Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar 13. janúar 2026 13:00 Menning og skapandi greinar eru oft settar til hliðar í umræðu um atvinnulíf, eins og þær séu fyrst og fremst skemmtun eða munaður. Raunin er hins vegar sú að listir og menning eru einn af burðarásum samfélagsins – þær móta sjálfsmynd þjóðar, styrkja lýðræði, efla nýsköpun og skapa veruleg efnahagsleg verðmæti. Þrátt fyrir þetta búa margir listamenn á Íslandi við ótryggt starfsumhverfi, takmarkaðan stuðning og kerfi sem gera sjálfbæra listsköpun afar erfiða. Nýleg skýrsla Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM), unnin af Dr. Emiliu Telese, dregur þessa stöðu skýrt fram. Skýrslan byggir á könnun meðal fagmenntaðs myndlistarfólks á Íslandi árið 2025 og sýnir að verulegt misræmi er á milli vinnuframlags og tekna. Þrátt fyrir að meirihluti listafólks verji 30–50 klukkustundum á viku, eða meira, í listsköpun og tengda umsýslu, eru tekjur af myndlist aðeins um fjórðungur af heildartekjum þeirra. Afleiðingin er sú að stór hluti listafólks neyðist til að treysta á önnur störf til að ná endum saman. Þessi staða er ekki aðeins persónulegt vandamál listafólks heldur kerfislægt samfélagslegt vandamál. Skortur á stöðugleika hefur áhrif á jafnræði, heilbrigt starfsumhverfi og möguleika til listrænnar þróunar. Skýrslan bendir sérstaklega á að listamenn af erlendum uppruna mæti enn meiri hindrunum, meðal annars vegna aðgengis að styrkum, sýningarrýmum og vinnustofum. Þegar listamenn voru spurðir hvaða aðgerðir myndu hafa mest vægi til að bæta stöðu þeirra, kom í ljós að kerfislægar lausnir skipta meira máli en einstaka styrkir. Hugmyndir um borgaralaun eða lágmarkstekjutryggingu fengu mesta vægið. Slíkar lausnir gætu skapað grundvöll fyrir jafnræði, aukna framleiðni, raunverulegt svigrúm til frumsköpunar og bætta lýðheilsu myndlistafólks. Þessi staða stendur í skýru ósamræmi við það hlutverk sem menning og skapandi greinar gegna í íslensku efnahagslífi. Í skýrslu Ágústs Ólafs Ágústssonar um framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar kemur fram að beint framlag þeirra hafi numið um 3,5% af landsframleiðslu árið 2022, sem jafngildir um 150 milljörðum króna. Þetta eru tölur sem ekki verður horft fram hjá. Menning og listir eru atvinnugreinar til jafns við aðrar og atvinnustefna landsins ætti að endurspegla þá staðreynd. Auk efnahagslegs gildis eru listir einnig félagslegir margfaldarar. Þær auka lífsgæði, styrkja samheldni og skapa það menningarlega samhengi sem gerir samfélögum kleift að dafna. Ef markmið atvinnuþróunar á Íslandi snýst eingöngu um mælanlegan hagnað, en ekki andleg og menningarleg verðmæti, er hætta á að mikilvægur hluti samfélagsins verði vanræktur. Myndlistarsjóður – vanfjármagnaður burðarás Í þessu samhengi gegnir Myndlistarsjóður lykilhlutverki. Sjóðurinn, sem var stofnaður árið 2013, er einn helsti burðarás íslenskrar myndlistarsenu. Hann styður listafólk, sýningarstjóra, listasöfn og listamannarekin rými við að skapa, sýna og miðla verkum, auk þess að efla alþjóðlegt samstarf og kynningu íslenskrar myndlistar. Við setningu myndlistarlaga var stefnt að því að framlag til Myndlistarsjóðs yrði 100 milljónir króna árið 2012 og samkvæmt myndlistarstefnu var gert ráð fyrir að sjóðurinn myndi hækka um 5% árlega. Miðað við launavísitölu ætti framlagið í dag að nema um 257,9 milljónum króna. Árið 2025 bárust 423 umsóknir, en aðeins var unnt að styrkja 109 verkefni. Heildarupphæð umsókna nam 475,8 milljónum króna, en úthlutun var einungis kr. 64 milljónir. Árangurshlutfallið var því um 14%, sem telst hvorki ásættanlegt né í samræmi við markmið myndlistarlaga eða -stefnu. Listamannalaun – undirstaða sjálfbærs starfsumhverfis listamanna Listamannalaun eru lykilatriði fyrir sjálfbært starfsumhverfi listamanna. Þau eru ekki verðlaun fyrir afrek, heldur viðurkenning á því að listsköpun er vinna sem krefst tíma, einbeitingar og fagmennsku. Fyrir marga myndlistarmenn eru