Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar 3. október 2025 08:16 Byggjum upp samfélag með fjölbreyttum atvinnutækifærum fyrir alla – óháð aldri, kyni, færni eða menntun. Sveitarfélagið Árborg stendur á tímamótum. Með ört vaxandi íbúafjölda og fjölbreyttum samfélagslegum þörfum er nauðsynlegt að skoða atvinnutækifæri innan sveitarfélagsins. Það er að mínu mati grundvöllur áframhaldandi þróunar að hafa skýra stefnu í atvinnumálum – stefnu sem styður við sjálfbæra þróun í atvinnulífinu, eykur fjölbreytni í starfsmöguleikum og bætir þar með lífsgæði íbúa. Það er mikilvægt að við horfum inn á við og spyrjum okkur sjálf: Hvernig getum haldið í unga fólkið okkur og fengið það til að velja Árborg sem framtíðar búsetustað? Og hvernig aukum við lífsgæði allra íbúa á svæðinu? Undanfarin ár hafa verið fjárhagslega krefjandi fyrir sveitarfélagið vegna umfangsmikilla innviðafjárfestinga. En eftir jákvæðan viðsnúning á fjárhag sveitarfélagsins er mikilvægt að tryggja áframhaldandi vöxt og stöðugleika til að verjast því að ekki þurfi að fara í sársaukafullar aðgerðir aftur. Við þurfum að nýta núverandi meðbyr markvisst til að byggja upp öflugt og fjölbreytt atvinnulíf. Við þurfum skýra stefnu og markvissa aðgerðaáætlun. Nú er tækifæri til aðgerða! Fjölbreytni atvinnugreina Fjölbreytt atvinnulíf er forsenda sjálfbærs samfélags. Við viljum að þeir sem velja að búa í Árborg geti notið þeirra lífsgæða sem felast í því að vinna í heimabyggð. Við verðum að forðast einhæfni í atvinnulífinu – við þurfum að stuðla að fjölbreyttu atvinnulífi. Árborg er þannig staðsett að tækifærin eru fjölmörg og svæðið ætti að vera í fararbroddi með aðstöðu fyrir fjarvinnustöðvar og störf án staðsetningar. Til að ná þessu markmiði þurfum við bæði að horfa inn á við og út á við. Við þurfum að hlúa vel að þeim fyrirtækjum sem eru á svæðinu nú þegar, skapa umhverfi til vaxtar og mæta þeim á þeirra forsendum með góðu úrvali af atvinnu- og skrifstofuhúsnæði. Við þurfum líka að sækja út, greiða leið og búa til hvata til að stærri fyrirtæki sjái hag sinn í að starfa á svæðinu. Það gerum við með álitlegum húsakostum og góðu aðgengi að fjarvinnuaðstöðu. Enn fremur er mikilvægt að halda áfram og bæta í stuðning við frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtæki. Halda áfram að styðja við nýjar hugmyndir og koma þeim í framkvæmd, en líka taka næsta skref og styðja við þroskaðri hugmyndir og fyrirtæki sem þurfa aðeins meiri byr undir báða vængi til að fljúga af stað. Þetta mun með tímanum skila fjölbreyttari atvinnutækifærum fyrir öll sem búa í Árborg. Menntun og þekkingarsamfélag Til að styðja við fjölbreytt atvinnulíf er menntun lykilþáttur. Menntun er grunnur að flestu. Aukin þekking leiðir til aukinnar verðmætasköpunar. Það er því gríðarlega mikilvægt að öll fái tækifæri til að mennta sig á því sviði sem hugurinn girnist og hafi eftir það tækifæri til að finna starf við hæfi í heimabyggð. Mikilvægt er að efla tengsl við menntastofnanir um allt land og byggja upp öflugt samstarf. Halda þarf áfram að styðja við og byggja upp fjölbreytta fjarnámsmöguleika og styðja við nám í heimabyggð. Einnig er mikilvægt að auka samstarf við atvinnulífið á svæðinu og styðja við samstarfsverkefni milli atvinnulífs og skóla. Sveitarfélagið þarf að vera virkt í að greiða leið fyrir slíkt samstarf og skapa umhverfi þar sem það getur blómstrað. Mikilvægt er að gera hvata til