Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson og Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifa 2. október 2025 12:45 Að undanförnu hafa mál Sólheima í Grímsnesi verið til umfjöllunar á þessum vettvangi. Fyrst í pistli Ingibjargar Rósu Björnsdóttur (Vísir 16. september) og síðar í pistli Hallbjarnar V Fríðhólm (23. september). Að okkar mati endurspegla skrif þeirra vel það andrúmsloft sem ríkt hefur á Sólheimum frá upphafi þessa árs. Tilefni þess að við blöndum okkur í umræðuna eru viðbrögð stjónarformanns Sólheima við pistli Ingibjargar og traustsyfirlýsing fimm forstöðumanna Sólheima sem birtist í kjölfarið. Þar lýsa þeir yfir stuðningi við stjórn, stjórnarformann og nýráðinn framkvæmdarstjóra félagsþjónustu. Aðeins tveir þessarra forstöðumanna vinna í félagsþjónustunni, en það er um ákvarðanir og störf stjórnar og framkvæmdarstjóra á því sviði, sem óánægjan snýst um. Tveir aðrir sem skrifa undir yfirlýsinguna starfa að rekstri verslunar, kaffihúss og annarra fyrirtækja Sólheima og fengu báðir framgang í starfi í þeim gjörningi sem starfsmenn eru að mótmæla. Það er nefnilega ekki svo að ósáttur starfsmaður hafi rokið í blöðin, fúll og einangraður, eftir að hafa verið sagt upp störfum, eins og stjórnarformaður gefur í skyn í viðbrögðum sínum. Pistill Ingibjargar kom í kjölfar yfirlýsingar 53 starfsmanna í upphafi þessa árs, þar sem þeir mótmæltu uppsögn framkvæmdarstjóra og ráðningu fyrrverandi framkvæmdarstjóra og óánægju með hvernig haldið hefur verið á málum eftir þá yfirlýsingu Traustyfirlýsing fimm forstöðumanna Sólheima sem birtist í Vísi 19. september kemur á óvart. Í apríl síðastliðnum tókst starfsmönnum loks, eftir mikil undanbrögð yfirstjórnar, að knýja fram fund með stjórn Sólheima. Á fundinum kom fram hörð gagnrýni á stjórn, stjórnarformann og endurráðinn framkvæmdarstjóra. Það hefði verið eðlilegt að þeir forstöðumenn sem þar voru viðstaddir hefðu tekið til máls og lýst skoðunum sínum þá, ef þær voru svo á skjön við það sem þar kom fram og í yfirlýsingu 53 starfsmanna. Sú yfirlýsing var nú einu sinni tilefni fundarins. Aðeins einn úr þeirra hópi, forstöðumaður viðhalds og framkvæmda, stóð upp framkvæmdarstjóranum til varnar og var hann einn í fjölmennum hópi starfsmanna sem það gerði. Eftir ræðu hans hefði verið staður og stund til að lýsa afdráttarlausum stuðningi við stjórn, stjórnarformann og endurráðinn framkvæmdarstjóra og trausti á störf þeirra. Það var ekki gert. Á fundinum í apríl voru gefin fyrirheit um að ráðgjafafyrirtækið sem stýrði fundinum myndi koma að mannauðsmálum og vinna að sáttum. Skilaboð stjórnarformannsins voru þó skýr, hann ætlaði ekki að hlusta á óskir starfsfólks eða taka tillit til athugasemda þeirra Í kjölfar fundarins var gerð skoðanakönnun á vegum ráðgjafafyrirtækisins, þar sem meðal annars var spurt um viðhorf starfsfólks til stjórnar og viðkomandi framkvæmdarstjóra. Það væri hollt fyrir þá stjórnendur sem halda því fram að hér sé eingöngu um óánægju örfárra einstaklinga að ræða að fletta upp hvaða útkomu þeir fengu í þeirri könnun. Fljótlega eftir að niðurstöður könnunarinnar voru kynntar var samningi við ráðgjafafyrirtækið rift. Það var fyrst þegar ljóst var orðið að stjórn ætlaði ekki að hlusta á starfsfólk sitt að Ingibjörg Rósa birti ákall sitt til velunnara Sólheima. Pistill Hallbjarnar sýnir svo að vandinn er ekki tilkominn vegna óánægju einstaka starfsmanna. Þvert á móti afhjúpar hann hvernig sama ástand hefur komið upp aftur og aftur á Sólheimum allt frá því Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir féll frá. Svo mjög líkjast uppákomurnar hver annarri að hægt er að nota fyrirsagnir úr gömlum dagblöðum, orðrétt, til að lýsa því ástandi sem ríkir í dag. Hann bendir jafnframt á að skýringa er ekki að leita hjá einstaklingum heldur í skipulagi sjálfseignarstofnunarinnar Sólheima og hvernig farið er með það vald sem skipulagið veitir. Með Ingibjörgu Rósu sjáum við á eftir frábærum samstarfsfélaga, manneskju með brennandi áhuga á starfinu, glöggt auga og hugrekki. Enginn þarf að efast um erindi Hallbjarnar með því að stíga fram. Hann ann samfélaginu af ástríðu og er í einstöku sambandi við íbúa Sólheima, þar sem hann hefur búið með fjölskyldu sinni í átta ár. Hallbjörn er einstaklega ástríðufullur þroskaþjálfi og frábær talsmaður íbúa Sólheima. Samfélagið hefur svo sannarlega notið fjölbreyttra hæfileika hans og hann hefur verið lykilmaður í að breyta ímynd Sólheima, bæði meðal fagfólks og í samfélaginu almennt. Það er ekki merki um heilbrigt samfélag þegar ekki er rúm fyrir gagnrýna umræðu, þegar ekki er hlustað á raddir allra. Flest okkar sem höfum haft okkur í frammi í gagnrýni á störf stjórnar og ráðningu framkvæmdarstjóra höfum fengið að finna fyrir því á einn eða annan hátt. Páll Sævar Garðarsson, stuðningsfulltrúi á Sólheimum í GrímsnesiSigurður Örn Guðbjörnsson, stuðningsfulltrúi á Sólheimum í Grímsnesi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólheimar í Grímsnesi Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa mál Sólheima í Grímsnesi verið til umfjöllunar á þessum vettvangi. Fyrst í pistli Ingibjargar Rósu Björnsdóttur (Vísir 16. september) og síðar í pistli Hallbjarnar V Fríðhólm (23. september). Að okkar mati endurspegla skrif þeirra vel það andrúmsloft sem ríkt hefur á Sólheimum frá upphafi þessa árs. Tilefni þess að við blöndum okkur í umræðuna eru viðbrögð stjónarformanns Sólheima við pistli Ingibjargar og traustsyfirlýsing fimm forstöðumanna Sólheima sem birtist í kjölfarið. Þar lýsa þeir yfir stuðningi við stjórn, stjórnarformann og nýráðinn framkvæmdarstjóra félagsþjónustu. Aðeins tveir þessarra forstöðumanna vinna í félagsþjónustunni, en það er um ákvarðanir og störf stjórnar og framkvæmdarstjóra á því sviði, sem óánægjan snýst um. Tveir aðrir sem skrifa undir yfirlýsinguna starfa að rekstri verslunar, kaffihúss og annarra fyrirtækja Sólheima og fengu báðir framgang í starfi í þeim gjörningi sem starfsmenn eru að mótmæla. Það er nefnilega ekki svo að ósáttur starfsmaður hafi rokið í blöðin, fúll og einangraður, eftir að hafa verið sagt upp störfum, eins og stjórnarformaður gefur í skyn í viðbrögðum sínum. Pistill Ingibjargar kom í kjölfar yfirlýsingar 53 starfsmanna í upphafi þessa árs, þar sem þeir mótmæltu uppsögn framkvæmdarstjóra og ráðningu fyrrverandi framkvæmdarstjóra og óánægju með hvernig haldið hefur verið á málum eftir þá yfirlýsingu Traustyfirlýsing fimm forstöðumanna Sólheima sem birtist í Vísi 19. september kemur á óvart. Í apríl síðastliðnum tókst starfsmönnum loks, eftir mikil undanbrögð yfirstjórnar, að knýja fram fund með stjórn Sólheima. Á fundinum kom fram hörð gagnrýni á stjórn, stjórnarformann og endurráðinn framkvæmdarstjóra. Það hefði verið eðlilegt að þeir forstöðumenn sem þar voru viðstaddir hefðu tekið til máls og lýst skoðunum sínum þá, ef þær voru svo á skjön við það sem þar kom fram og í yfirlýsingu 53 starfsmanna. Sú yfirlýsing var nú einu sinni tilefni fundarins. Aðeins einn úr þeirra hópi, forstöðumaður viðhalds og framkvæmda, stóð upp framkvæmdarstjóranum til varnar og var hann einn í fjölmennum hópi starfsmanna sem það gerði. Eftir ræðu hans hefði verið staður og stund til að lýsa afdráttarlausum stuðningi við stjórn, stjórnarformann og endurráðinn framkvæmdarstjóra og trausti á störf þeirra. Það var ekki gert. Á fundinum í apríl voru gefin fyrirheit um að ráðgjafafyrirtækið sem stýrði fundinum myndi koma að mannauðsmálum og vinna að sáttum. Skilaboð stjórnarformannsins voru þó skýr, hann ætlaði ekki að hlusta á óskir starfsfólks eða taka tillit til athugasemda þeirra Í kjölfar fundarins var gerð skoðanakönnun á vegum ráðgjafafyrirtækisins, þar sem meðal annars var spurt um viðhorf starfsfólks til stjórnar og viðkomandi framkvæmdarstjóra. Það væri hollt fyrir þá stjórnendur sem halda því fram að hér sé eingöngu um óánægju örfárra einstaklinga að ræða að fletta upp hvaða útkomu þeir fengu í þeirri könnun. Fljótlega eftir að niðurstöður könnunarinnar voru kynntar var samningi við ráðgjafafyrirtækið rift. Það var fyrst þegar ljóst var orðið að stjórn ætlaði ekki að hlusta á starfsfólk sitt að Ingibjörg Rósa birti ákall sitt til velunnara Sólheima. Pistill Hallbjarnar sýnir svo að vandinn er ekki tilkominn vegna óánægju einstaka starfsmanna. Þvert á móti afhjúpar hann hvernig sama ástand hefur komið upp aftur og aftur á Sólheimum allt frá því Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir féll frá. Svo mjög líkjast uppákomurnar hver annarri að hægt er að nota fyrirsagnir úr gömlum dagblöðum, orðrétt, til að lýsa því ástandi sem ríkir í dag. Hann bendir jafnframt á að skýringa er ekki að leita hjá einstaklingum heldur í skipulagi sjálfseignarstofnunarinnar Sólheima og hvernig farið er með það vald sem skipulagið veitir. Með Ingibjörgu Rósu sjáum við á eftir frábærum samstarfsfélaga, manneskju með brennandi áhuga á starfinu, glöggt auga og hugrekki. Enginn þarf að efast um erindi Hallbjarnar með því að stíga fram. Hann ann samfélaginu af ástríðu og er í einstöku sambandi við íbúa Sólheima, þar sem hann hefur búið með fjölskyldu sinni í átta ár. Hallbjörn er einstaklega ástríðufullur þroskaþjálfi og frábær talsmaður íbúa Sólheima. Samfélagið hefur svo sannarlega notið fjölbreyttra hæfileika hans og hann hefur verið lykilmaður í að breyta ímynd Sólheima, bæði meðal fagfólks og í samfélaginu almennt. Það er ekki merki um heilbrigt samfélag þegar ekki er rúm fyrir gagnrýna umræðu, þegar ekki er hlustað á raddir allra. Flest okkar sem höfum haft okkur í frammi í gagnrýni á störf stjórnar og ráðningu framkvæmdarstjóra höfum fengið að finna fyrir því á einn eða annan hátt. Páll Sævar Garðarsson, stuðningsfulltrúi á Sólheimum í GrímsnesiSigurður Örn Guðbjörnsson, stuðningsfulltrúi á Sólheimum í Grímsnesi
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun