Menning

Mark­miðið að græða ekkert og „helst tapa pening“

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Frítt er inn á hátíðina og vilja skipuleggjendurnir þrír helst tapa pening.
Frítt er inn á hátíðina og vilja skipuleggjendurnir þrír helst tapa pening.

Tólf klukkustunda sviðslistarhátíðin „Komum út í mínus“ fer fram laugardaginn 4. október frá hádegi til miðnættis. Markmiðið er lyfta upp grasrót íslenskra sviðslista og geta áhorfendur kíkt á dansverk um fótbolta, hlustað á uppistand, sánað sig eða fengið sér pulsu.

Hátíðin fer fram í Tóma Rýminu við Skeljanes í Skerjafirði en aðgangur að hátíðinni er ókeypis. Blaðamaður ræddi við Mörtu Ákadóttur, einn skipuleggjenda hátíðarinnar.

Plakat hátíðarinnar er með sérstæðan stíl.

Titillinn „Komum út í mínus“ er forvitnilegur, hver er pælingin?

„Við finnum fyrir þörf á grasrót í sviðslistum í Reykjavík. Við viljum sjá sýningar sem eru ekki söluvænar. Markmið okkar er að græða engan pening á þessu, helst tapa pening,“ segir Marta.

Hverju mega gestir eiga von á?

„Gestir eiga von á tólf klukkustunda sviðslistaviðburði þar sem hægt er að koma og fara að vild. Performansarnir eru fjölbreyttir og flestir stuttir, eða um hálftími, og aðgangur er ókeypis,“ segir hún.

„Það má sjá dansverk fyrir unga áhorfendur, dansverk um fótbolta, uppistand og upplestur á umsóknum sem hafa fengið neitun, svo eitthvað sé nefnt. Þess á milli verður hægt að fara á sánu, spila fótbolta og fá sér pulsu.“

Hér að neðan má sjá dagskrána en nánari upplýsingar má finna á Instagram-síðu hátíðarinnar.

Dagskrá hátíðarinnar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.