rannsóknarvinnu og nýsköpunar innan þeirra fyrirtækja sem starfa á svæðinu. Auðvelda þeim fyrirtækjum sem eru á svæðinu að auka við þekkingu og starfa að markvissri nýsköpun. Með þessu er hægt að byggja upp sterkt þekkingarsamfélag sem mun ósjálfrátt leiða af sér ný fyrirtæki og störf á svæðinu. Samspil ferðaþjónustu og menningar Menntun og þekkingarsköpun skila sér víða, meðal annars inn í skapandi greinar og menningarlíf. Hægt er að gera betur í uppbygginu skapandi greina með sterkari tenglum við ferðaþjónustuna. Sérstaða er aðdráttarafl. Það eru fjölmörg tækifæri til staðar til að efla tengsl milli þessara greina til að skapa enn meiri sérstöðu í Árborg sem áfangastað. Uppbygging sveitarfélagsins síðustu ár hefur skilað miklu í þessum efnum en alltaf má bæta og gera enn betur. Hér þarf sveitarfélagið að leggja sitt af mörkum til að ryðja braut og búa til tækifæri. Sveitarfélagið þarf skýra stefnu fyrir nærumhverfið um hvernig við viljum byggja upp ferðaþjónustu á svæðinu og hvernig við viljum tengja hana saman við menningarlíf. Þetta er ekki nógu vel nýtt auðlind og tækifærin fjölmörg. Við þurfum aðgerðaáætlun um hvernig við eflum listafólk á svæðinu og tengjum það inn í ferðaþjónustuna til að styrkja stoðirnar enn frekar. Að lokum Árborg hefur alla burði til að verða leiðandi sveitarfélag í atvinnuuppbyggingu, menntun og menningu. Með skýrri framtíðarsýn, öflugri samvinnu og markvissum aðgerðum getum við skapað samfélag þar sem fjölbreytt tækifæri blómstra og íbúar njóta góðra lífsgæða. Tækifærin eru til staðar – nú er rétti tíminn til að grípa þau. Höfundur er nýsköpunarverkfræðingur, frumkvöðull og stjórnarmaður Viðreisnar í Árnessýslu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Húsnæðismál Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Byggjum upp samfélag með fjölbreyttum atvinnutækifærum fyrir alla – óháð aldri, kyni, færni eða menntun. Sveitarfélagið Árborg stendur á tímamótum. Með ört vaxandi íbúafjölda og fjölbreyttum samfélagslegum þörfum er nauðsynlegt að skoða atvinnutækifæri innan sveitarfélagsins. Það er að mínu mati grundvöllur áframhaldandi þróunar að hafa skýra stefnu í atvinnumálum – stefnu sem styður við sjálfbæra þróun í atvinnulífinu, eykur fjölbreytni í starfsmöguleikum og bætir þar með lífsgæði íbúa. Það er mikilvægt að við horfum inn á við og spyrjum okkur sjálf: Hvernig getum haldið í unga fólkið okkur og fengið það til að velja Árborg sem framtíðar búsetustað? Og hvernig aukum við lífsgæði allra íbúa á svæðinu? Undanfarin ár hafa verið fjárhagslega krefjandi fyrir sveitarfélagið vegna umfangsmikilla innviðafjárfestinga. En eftir jákvæðan viðsnúning á fjárhag sveitarfélagsins er mikilvægt að tryggja áframhaldandi vöxt og stöðugleika til að verjast því að ekki þurfi að fara í sársaukafullar aðgerðir aftur. Við þurfum að nýta núverandi meðbyr markvisst til að byggja upp öflugt og fjölbreytt atvinnulíf. Við þurfum skýra stefnu og markvissa aðgerðaáætlun. Nú er tækifæri til aðgerða! Fjölbreytni atvinnugreina Fjölbreytt atvinnulíf er forsenda sjálfbærs samfélags. Við viljum að þeir sem velja að búa í Árborg geti notið þeirra lífsgæða sem felast í því að vinna í heimabyggð. Við verðum að forðast einhæfni í atvinnulífinu – við þurfum að stuðla að fjölbreyttu atvinnulífi. Árborg er þannig staðsett að tækifærin eru fjölmörg og svæðið ætti að vera í fararbroddi með aðstöðu fyrir fjarvinnustöðvar og störf án staðsetningar. Til að ná þessu markmiði þurfum við bæði að horfa inn á við og út á við. Við þurfum að hlúa vel að þeim fyrirtækjum sem eru á svæðinu nú þegar, skapa umhverfi til vaxtar og mæta þeim á þeirra forsendum með góðu úrvali af atvinnu- og skrifstofuhúsnæði. Við þurfum líka að sækja út, greiða leið og búa til hvata til að stærri fyrirtæki sjái hag sinn í að starfa á svæðinu. Það gerum við með álitlegum húsakostum og góðu aðgengi að fjarvinnuaðstöðu. Enn fremur er mikilvægt að halda áfram og bæta í stuðning við frumkvöðla og nýsköpunarfyrirtæki. Halda áfram að styðja við nýjar hugmyndir og koma þeim í framkvæmd, en líka taka næsta skref og styðja við þroskaðri hugmyndir og fyrirtæki sem þurfa aðeins meiri byr undir báða vængi til að fljúga af stað. Þetta mun með tímanum skila fjölbreyttari atvinnutækifærum fyrir öll sem búa í Árborg. Menntun og þekkingarsamfélag Til að styðja við fjölbreytt atvinnulíf er menntun lykilþáttur. Menntun er grunnur að flestu. Aukin þekking leiðir til aukinnar verðmætasköpunar. Það er því gríðarlega mikilvægt að öll fái tækifæri til að mennta sig á því sviði sem hugurinn girnist og hafi eftir það tækifæri til að finna starf við hæfi í heimabyggð. Mikilvægt er að efla tengsl við menntastofnanir um allt land og byggja upp öflugt samstarf. Halda þarf áfram að styðja við og byggja upp fjölbreytta fjarnámsmöguleika og styðja við nám í heimabyggð. Einnig er mikilvægt að auka samstarf við atvinnulífið á svæðinu og styðja við samstarfsverkefni milli atvinnulífs og skóla. Sveitarfélagið þarf að vera virkt í að greiða leið fyrir slíkt samstarf og skapa umhverfi þar sem það getur blómstrað. Mikilvægt er að gera hvata til rannsóknarvinnu og nýsköpunar innan þeirra fyrirtækja sem starfa á svæðinu. Auðvelda þeim fyrirtækjum sem eru á svæðinu að auka við þekkingu og starfa að markvissri nýsköpun. Með þessu er hægt að byggja upp sterkt þekkingarsamfélag sem mun ósjálfrátt leiða af sér ný fyrirtæki og störf á svæðinu. Samspil ferðaþjónustu og menningar Menntun og þekkingarsköpun skila sér víða, meðal annars inn í skapandi greinar og menningarlíf. Hægt er að gera betur í uppbygginu skapandi greina með sterkari tenglum við ferðaþjónustuna. Sérstaða er aðdráttarafl. Það eru fjölmörg tækifæri til staðar til að efla tengsl milli þessara greina til að skapa enn meiri sérstöðu í Árborg sem áfangastað. Uppbygging sveitarfélagsins síðustu ár hefur skilað miklu í þessum efnum en alltaf má bæta og gera enn betur. Hér þarf sveitarfélagið að leggja sitt af mörkum til að ryðja braut og búa til tækifæri. Sveitarfélagið þarf skýra stefnu fyrir nærumhverfið um hvernig við viljum byggja upp ferðaþjónustu á svæðinu og hvernig við viljum tengja hana saman við menningarlíf. Þetta er ekki nógu vel nýtt auðlind og tækifærin fjölmörg. Við þurfum aðgerðaáætlun um hvernig við eflum listafólk á svæðinu og tengjum það inn í ferðaþjónustuna til að styrkja stoðirnar enn frekar. Að lokum Árborg hefur alla burði til að verða leiðandi sveitarfélag í atvinnuuppbyggingu, menntun og menningu. Með skýrri framtíðarsýn, öflugri samvinnu og markvissum aðgerðum getum við skapað samfélag þar sem fjölbreytt tækifæri blómstra og íbúar njóta góðra lífsgæða. Tækifærin eru til staðar – nú er rétti tíminn til að grípa þau. Höfundur er nýsköpunarverkfræðingur, frumkvöðull og stjórnarmaður Viðreisnar í Árnessýslu
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar