslands, þvert á flokka, sendir, segir að undanfarið hafi fjölmargar áskoranir borist til forsvarsmanna félagsskaparins um að stofna stjórnmálaflokk, sem hafi að markmiði gagngerar breytingar á hælisleitendamálum og leggi áherslu á að tekið sé mark á vilja borgarbúa. 

„Krafan hefur verið skýr: að taka þessi mál föstum tökum og af alvöru.“

Reykjavíkurborg sé stór og mikilvæg breyta í málaflokknum, auk annarra mála sem þar séu í algjörum ólestri. Af þeim ástæðum hafi þeir tekið ákvörðun um að verða við þessari beiðni og bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum í Reykjavík næsta vor.

Hér að neðan má sjá stefnuskrá flokksins:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×