Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar 5. október 2025 08:00 Stjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, ætlar að láta fara fram atkvæðagreiðslu meðal stöðva í almannaþágu um hvort heimila eigi fulltrúum Ísraels að taka þátt í Söngvakeppninni Eurovision. Stjórnin tekur loksins tillit til gríðarlegra mótmæla vegna framgöngu ríkisstjórnar Ísraels gegn almennum borgurum á Gasa og Vesturbakkanum. Á aðalfundi EBU í sumar var ákveðið að gera út erindreka sem færi á milli fulltrúa þátttökuríkja og kannaði hug þeirra. Því samráðsferli var ekki lokið þegar ákveðið var að ganga til atkvæða í nóvember. Á næstu dögum koma saman í Reykjavík útvarpsstjórar Norðurlandanna og gestur á þeim fundi verður erindreki EBU sem ætlað er að kanna hug þátttökuríkja. Ég skrifa hér sem formaður stjórnar RÚV í eigin nafni og lýsi því eindregið yfir að víkja beri Ísrael úr keppninni tafarlaust. Rökin eru m.a. eftirfarandi: 1) Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús fremji þjóðarmorð (e.genocide) á Gasa. Öllum hefur verið ljóst lengi að ríkisstjórn Ísarels margbrýtur alþjóðalög, fremur glæpi gegn mannkyni, beitir hungri gegn almenningi og skipuleggur fjöldamorð sem leitt hafa til þess að tugir þúsunda almennra borgara hafa verið drepnir. Læknar án landamæra sem nú hafa dregið sig út af árásarsvæðum Ísraels nota orðið „slátrun“. 2) Yfir 200 alþjóðlegar stofnanir, samtök og félög hafa harðlega fordæmt Ísraelsstjórn, þar á meðal Alþjóða rauði krossinn og hálfmáninn, Amnesty International, Human Rights Watch, undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna og ekki síst mannúðar- og mannréttindasamtök innan Ísraelsríkis. Á Íslandi sameinuðust um 200 félög í mótmælunum „Þjóð gegn þjóðarmorði“ með samstöðufundum þúsunda þar sem forseti verkalýðshreyfingarinnar krafðist viðskiptabanns á Ísrael og sniðgöngu menningar-, lista- og fræðastofnana eins og háskóla og Ríkisútvarpsins. Samtök unnenda Eurovision á Norðurlöndum hafa fordæmt þátttöku Ísraels. 3) Mörg fordæmi eru fyrir því að víkja ríkjum tímabundið úr keppninni, það nýjasta var í kjölfar árásar Rússa á Úkraínu, þegar EBU vísaði sérstaklega til þess að Rússar (ekki útvarpsstöð þeirra) hefðu valdið „krísu“ í Úkraínu sem er nú vægt til orða tekið og „skaðað orðspor söngvakeppninnar” sem er nákvæmlega það sem ríkisstjórn Ísraels hefur einnig gert. Stjórn EBU hefur algjörlega brugðist því að vera sjálfri sér samkvæm og sek um tvöfalt siðgæði sem er kurteislegt orðalag um þá þvælu sem borin hefur verið á borð til að réttlæta þátttöku Ísraels en ekki Rússa. Engum dettur í hug að bera saman ólíkar forsendur herferðanna í Úkraínu og á Gasa, en það skiptir engu máli fyrir fórnarlömb á hvorum stað og ómældar þjáningar þeirra. Þar eru þeir Netjanjahú og Pútín samsekir enda báðir eftirlýstir stríðsglæpamenn. 4) Ríkisstjórn Ísraels hefur notað gleðileika Evrópu sem áróðursmaskínu fyrir sjálfa sig og kostað til miklu fé víða um lönd til að hafa áhrif á úrslit. Svo ótrúlegt sem það kann að hljóma hefur framkvæmdastjórn keppninnar falsað hljóðútsendingar frá henni til að kæfa óánægjuraddir gesta í sal gegn þátttöku Ísraels. Það er ekkert ,,ópólitískt” við að halda gleðileika með fulltrúum ríkis sem stundar fjöldamorð og notar söngakveppni til að kaupa sér lögmæti. 5) Stjórn Ísraels vinnur beinlínis gegn megintilgangi stöðvanna innan EBU, sem hafa ábyrgðarhlutverk gagnvart almenningi og eru skuldbundnar til að þjóna með ábyrgum fréttaflutningi og áreiðanlegum upplýsingum. Þessar grundvallarreglur braut ríkisstjórn Ísraels með því að banna aðgang fjölmiðlamanna (þar á meðal frá stöðvum innan EBU!) og ritstýra fréttaflutningi af ástandinu á Gasa. Þetta er í sjálfu sér næg ástæða til að víkja Ísrael strax úr EBU. Þegar svo bætast við skipulögð morð og aftökur á fréttamönnum er refsileysi EBU yfirgengilegt og óafsakanlegt. Hvað er eiginlega í gangi þarna? 6) Um þetta má hafa miklu ítarlegra mál og hefur verið gert í samskiptum þeirra útvarpsstöðva innan EBU sem nú hafa tilkynnt að þær séu andsnúnar þátttöku Ísraels í keppninni og muni ekki stíga á svið verði Ísrael með. Allir vona að friðartillögur nái fram að ganga en raunsætt mat segir okkur að treysta aðeins gjörðum en ekki orðum. Það er tímabært að norrænu stöðvarnar allar segi: Hingað og ekki lengra. Ég vil því hvetja norræna útvarpsstjóra til að sameinast um þau gildi sem forseti Finnlands lýsti svo vel í ræðu sinni á Allsherjarþingi SÞ á dögunum. Þar mátti heyra þann hljóm sem Norðurlöndin eru þekkt fyrir víða um lönd í alþjóðlegu samstarfi. Því leyfi ég mér að segja við norrænu stöðvarnar sem starfa í almannaþágu: Kære nordiske kolleger. Nu er det slut med a hygga sig med Benjamin Netanyahu. Höfundur er formaður stjórnar Ríkisútvarpsins; þessi grein er frá höfundi en ekki í nafni stjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Innrás Rússa í Úkraínu Stefán Jón Hafstein Eurovision 2026 Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, ætlar að láta fara fram atkvæðagreiðslu meðal stöðva í almannaþágu um hvort heimila eigi fulltrúum Ísraels að taka þátt í Söngvakeppninni Eurovision. Stjórnin tekur loksins tillit til gríðarlegra mótmæla vegna framgöngu ríkisstjórnar Ísraels gegn almennum borgurum á Gasa og Vesturbakkanum. Á aðalfundi EBU í sumar var ákveðið að gera út erindreka sem færi á milli fulltrúa þátttökuríkja og kannaði hug þeirra. Því samráðsferli var ekki lokið þegar ákveðið var að ganga til atkvæða í nóvember. Á næstu dögum koma saman í Reykjavík útvarpsstjórar Norðurlandanna og gestur á þeim fundi verður erindreki EBU sem ætlað er að kanna hug þátttökuríkja. Ég skrifa hér sem formaður stjórnar RÚV í eigin nafni og lýsi því eindregið yfir að víkja beri Ísrael úr keppninni tafarlaust. Rökin eru m.a. eftirfarandi: 1) Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús fremji þjóðarmorð (e.genocide) á Gasa. Öllum hefur verið ljóst lengi að ríkisstjórn Ísarels margbrýtur alþjóðalög, fremur glæpi gegn mannkyni, beitir hungri gegn almenningi og skipuleggur fjöldamorð sem leitt hafa til þess að tugir þúsunda almennra borgara hafa verið drepnir. Læknar án landamæra sem nú hafa dregið sig út af árásarsvæðum Ísraels nota orðið „slátrun“. 2) Yfir 200 alþjóðlegar stofnanir, samtök og félög hafa harðlega fordæmt Ísraelsstjórn, þar á meðal Alþjóða rauði krossinn og hálfmáninn, Amnesty International, Human Rights Watch, undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna og ekki síst mannúðar- og mannréttindasamtök innan Ísraelsríkis. Á Íslandi sameinuðust um 200 félög í mótmælunum „Þjóð gegn þjóðarmorði“ með samstöðufundum þúsunda þar sem forseti verkalýðshreyfingarinnar krafðist viðskiptabanns á Ísrael og sniðgöngu menningar-, lista- og fræðastofnana eins og háskóla og Ríkisútvarpsins. Samtök unnenda Eurovision á Norðurlöndum hafa fordæmt þátttöku Ísraels. 3) Mörg fordæmi eru fyrir því að víkja ríkjum tímabundið úr keppninni, það nýjasta var í kjölfar árásar Rússa á Úkraínu, þegar EBU vísaði sérstaklega til þess að Rússar (ekki útvarpsstöð þeirra) hefðu valdið „krísu“ í Úkraínu sem er nú vægt til orða tekið og „skaðað orðspor söngvakeppninnar” sem er nákvæmlega það sem ríkisstjórn Ísraels hefur einnig gert. Stjórn EBU hefur algjörlega brugðist því að vera sjálfri sér samkvæm og sek um tvöfalt siðgæði sem er kurteislegt orðalag um þá þvælu sem borin hefur verið á borð til að réttlæta þátttöku Ísraels en ekki Rússa. Engum dettur í hug að bera saman ólíkar forsendur herferðanna í Úkraínu og á Gasa, en það skiptir engu máli fyrir fórnarlömb á hvorum stað og ómældar þjáningar þeirra. Þar eru þeir Netjanjahú og Pútín samsekir enda báðir eftirlýstir stríðsglæpamenn. 4) Ríkisstjórn Ísraels hefur notað gleðileika Evrópu sem áróðursmaskínu fyrir sjálfa sig og kostað til miklu fé víða um lönd til að hafa áhrif á úrslit. Svo ótrúlegt sem það kann að hljóma hefur framkvæmdastjórn keppninnar falsað hljóðútsendingar frá henni til að kæfa óánægjuraddir gesta í sal gegn þátttöku Ísraels. Það er ekkert ,,ópólitískt” við að halda gleðileika með fulltrúum ríkis sem stundar fjöldamorð og notar söngakveppni til að kaupa sér lögmæti. 5) Stjórn Ísraels vinnur beinlínis gegn megintilgangi stöðvanna innan EBU, sem hafa ábyrgðarhlutverk gagnvart almenningi og eru skuldbundnar til að þjóna með ábyrgum fréttaflutningi og áreiðanlegum upplýsingum. Þessar grundvallarreglur braut ríkisstjórn Ísraels með því að banna aðgang fjölmiðlamanna (þar á meðal frá stöðvum innan EBU!) og ritstýra fréttaflutningi af ástandinu á Gasa. Þetta er í sjálfu sér næg ástæða til að víkja Ísrael strax úr EBU. Þegar svo bætast við skipulögð morð og aftökur á fréttamönnum er refsileysi EBU yfirgengilegt og óafsakanlegt. Hvað er eiginlega í gangi þarna? 6) Um þetta má hafa miklu ítarlegra mál og hefur verið gert í samskiptum þeirra útvarpsstöðva innan EBU sem nú hafa tilkynnt að þær séu andsnúnar þátttöku Ísraels í keppninni og muni ekki stíga á svið verði Ísrael með. Allir vona að friðartillögur nái fram að ganga en raunsætt mat segir okkur að treysta aðeins gjörðum en ekki orðum. Það er tímabært að norrænu stöðvarnar allar segi: Hingað og ekki lengra. Ég vil því hvetja norræna útvarpsstjóra til að sameinast um þau gildi sem forseti Finnlands lýsti svo vel í ræðu sinni á Allsherjarþingi SÞ á dögunum. Þar mátti heyra þann hljóm sem Norðurlöndin eru þekkt fyrir víða um lönd í alþjóðlegu samstarfi. Því leyfi ég mér að segja við norrænu stöðvarnar sem starfa í almannaþágu: Kære nordiske kolleger. Nu er det slut med a hygga sig med Benjamin Netanyahu. Höfundur er formaður stjórnar Ríkisútvarpsins; þessi grein er frá höfundi en ekki í nafni stjórnar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar