Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar 3. október 2025 10:02 Við sem heima sitjum og höfum gert undanfarið ár með annan fótinn í eigin heimi sem gengur sinn vanagang og hinn á samfélagsmiðlum að fylgjast með þjóðarmorði þar sem börn eru drepin, skilin eftir limlest og brennd, svipt foreldrum, framtíð og lífi. Þar sem foreldrar eru myrtir á ógeðslegri hátt en nokkurt okkar hefur séð í neinni hryllingsmynd fyrir framan börnin, erum buguð af botnlausri og vanmáttugri sorg. Mörg okkar hætt að horfa, skrollum hratt framhjá því einfalt vestrænt hjarta getur ekki borið þetta myrkur, þessa sorg og hryllingssögu. Hryllingssaga mannkyns. Aldrei hefur nokkuð annað sést á meðan drýgt er. Aldrei í sögu mannsins höfum við haft aðra eins viðurstyggð við fingur okkar daglega á litlu ofurtölvunum sem við öll höfum í vasa og veski og köllum síma. Aldrei hefur vanmátturinn orðið eins áþreifanlegur í okkar sögu þar sem við heima sitjum, vitandi af þessu, svo langt í burtu, en við fingur okkar samt. Ég á erfitt með að skilja þau sem heima sitja og spá ekki í þetta, ég á enn erfiðara með að skilja þau sem heima sitja og afneita þessu. Öll erum við með þennan hrylling við fingurna. Ég er ein af þeim sem heima situr og hái baráttu á hverjum degi við þungann sem hlýst af þeim vanmætti sem umlykur mitt auma mannshjarta og þessa hörmung sem aldrei verður afmáð og enginn veit hvernig endar. Smán mannkynsins er algjör. tik-tak tik-tik-tak, segir hjartað mitt lamað af ótta, það þýðir “sigrar hið illa?” Nú siglir hún Magga Stína okkar inn í þetta myrkur og af því eru fréttir og við þær fréttir láta landsmenn í sér heyra og því miður skríður botnleðjan þar upp á yfirborðið Íslandi og mannkyninu til ævarandi skammar. Mig langar að segja þetta: Magga Stína hefur verið áberandi og haft eins hátt og ein kona getur haft á meðan á þessu gengur. Hennar framlag er á heimstungu kallað aktivismi og það er aldrei neitt annað en akkúrat aktivismi sem hefur verið jarðvegurinn undir stoðunum sem síðan fella hið illa. En, ef það er enginn slíkur jarðvegur, þá er ekkert. Magga Stína er mold í þessum jarðveg, hetjan sem hrópar, fyrst á vindinn, svo á himininn og heiminn og stjórnmálamennina okkar, sem verða þegar í stað að hætta að ræða opinberlega um stríðs og morðóðar skepnur eins og vitiborna menn með einhver áform önnur en þau sem eru sýnd daglega á símanum okkar, við getum ekki hlustað á þetta píp lengur, við verðurm að tala mannamál við hvort annað. Magga Stína stígur svo um borð skipsins sem siglir inn í myrkur hins illa til að blakta því ljósi sem eftir er, fyrir hönd okkar allra sem heima sitjum í óbærilegum aðstæðum þess vanmáttuga. Á slíkri stundu ættum við öll að vera Magga Stína. Þetta gerir hún til að halda á lofti fána mennskunnar á meðan verið er að eyða henni og þið sem haldið að það sé betra heima setið í draumarúmi munið þetta: Á Gaza er verið að myrða börn, mömmur, pabba, ömmur, afa og allar manneskjur, það er verið að sprengja þær í loft upp, skjóta þær á færi, svelta þær og loka inni í tugþúsundavís og núna er Rauði Krossinn flúin því hann veit að hann getur ekki tryggt fólki sínu líf undan þeim morð-óðu öpum sem þarna vaða um. Það er inn í þetta sem Magga Stína siglir, með fána mennskunnar að húni og minnir ykkur í leiðnni á, sem finnst hún trufla friðinn ykkar, að þið eruð herlausir íbúar á alveg svakalega girnilegri eyju sem einhver, einhverntíma og kannski bráðum langar í. Það er hugsanlega vit í því í leiðinni að leiða hugann að því að ef hið illa sigrar þá gilda engar reglur lengur, það er ekkert að leita, það er enginn, nema allar Möggu Stínurnar. Þegar ég skrifa þetta eru bara fáeinar klukkustundir síðan hermálaráðherra Bandaríkjanna lýsti því yfir á stórum fundi með herforingjum hersins þar, að Genfarsáttmálinn væri í hans huga prump. Það væri þannig að þar sem hinn ameríski her stigi niður fæti, mætti drepa og fanga hvern þann sem hvaða hermanni sem er þætti vera drepanlegur eða óæskilegur, hvar sem þeir koma, það finnst honum. afhverju? Jú af því að augljóslega þá er það hægt, Gaza er að sjálfsögðu fordæmisgefandi, eða hvað hélduð þið? Heimurinn er vanmáttugur og það er hægðarleikur að myrða og svalla í blóði barna í beinni útsendingu án þess að neinn geri neitt, nema náttúrulega Magga Stína og hennar líkar. Þið getið svo í leiðinni haft það í huga að sami hermálaráðherra breytti nafni varnarmálaráðuneytisins í hermálaráðuneytið, eða úr „ministry of defence“ í „ministry of war“ og hefur leyfi til að koma hingað með her sinn hvenær sem er og undir hvaða kringumstæðum sem er, ætli þögnin verði eins notaleg og áður ef það gerist. Fólk eins og Magga Stína er heimsins eina von. Hún hefur lengi verið að reyna að vekja okkur, kominn tími til að vakna og standa með henni, hrópa með henni, biðja fyrir henni og öllum hennar líkum og hafa samband við öll þau sem að baki hennar standa og bjóða fram aðstoð í hvaða mynd sem er, rísa upp, vakna! Það er sturlun að yfirtaka þann heim sem við þekkjum, þetta er barátta góðs og ills og það eru þrír valkostir: Hið illa, þögnin, eða baráttan við hið illa. Hvar ert þú? Það er núna eða aldrei að svara. JE SUIS MAGGA STÍNA! Höfundur starfar við Listaháskóla Íslands og er nemandi í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem heima sitjum og höfum gert undanfarið ár með annan fótinn í eigin heimi sem gengur sinn vanagang og hinn á samfélagsmiðlum að fylgjast með þjóðarmorði þar sem börn eru drepin, skilin eftir limlest og brennd, svipt foreldrum, framtíð og lífi. Þar sem foreldrar eru myrtir á ógeðslegri hátt en nokkurt okkar hefur séð í neinni hryllingsmynd fyrir framan börnin, erum buguð af botnlausri og vanmáttugri sorg. Mörg okkar hætt að horfa, skrollum hratt framhjá því einfalt vestrænt hjarta getur ekki borið þetta myrkur, þessa sorg og hryllingssögu. Hryllingssaga mannkyns. Aldrei hefur nokkuð annað sést á meðan drýgt er. Aldrei í sögu mannsins höfum við haft aðra eins viðurstyggð við fingur okkar daglega á litlu ofurtölvunum sem við öll höfum í vasa og veski og köllum síma. Aldrei hefur vanmátturinn orðið eins áþreifanlegur í okkar sögu þar sem við heima sitjum, vitandi af þessu, svo langt í burtu, en við fingur okkar samt. Ég á erfitt með að skilja þau sem heima sitja og spá ekki í þetta, ég á enn erfiðara með að skilja þau sem heima sitja og afneita þessu. Öll erum við með þennan hrylling við fingurna. Ég er ein af þeim sem heima situr og hái baráttu á hverjum degi við þungann sem hlýst af þeim vanmætti sem umlykur mitt auma mannshjarta og þessa hörmung sem aldrei verður afmáð og enginn veit hvernig endar. Smán mannkynsins er algjör. tik-tak tik-tik-tak, segir hjartað mitt lamað af ótta, það þýðir “sigrar hið illa?” Nú siglir hún Magga Stína okkar inn í þetta myrkur og af því eru fréttir og við þær fréttir láta landsmenn í sér heyra og því miður skríður botnleðjan þar upp á yfirborðið Íslandi og mannkyninu til ævarandi skammar. Mig langar að segja þetta: Magga Stína hefur verið