listamannalaun eina raunhæfa leiðin til að sinna listsköpun, án þess að þurfa stöðugt að leita annarra tekjulinda samhliða listsköpuninni. Í dag eru mánaðarúthlutanir listamannalauna bæði of fáar og fjárhæðir þeirra langt undir raunverulegum framfærslukostnaði. Afleiðingin er sú að aðeins lítill hluti listafólks fær raunhæft svigrúm til að vinna að listsköpun sinni til lengri tíma, á meðan meirihlutinn býr við ótryggar aðstæður sem grafa undan sjálfbærni starfsins. Slíkt fyrirkomulag viðheldur ójöfnuði og dregur úr fjölbreytni, nýsköpun og faglegri þróun í myndlist. Skemmst er frá því að segja að listamannalaun hafa ekki fylgt almennri launaþróun frá því úthlutun eftir núgildandi lögum. Á þessu ári nema listamannalaunin 580.000 krónum á mánuði, sem er verktakagreiðsla og jafngildir um 350.000 krónum í launagreiðslu. Ef listamannalaun hefðu fylgt almennri launaþróun ættu þau að nema um 770.000 krónum á mánuði eftir skatt. Launin skjóta skökku við því að mánaðarleg fjárhæð listamannalauna er lægri en viðmið skattsins um lágmarks reiknað endurgjald fyrir vinnu listafólks. Tími, rými, fjárfesting Starfslaun listamanna hafa verið og verða ein mikilvægasta undirstaða menningar og lista á Íslandi. Þau skipta sköpum, styðja við frumsköpun í landinu og ábata samfélagsins af henni. Starfslaunin eru fjárfesting – ein sú allra verðmætasta sem til er. Fjárfesting sem styður við andlegt líf, lýðræðislega umræðu og lýðheilsu, og styrkir forsendur þess að lifa og starfa á Íslandi á 21. öld. Ef íslenskt samfélag vill áfram njóta lifandi og öflugrar myndlistar þarf að taka starfsumhverfi listamanna alvarlega. Það krefst raunverulegrar fjárfestingar, ekki aðeins í orði heldur á borði, og viðurkenningar á því að listir eru ekki aukaatriði, heldur nauðsynlegur hluti af sjálfbæru samfélagi. Fjárfestum í listamönnum með því að veita þeim tíma og rými til að skapa. Höfundur er forseti Bandalags íslenskra listamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Myndlist Kjaramál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Menning og skapandi greinar eru oft settar til hliðar í umræðu um atvinnulíf, eins og þær séu fyrst og fremst skemmtun eða munaður. Raunin er hins vegar sú að listir og menning eru einn af burðarásum samfélagsins – þær móta sjálfsmynd þjóðar, styrkja lýðræði, efla nýsköpun og skapa veruleg efnahagsleg verðmæti. Þrátt fyrir þetta búa margir listamenn á Íslandi við ótryggt starfsumhverfi, takmarkaðan stuðning og kerfi sem gera sjálfbæra listsköpun afar erfiða. Nýleg skýrsla Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM), unnin af Dr. Emiliu Telese, dregur þessa stöðu skýrt fram. Skýrslan byggir á könnun meðal fagmenntaðs myndlistarfólks á Íslandi árið 2025 og sýnir að verulegt misræmi er á milli vinnuframlags og tekna. Þrátt fyrir að meirihluti listafólks verji 30–50 klukkustundum á viku, eða meira, í listsköpun og tengda umsýslu, eru tekjur af myndlist aðeins um fjórðungur af heildartekjum þeirra. Afleiðingin er sú að stór hluti listafólks neyðist til að treysta á önnur störf til að ná endum saman. Þessi staða er ekki aðeins persónulegt vandamál listafólks heldur kerfislægt samfélagslegt vandamál. Skortur á stöðugleika hefur áhrif á jafnræði, heilbrigt starfsumhverfi og möguleika til listrænnar þróunar. Skýrslan bendir sérstaklega á að listamenn af erlendum uppruna mæti enn meiri hindrunum, meðal annars vegna aðgengis að styrkum, sýningarrýmum og vinnustofum. Þegar listamenn voru spurðir hvaða aðgerðir myndu hafa mest vægi til að bæta stöðu þeirra, kom í ljós að kerfislægar lausnir skipta meira máli en einstaka styrkir. Hugmyndir um borgaralaun eða lágmarkstekjutryggingu fengu mesta vægið. Slíkar lausnir gætu skapað grundvöll fyrir jafnræði, aukna framleiðni, raunverulegt svigrúm til frumsköpunar og bætta lýðheilsu myndlistafólks. Þessi staða stendur í skýru ósamræmi við það hlutverk sem menning og skapandi greinar gegna í íslensku efnahagslífi. Í skýrslu Ágústs Ólafs Ágústssonar um framlag menningar og skapandi greina til verðmætasköpunar kemur fram að beint framlag þeirra hafi numið um 3,5% af landsframleiðslu árið 2022, sem jafngildir um 150 milljörðum króna. Þetta eru tölur sem ekki verður horft fram hjá. Menning og listir eru atvinnugreinar til jafns við aðrar og atvinnustefna landsins ætti að endurspegla þá staðreynd. Auk efnahagslegs gildis eru listir einnig félagslegir margfaldarar. Þær auka lífsgæði, styrkja samheldni og skapa það menningarlega samhengi sem gerir samfélögum kleift að dafna. Ef markmið atvinnuþróunar á Íslandi snýst eingöngu um mælanlegan hagnað, en ekki andleg og menningarleg verðmæti, er hætta á að mikilvægur hluti samfélagsins verði vanræktur. Myndlistarsjóður – vanfjármagnaður burðarás Í þessu samhengi gegnir Myndlistarsjóður lykilhlutverki. Sjóðurinn, sem var stofnaður árið 2013, er einn helsti burðarás íslenskrar myndlistarsenu. Hann styður listafólk, sýningarstjóra, listasöfn og listamannarekin rými við að skapa, sýna og miðla verkum, auk þess að efla alþjóðlegt samstarf og kynningu íslenskrar myndlistar. Við setningu myndlistarlaga var stefnt að því að framlag til Myndlistarsjóðs yrði 100 milljónir króna árið 2012 og samkvæmt myndlistarstefnu var gert ráð fyrir að sjóðurinn myndi hækka um 5% árlega. Miðað við launavísitölu ætti framlagið í dag að nema um 257,9 milljónum króna. Árið 2025 bárust 423 umsóknir, en aðeins var unnt að styrkja 109 verkefni. Heildarupphæð umsókna nam 475,8 milljónum króna, en úthlutun var einungis kr. 64 milljónir. Árangurshlutfallið var því um 14%, sem telst hvorki ásættanlegt né í samræmi við markmið myndlistarlaga eða -stefnu. Listamannalaun – undirstaða sjálfbærs starfsumhverfis listamanna Listamannalaun eru lykilatriði fyrir sjálfbært starfsumhverfi listamanna. Þau eru ekki verðlaun fyrir afrek, heldur viðurkenning á því að listsköpun er vinna sem krefst tíma, einbeitingar og fagmennsku. Fyrir marga myndlistarmenn eru listamannalaun eina raunhæfa leiðin til að sinna listsköpun, án þess að þurfa stöðugt að leita annarra tekjulinda samhliða listsköpuninni. Í dag eru mánaðarúthlutanir listamannalauna bæði of fáar og fjárhæðir þeirra langt undir raunverulegum framfærslukostnaði. Afleiðingin er sú að aðeins lítill hluti listafólks fær raunhæft svigrúm til að vinna að listsköpun sinni til lengri tíma, á meðan meirihlutinn býr við ótryggar aðstæður sem grafa undan sjálfbærni starfsins. Slíkt fyrirkomulag viðheldur ójöfnuði og dregur úr fjölbreytni, nýsköpun og faglegri þróun í myndlist. Skemmst er frá því að segja að listamannalaun hafa ekki fylgt almennri launaþróun frá því úthlutun eftir núgildandi lögum. Á þessu ári nema listamannalaunin 580.000 krónum á mánuði, sem er verktakagreiðsla og jafngildir um 350.000 krónum í launagreiðslu. Ef listamannalaun hefðu fylgt almennri launaþróun ættu þau að nema um 770.000 krónum á mánuði eftir skatt. Launin skjóta skökku við því að mánaðarleg fjárhæð listamannalauna er lægri en viðmið skattsins um lágmarks reiknað endurgjald fyrir vinnu listafólks. Tími, rými, fjárfesting Starfslaun listamanna hafa verið og verða ein mikilvægasta undirstaða menningar og lista á Íslandi. Þau skipta sköpum, styðja við frumsköpun í landinu og ábata samfélagsins af henni. Starfslaunin eru fjárfesting – ein sú allra verðmætasta sem til er. Fjárfesting sem styður við andlegt líf, lýðræðislega umræðu og lýðheilsu, og styrkir forsendur þess að lifa og starfa á Íslandi á 21. öld. Ef íslenskt samfélag vill áfram njóta lifandi og öflugrar myndlistar þarf að taka starfsumhverfi listamanna alvarlega. Það krefst raunverulegrar fjárfestingar, ekki aðeins í orði heldur á borði, og viðurkenningar á því að listir eru ekki aukaatriði, heldur nauðsynlegur hluti af sjálfbæru samfélagi. Fjárfestum í listamönnum með því að veita þeim tíma og rými til að skapa. Höfundur er forseti Bandalags íslenskra listamanna.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun