„Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. október 2025 21:35 Sölvi Geir Ottesen gerði Víking að Íslandsmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari. vísir / ernir Þjálfarinn og Íslandsmeistarinn Sölvi Geir Ottesen var meyr og hrærður þegar hann ræddi við Gunnlaug Jónsson skömmu eftir að flautað var til leiksloka í leik Víkings og FH í Bestu deild karla í fótbolta. Þar með var ljóst að Víkingar væru orðnir Íslandsmeistarar í fótbolta árið 2025. Leikurinn bar þess merki að Víkingar vissu að með sigri myndu þeir verða Íslandsmeistarar á ný á meðan FH hafði í raun litlu að keppa að. Leiknum lauk með 2-0 sigri Víkinga í Víkinni og í kjölfarið brutust út mikil fagnaðarlæti. Sölvi Geir var hins vegar nappaður í viðtal áður en hann gat hrist kampavínið úr flöskunni. „Hún er geggjuð,“ sagði Sölvi Geir um tilfinninguna að vera Íslandsmeistari á nýjan leik. Hann er á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari Víkings. „Þetta er búið að vera svakalegt tímabil, svakaleg reynsla, svakalegur lærdómur. Maður lærir helling nýtt um sjálfan sig í þessu starfi. Maður er ennþá að komast yfir þetta, maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi.“ Klippa: Sölvi Geir meistari á fyrsta tímabilinu sem aðalþjálfari „Ég er ekki neitt án þeirra“ „Hellst yfir mikið þakklæti. Þakklæti yfir leikmennina, hvað þeir voru tilbúnir að leggja á sig fyrir liðið. Komandi úr erfiðu tímabili, erfiðan og skrítinn undirbúning, lentum í fullt af skakkaföllum með liðið – meiðslum, en menn gáfust aldrei upp.“ „Er rosalega stoltur af leikmönnum og hvernig þeir höndluðu þetta allt saman. Lentum í erfiðleikum í miðju móti, í Evróputörninni. Erfitt tap á móti Bröndby en hvernig leikmenn stigu upp og horfðu fram á veginn. Gáfust aldrei upp, ég er virkilega stoltur af þeim og þjálfarateyminu mínu líka, ég er ekki neitt án þeirra. Við vinnum svo vel saman sem liðsheild, allir saman svo það er mikið þakklæti sem hellist yfir mann akkúrat núna.“ „Ég get haldið áfram. Stuðningsmennirnir settu nýjan standard finnst mér í íslenskum fótbolta. Eru mættir löngu fyrir leikina styðjandi við bakið á okkur. Allur stuðningurinn frá öllum í félaginu, stjórninni og sjálfboðaliðum. Geggjað að ná svona markmiði þegar það er svona mikil samheldni innan klúbbsins. Ég er bara smá meyr og hrærður yfir þessu akkúrat núna.“ Hver er vendipunkturinn? „Við settum okkur háleit markmið, að komst í deildarkeppnina og vinna allt sem er í boði. Fórum ekki leynt með það.“ „Búnir að klúðra bikarnum og Evrópu þannig það var bara eitt markmið eftir, einn titill að sækja. Við settum okkur ný markmið sem var að við þyrftum að vinna restina af leikjunum. Það var hugarfarið sem menn settu sig í, gírinn sem menn settu sig í. Allir unnu að því á æfingasvæðinu og það má sjá annan gír á liðinu eftir það.“ „Vissulega fengum við að hvíla okkur meira milli leikja, fengum sterka leikmenn til baka. Hópurinn varð sterkari fyrir vikið. Má segja að það hafi breytt því.“ Munurinn á að vera Íslandsmeistari sem þjálfari eða leikmaður? „Þetta er alltaf jafn sætt. Þú vinnur titilinn – leikmaður, aðstoðarþjálfari eða þjálfari – þetta er alltaf jafn sætt,“ sagði Sölvi Geir að lokum áður en hann fór loks að opna kampavínið. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira
Leikurinn bar þess merki að Víkingar vissu að með sigri myndu þeir verða Íslandsmeistarar á ný á meðan FH hafði í raun litlu að keppa að. Leiknum lauk með 2-0 sigri Víkinga í Víkinni og í kjölfarið brutust út mikil fagnaðarlæti. Sölvi Geir var hins vegar nappaður í viðtal áður en hann gat hrist kampavínið úr flöskunni. „Hún er geggjuð,“ sagði Sölvi Geir um tilfinninguna að vera Íslandsmeistari á nýjan leik. Hann er á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari Víkings. „Þetta er búið að vera svakalegt tímabil, svakaleg reynsla, svakalegur lærdómur. Maður lærir helling nýtt um sjálfan sig í þessu starfi. Maður er ennþá að komast yfir þetta, maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi.“ Klippa: Sölvi Geir meistari á fyrsta tímabilinu sem aðalþjálfari „Ég er ekki neitt án þeirra“ „Hellst yfir mikið þakklæti. Þakklæti yfir leikmennina, hvað þeir voru tilbúnir að leggja á sig fyrir liðið. Komandi úr erfiðu tímabili, erfiðan og skrítinn undirbúning, lentum í fullt af skakkaföllum með liðið – meiðslum, en menn gáfust aldrei upp.“ „Er rosalega stoltur af leikmönnum og hvernig þeir höndluðu þetta allt saman. Lentum í erfiðleikum í miðju móti, í Evróputörninni. Erfitt tap á móti Bröndby en hvernig leikmenn stigu upp og horfðu fram á veginn. Gáfust aldrei upp, ég er virkilega stoltur af þeim og þjálfarateyminu mínu líka, ég er ekki neitt án þeirra. Við vinnum svo vel saman sem liðsheild, allir saman svo það er mikið þakklæti sem hellist yfir mann akkúrat núna.“ „Ég get haldið áfram. Stuðningsmennirnir settu nýjan standard finnst mér í íslenskum fótbolta. Eru mættir löngu fyrir leikina styðjandi við bakið á okkur. Allur stuðningurinn frá öllum í félaginu, stjórninni og sjálfboðaliðum. Geggjað að ná svona markmiði þegar það er svona mikil samheldni innan klúbbsins. Ég er bara smá meyr og hrærður yfir þessu akkúrat núna.“ Hver er vendipunkturinn? „Við settum okkur háleit markmið, að komst í deildarkeppnina og vinna allt sem er í boði. Fórum ekki leynt með það.“ „Búnir að klúðra bikarnum og Evrópu þannig það var bara eitt markmið eftir, einn titill að sækja. Við settum okkur ný markmið sem var að við þyrftum að vinna restina af leikjunum. Það var hugarfarið sem menn settu sig í, gírinn sem menn settu sig í. Allir unnu að því á æfingasvæðinu og það má sjá annan gír á liðinu eftir það.“ „Vissulega fengum við að hvíla okkur meira milli leikja, fengum sterka leikmenn til baka. Hópurinn varð sterkari fyrir vikið. Má segja að það hafi breytt því.“ Munurinn á að vera Íslandsmeistari sem þjálfari eða leikmaður? „Þetta er alltaf jafn sætt. Þú vinnur titilinn – leikmaður, aðstoðarþjálfari eða þjálfari – þetta er alltaf jafn sætt,“ sagði Sölvi Geir að lokum áður en hann fór loks að opna kampavínið.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Fótbolti Fleiri fréttir Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Sjá meira