Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2025 08:33 Kristín Þórhallsdóttir er margfaldur verðlaunahafi á heims- og Evrópumeistaramótum. @kristin_thorhallsdottir Kristín Þórhallsdóttir varð Íslandsmeistari í klassískum kraftlyftingum um helgina og stimplaði sig aftur inn eftir erfitt og krefjandi ár. Kristín vann 84 kílóa flokkinn með því að lyfta samanlagt 570,5 kílóum. Hún náði besta árangri mótsins en fékk 107,9 stig en engin önnur kona komst yfir 86 stigin. Kristín opnaði sig í pistli á samfélagsmiðlum eftir mótið. „Þetta verður svolítið persónulegra hjá mér núna,“ byrjaði Kristín pistilinn sinn en hún skrifaði hann á ensku. Finna aftur ánægjuna „Markmiðið mitt á þessu móti var ekki að vinna bikar eða eitthvað slíkt. Eftir þetta erfiða ár og hafa einnig átt tvö krefjandi ár þar á undan, þá var megin markiðið mitt að finna aftur ánægjuna í því að keppa,“ skrifaði Kristín. „Ég fór í gegnum margt á þessu ári. Ég man bara ekki eftir því hvenær ég var að undirbúa mig síðast fyrir mót án þess að vera meidd eða að glíma við sársauka. Fyrir vikið var ég búin að týna gleðinni og spennunni fyrir því að keppa,“ skrifaði Kristín. „Ég skildi við manninn minn í upphafi ársins og það tekur tíma að ná sér eftir slíkt. Þess vegna hætti ég við að taka þátt í alþjóðlegum mótum það sem eftir var ársins,“ skrifaði Kristín. Langt samband „Ég er ekki vön að ræða mín persónulegu mál en ég get þó sagt við ykkur að það er mjög erfitt að skilja eftir þessu ellefu eða tólf ár saman. Allar tilfinningarnar og öll sú orka sem þetta allt tekur frá þér. Að segja að ég væri niðurbrotin er frekar að gera lítið úr því sem gekk á hjá mér,“ skrifaði Kristín. „Ég þurfti að feta nýja slóð í lífinu, finna nýja vinnu með tveimur yndislegu strákunum mínum. Ég þurfti að finna jafnvægið en mér finnst ég hafa fundið taktinn minn núna,“ skrifaði Kristín. Eins og hún sjálf á ný „Það gekk vel að undirbúa sig fyrir þetta mót og nú er ég laus við meiðslin. Ég naut þess að keppa, var ánægð með úrslitin og líka það líða aftur eins og ég sjálf. Ég hlakka til framhaldsins,“ skrifaði Kristín. „Mér finnst eins og ég sé laus við tonn af múrsteinum af herðunum og allt er miklu léttara núna,“ skrifaði Kristín. View this post on Instagram A post shared by Kristín Þórhallsdóttir (@kristin_thorhallsdottir) Lyftingar Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Sjá meira
Kristín vann 84 kílóa flokkinn með því að lyfta samanlagt 570,5 kílóum. Hún náði besta árangri mótsins en fékk 107,9 stig en engin önnur kona komst yfir 86 stigin. Kristín opnaði sig í pistli á samfélagsmiðlum eftir mótið. „Þetta verður svolítið persónulegra hjá mér núna,“ byrjaði Kristín pistilinn sinn en hún skrifaði hann á ensku. Finna aftur ánægjuna „Markmiðið mitt á þessu móti var ekki að vinna bikar eða eitthvað slíkt. Eftir þetta erfiða ár og hafa einnig átt tvö krefjandi ár þar á undan, þá var megin markiðið mitt að finna aftur ánægjuna í því að keppa,“ skrifaði Kristín. „Ég fór í gegnum margt á þessu ári. Ég man bara ekki eftir því hvenær ég var að undirbúa mig síðast fyrir mót án þess að vera meidd eða að glíma við sársauka. Fyrir vikið var ég búin að týna gleðinni og spennunni fyrir því að keppa,“ skrifaði Kristín. „Ég skildi við manninn minn í upphafi ársins og það tekur tíma að ná sér eftir slíkt. Þess vegna hætti ég við að taka þátt í alþjóðlegum mótum það sem eftir var ársins,“ skrifaði Kristín. Langt samband „Ég er ekki vön að ræða mín persónulegu mál en ég get þó sagt við ykkur að það er mjög erfitt að skilja eftir þessu ellefu eða tólf ár saman. Allar tilfinningarnar og öll sú orka sem þetta allt tekur frá þér. Að segja að ég væri niðurbrotin er frekar að gera lítið úr því sem gekk á hjá mér,“ skrifaði Kristín. „Ég þurfti að feta nýja slóð í lífinu, finna nýja vinnu með tveimur yndislegu strákunum mínum. Ég þurfti að finna jafnvægið en mér finnst ég hafa fundið taktinn minn núna,“ skrifaði Kristín. Eins og hún sjálf á ný „Það gekk vel að undirbúa sig fyrir þetta mót og nú er ég laus við meiðslin. Ég naut þess að keppa, var ánægð með úrslitin og líka það líða aftur eins og ég sjálf. Ég hlakka til framhaldsins,“ skrifaði Kristín. „Mér finnst eins og ég sé laus við tonn af múrsteinum af herðunum og allt er miklu léttara núna,“ skrifaði Kristín. View this post on Instagram A post shared by Kristín Þórhallsdóttir (@kristin_thorhallsdottir)
Lyftingar Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Íslenski boltinn Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Metár hjá David Beckham Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ LeBron boðar aðra Ákvörðun Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Fótboltaiðkendur með fatlanir kíktu á landsliðsæfingu Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Guðmundur Flóki sótti þriðju gullverðlaunin í röð UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Depay fastur í Brasilíu án vegabréfs Úsbekar leita í reynslu Cannavaro fyrir fyrsta HM „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Sjá meira