„Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Lovísa Arnardóttir skrifar 3. október 2025 15:48 Sigurbjörg Erla segir nauðsynlegt að hlusta a raddir foreldra og reyna að bæta kerfið þannig það henti þeim betur. Vísir/Vilhelm Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi, segir niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu um viðhorf foreldra til Kópavogsmódelsins svokallaða sýna að enn sé þörf á að gera betur og hlusta á foreldra í Kópavigi. Niðurstöður bendi til þess að foreldrar séu undir miklu álagi og tímapressu eftir innleiðingu módelsins 2023. „Þessar niðurstöður komu mér ekki á óvart. Maður hefur heyrt þetta beint frá foreldrum en svo voru líka vísbendingar um þetta í foreldrakönnun sem Kópavogsbær gerði í fyrra,“ segir Sigurbjörg en þar kom, meðal annars, fram að 16 prósent voru mjög óánægð með breytinguna á kerfinu en 14 prósent mjög óánægð. Sigurbjörg segir niðurstöður könnunar bæjarins ekki hafa verið teknar nægilega alvarlega og að hennar mati hafi við túlkun niðurstaðna aðeins verið litið til þess sem var jákvætt en ekki það skoðað betur sem var neikvætt í niðurstöðunum. „Það eins og það væri enginn vilji til að horfa á það að við værum mögulega ekki að ná þeim markmiðum sem lagt var upp með í þessu verkefni um að létta á álagi foreldra.“ Sigurbjörg Erla segir leiðinlegt að bæjarstjóri hafi í stað þess að einblína á niðurstöður rannsóknar Vörðu aðeins einblínt á lítið úrtak þessarar rannsóknar sem er viðtalsrannsókn. „Auðvitað voru viðmælendur valdir vandlega og samkvæmt réttri aðferðafræði fyrir svona djúp viðtöl. Niðurstöðurnar eru í rauninni samhljóma við það sem kemur fram í könnun Kópavogsbæjar en það hefur verið fókus hjá meirihlutanum að hundsa allar vísbendingar um óánægju og keyra þetta áfram.“ Meiri ánægja foreldra Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri sagði í viðtali um rannsóknina í gær að þvert á það sem hún sýndi væri ánægja foreldra með kerfið að aukast í Kópavogi. Sigurbjörg Erla segir nauðsynlegt að hún styðji það með gögnum en þangað til standi það sem foreldrar segi. Að kerfið sé stíft, skapi tímapressu og henti illa sé fólk ekki með sveigjanlegan vinnutíma. „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing og íbúar Kópavogs eiga skilið að bæjarstjóri hlusti á þá,“ segir hún. Í viðtölum við leikskólastjóra í Kópavogi og bæjarstjóra í vor á Vísi kom fram að eftir breytinguna er meiri fyrirsjáanleiki fyrir foreldra, deildir eru fullmannaðar, leikskólar eru opnir og engin fáliðun lengur. Þá eru börn einnig tekin fyrr inn í leikskólana og starfsánægja meiri. Megi skoða kostnaðaraukningu Sigurbjörg Erla segir það verulega jákvætt að minna álag sé á starfsfólki en það sem hafi verið gagnrýnt af foreldrum sé kostnaðaraukningin og að hennar mati mega skoða hvort að of bratt hafi verið farið í hana og að það megi enn bæta afsláttarkjörin. „Það mikilvægasta sem þarf að gera þegar það er farið í svona róttækar breytingar er að hlusta,“ segir Sigurbjörg. Margir foreldrar upplifi samviskubit í kjölfar breytinganna og það verði að bregðast við því. Foreldrar upplifi samviskubit yfir því að hafa barn í leikskóla á skráningardögum og að skilaboðin séu að það sé bara svo gott fyrir þau að vera heima. „Þetta á ekki að vera svona gildishlaðið. Þetta er bara eitthvað sem er í boði og kostar en þú átt ekki að þurfa að kaupa það með samviskubiti. Það á að vera hlutverk stjórnmálamanna að hlusta, en ekki bara setja einhverjar línur og taka ekki mark á því þegar kvartanir berast.“ Leikskólar Kópavogur Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Formaður BSRB segir nýjar tillögur meirihlutans í Reykjavík í leikskólamálum vonbrigði. Tillögurnar taki ekki á grunnvanda leikskólakerfisins heldur velti álagi og kostnaði yfir á foreldra. Það sé vel hægt að gera kerfi sem hentar börnum, foreldrum og starfsfólki og það sé ekki þetta kerfi. 3. október 2025 11:48 Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Í fyrri greinum Samleiks höfum við bent á að leikskólagjöld í Kópavogi séu þau hæstu á landinu fyrir fulla vistun og að módelið henti illa venjulegum foreldrum í fullri vinnu. 3. október 2025 11:32 Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Aðstoðarleikskólastjóri í Reykjavík og foreldri barns á leikskóla lýsir mikilli þreytu meðal starfsmanna leikskóla vegna fáliðunar. Stanslaus símtöl til foreldra sem þurfi að sækja börnin sín fyrr og ekkert hafi batnað fyrr en farið var í fasta fáliðun á föstudegi. Þá loks hafi faglega starfið farið að blómstra. 3. október 2025 10:59 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
„Þessar niðurstöður komu mér ekki á óvart. Maður hefur heyrt þetta beint frá foreldrum en svo voru líka vísbendingar um þetta í foreldrakönnun sem Kópavogsbær gerði í fyrra,“ segir Sigurbjörg en þar kom, meðal annars, fram að 16 prósent voru mjög óánægð með breytinguna á kerfinu en 14 prósent mjög óánægð. Sigurbjörg segir niðurstöður könnunar bæjarins ekki hafa verið teknar nægilega alvarlega og að hennar mati hafi við túlkun niðurstaðna aðeins verið litið til þess sem var jákvætt en ekki það skoðað betur sem var neikvætt í niðurstöðunum. „Það eins og það væri enginn vilji til að horfa á það að við værum mögulega ekki að ná þeim markmiðum sem lagt var upp með í þessu verkefni um að létta á álagi foreldra.“ Sigurbjörg Erla segir leiðinlegt að bæjarstjóri hafi í stað þess að einblína á niðurstöður rannsóknar Vörðu aðeins einblínt á lítið úrtak þessarar rannsóknar sem er viðtalsrannsókn. „Auðvitað voru viðmælendur valdir vandlega og samkvæmt réttri aðferðafræði fyrir svona djúp viðtöl. Niðurstöðurnar eru í rauninni samhljóma við það sem kemur fram í könnun Kópavogsbæjar en það hefur verið fókus hjá meirihlutanum að hundsa allar vísbendingar um óánægju og keyra þetta áfram.“ Meiri ánægja foreldra Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri sagði í viðtali um rannsóknina í gær að þvert á það sem hún sýndi væri ánægja foreldra með kerfið að aukast í Kópavogi. Sigurbjörg Erla segir nauðsynlegt að hún styðji það með gögnum en þangað til standi það sem foreldrar segi. Að kerfið sé stíft, skapi tímapressu og henti illa sé fólk ekki með sveigjanlegan vinnutíma. „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing og íbúar Kópavogs eiga skilið að bæjarstjóri hlusti á þá,“ segir hún. Í viðtölum við leikskólastjóra í Kópavogi og bæjarstjóra í vor á Vísi kom fram að eftir breytinguna er meiri fyrirsjáanleiki fyrir foreldra, deildir eru fullmannaðar, leikskólar eru opnir og engin fáliðun lengur. Þá eru börn einnig tekin fyrr inn í leikskólana og starfsánægja meiri. Megi skoða kostnaðaraukningu Sigurbjörg Erla segir það verulega jákvætt að minna álag sé á starfsfólki en það sem hafi verið gagnrýnt af foreldrum sé kostnaðaraukningin og að hennar mati mega skoða hvort að of bratt hafi verið farið í hana og að það megi enn bæta afsláttarkjörin. „Það mikilvægasta sem þarf að gera þegar það er farið í svona róttækar breytingar er að hlusta,“ segir Sigurbjörg. Margir foreldrar upplifi samviskubit í kjölfar breytinganna og það verði að bregðast við því. Foreldrar upplifi samviskubit yfir því að hafa barn í leikskóla á skráningardögum og að skilaboðin séu að það sé bara svo gott fyrir þau að vera heima. „Þetta á ekki að vera svona gildishlaðið. Þetta er bara eitthvað sem er í boði og kostar en þú átt ekki að þurfa að kaupa það með samviskubiti. Það á að vera hlutverk stjórnmálamanna að hlusta, en ekki bara setja einhverjar línur og taka ekki mark á því þegar kvartanir berast.“
Leikskólar Kópavogur Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Stytting vinnuvikunnar Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Formaður BSRB segir nýjar tillögur meirihlutans í Reykjavík í leikskólamálum vonbrigði. Tillögurnar taki ekki á grunnvanda leikskólakerfisins heldur velti álagi og kostnaði yfir á foreldra. Það sé vel hægt að gera kerfi sem hentar börnum, foreldrum og starfsfólki og það sé ekki þetta kerfi. 3. október 2025 11:48 Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Í fyrri greinum Samleiks höfum við bent á að leikskólagjöld í Kópavogi séu þau hæstu á landinu fyrir fulla vistun og að módelið henti illa venjulegum foreldrum í fullri vinnu. 3. október 2025 11:32 Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Aðstoðarleikskólastjóri í Reykjavík og foreldri barns á leikskóla lýsir mikilli þreytu meðal starfsmanna leikskóla vegna fáliðunar. Stanslaus símtöl til foreldra sem þurfi að sækja börnin sín fyrr og ekkert hafi batnað fyrr en farið var í fasta fáliðun á föstudegi. Þá loks hafi faglega starfið farið að blómstra. 3. október 2025 10:59 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Formaður BSRB segir nýjar tillögur meirihlutans í Reykjavík í leikskólamálum vonbrigði. Tillögurnar taki ekki á grunnvanda leikskólakerfisins heldur velti álagi og kostnaði yfir á foreldra. Það sé vel hægt að gera kerfi sem hentar börnum, foreldrum og starfsfólki og það sé ekki þetta kerfi. 3. október 2025 11:48
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Í fyrri greinum Samleiks höfum við bent á að leikskólagjöld í Kópavogi séu þau hæstu á landinu fyrir fulla vistun og að módelið henti illa venjulegum foreldrum í fullri vinnu. 3. október 2025 11:32
Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Aðstoðarleikskólastjóri í Reykjavík og foreldri barns á leikskóla lýsir mikilli þreytu meðal starfsmanna leikskóla vegna fáliðunar. Stanslaus símtöl til foreldra sem þurfi að sækja börnin sín fyrr og ekkert hafi batnað fyrr en farið var í fasta fáliðun á föstudegi. Þá loks hafi faglega starfið farið að blómstra. 3. október 2025 10:59