áberandi og haft eins hátt og ein kona getur haft á meðan á þessu gengur. Hennar framlag er á heimstungu kallað aktivismi og það er aldrei neitt annað en akkúrat aktivismi sem hefur verið jarðvegurinn undir stoðunum sem síðan fella hið illa. En, ef það er enginn slíkur jarðvegur, þá er ekkert. Magga Stína er mold í þessum jarðveg, hetjan sem hrópar, fyrst á vindinn, svo á himininn og heiminn og stjórnmálamennina okkar, sem verða þegar í stað að hætta að ræða opinberlega um stríðs og morðóðar skepnur eins og vitiborna menn með einhver áform önnur en þau sem eru sýnd daglega á símanum okkar, við getum ekki hlustað á þetta píp lengur, við verðurm að tala mannamál við hvort annað. Magga Stína stígur svo um borð skipsins sem siglir inn í myrkur hins illa til að blakta því ljósi sem eftir er, fyrir hönd okkar allra sem heima sitjum í óbærilegum aðstæðum þess vanmáttuga. Á slíkri stundu ættum við öll að vera Magga Stína. Þetta gerir hún til að halda á lofti fána mennskunnar á meðan verið er að eyða henni og þið sem haldið að það sé betra heima setið í draumarúmi munið þetta: Á Gaza er verið að myrða börn, mömmur, pabba, ömmur, afa og allar manneskjur, það er verið að sprengja þær í loft upp, skjóta þær á færi, svelta þær og loka inni í tugþúsundavís og núna er Rauði Krossinn flúin því hann veit að hann getur ekki tryggt fólki sínu líf undan þeim morð-óðu öpum sem þarna vaða um. Það er inn í þetta sem Magga Stína siglir, með fána mennskunnar að húni og minnir ykkur í leiðnni á, sem finnst hún trufla friðinn ykkar, að þið eruð herlausir íbúar á alveg svakalega girnilegri eyju sem einhver, einhverntíma og kannski bráðum langar í. Það er hugsanlega vit í því í leiðinni að leiða hugann að því að ef hið illa sigrar þá gilda engar reglur lengur, það er ekkert að leita, það er enginn, nema allar Möggu Stínurnar. Þegar ég skrifa þetta eru bara fáeinar klukkustundir síðan hermálaráðherra Bandaríkjanna lýsti því yfir á stórum fundi með herforingjum hersins þar, að Genfarsáttmálinn væri í hans huga prump. Það væri þannig að þar sem hinn ameríski her stigi niður fæti, mætti drepa og fanga hvern þann sem hvaða hermanni sem er þætti vera drepanlegur eða óæskilegur, hvar sem þeir koma, það finnst honum. afhverju? Jú af því að augljóslega þá er það hægt, Gaza er að sjálfsögðu fordæmisgefandi, eða hvað hélduð þið? Heimurinn er vanmáttugur og það er hægðarleikur að myrða og svalla í blóði barna í beinni útsendingu án þess að neinn geri neitt, nema náttúrulega Magga Stína og hennar líkar. Þið getið svo í leiðinni haft það í huga að sami hermálaráðherra breytti nafni varnarmálaráðuneytisins í hermálaráðuneytið, eða úr „ministry of defence“ í „ministry of war“ og hefur leyfi til að koma hingað með her sinn hvenær sem er og undir hvaða kringumstæðum sem er, ætli þögnin verði eins notaleg og áður ef það gerist. Fólk eins og Magga Stína er heimsins eina von. Hún hefur lengi verið að reyna að vekja okkur, kominn tími til að vakna og standa með henni, hrópa með henni, biðja fyrir henni og öllum hennar líkum og hafa samband við öll þau sem að baki hennar standa og bjóða fram aðstoð í hvaða mynd sem er, rísa upp, vakna! Það er sturlun að yfirtaka þann heim sem við þekkjum, þetta er barátta góðs og ills og það eru þrír valkostir: Hið illa, þögnin, eða baráttan við hið illa. Hvar ert þú? Það er núna eða aldrei að svara. JE SUIS MAGGA STÍNA! Höfundur starfar við Listaháskóla Íslands og er nemandi í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun