Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar 5. október 2025 08:00 Stjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, ætlar að láta fara fram atkvæðagreiðslu meðal stöðva í almannaþágu um hvort heimila eigi fulltrúum Ísraels að taka þátt í Söngvakeppninni Eurovision. Stjórnin tekur loksins tillit til gríðarlegra mótmæla vegna framgöngu ríkisstjórnar Ísraels gegn almennum borgurum á Gasa og Vesturbakkanum. Á aðalfundi EBU í sumar var ákveðið að gera út erindreka sem færi á milli fulltrúa þátttökuríkja og kannaði hug þeirra. Því samráðsferli var ekki lokið þegar ákveðið var að ganga til atkvæða í nóvember. Á næstu dögum koma saman í Reykjavík útvarpsstjórar Norðurlandanna og gestur á þeim fundi verður erindreki EBU sem ætlað er að kanna hug þátttökuríkja. Ég skrifa hér sem formaður stjórnar RÚV í eigin nafni og lýsi því eindregið yfir að víkja beri Ísrael úr keppninni tafarlaust. Rökin eru m.a. eftirfarandi: 1) Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús fremji þjóðarmorð (e.genocide) á Gasa. Öllum hefur verið ljóst lengi að ríkisstjórn Ísarels margbrýtur alþjóðalög, fremur glæpi gegn mannkyni, beitir hungri gegn almenningi og skipuleggur fjöldamorð sem leitt hafa til þess að tugir þúsunda almennra borgara hafa verið drepnir. Læknar án landamæra sem nú hafa dregið sig út af árásarsvæðum Ísraels nota orðið „slátrun“. 2) Yfir 200 alþjóðlegar stofnanir, samtök og félög hafa harðlega fordæmt Ísraelsstjórn, þar á meðal Alþjóða rauði krossinn og hálfmáninn, Amnesty International, Human Rights Watch, undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna og ekki síst mannúðar- og mannréttindasamtök innan Ísraelsríkis. Á Íslandi sameinuðust um 200 félög í mótmælunum „Þjóð gegn þjóðarmorði“ með samstöðufundum þúsunda þar sem forseti verkalýðshreyfingarinnar krafðist viðskiptabanns á Ísrael og sniðgöngu menningar-, lista- og fræðastofnana eins og háskóla og Ríkisútvarpsins. Samtök unnenda Eurovision á Norðurlöndum hafa fordæmt þátttöku Ísraels. 3) Mörg fordæmi eru fyrir því að víkja ríkjum tímabundið úr keppninni, það nýjasta var í kjölfar árásar Rússa á Úkraínu, þegar EBU vísaði sérstaklega til þess að Rússar (ekki útvarpsstöð þeirra) hefðu valdið „krísu“ í Úkraínu sem er nú vægt til orða tekið og „skaðað orðspor söngvakeppninnar” sem er nákvæmlega það sem ríkisstjórn Ísraels hefur einnig gert. Stjórn EBU hefur algjörlega brugðist því að vera sjálfri sér samkvæm og sek um tvöfalt siðgæði sem er kurteislegt orðalag um þá þvælu sem borin hefur verið á borð til að réttlæta þátttöku Ísraels en ekki Rússa. Engum dettur í hug að bera saman ólíkar forsendur herferðanna í Úkraínu og á Gasa, en það skiptir engu máli fyrir fórnarlömb á hvorum stað og ómældar þjáningar þeirra. Þar eru þeir Netjanjahú og Pútín samsekir enda báðir eftirlýstir stríðsglæpamenn. 4) Ríkisstjórn Ísraels hefur notað gleðileika Evrópu sem áróðursmaskínu fyrir sjálfa sig og kostað til miklu fé víða um lönd til að hafa áhrif á úrslit. Svo ótrúlegt sem það kann að hljóma hefur framkvæmdastjórn keppninnar falsað hljóðútsendingar frá henni til að kæfa óánægjuraddir gesta í sal gegn þátttöku Ísraels. Það er ekkert ,,ópólitískt” við að halda gleðileika með fulltrúum ríkis sem stundar fjöldamorð og notar söngakveppni til að kaupa sér lögmæti. 5) Stjórn Ísraels vinnur beinlínis gegn megintilgangi stöðvanna innan EBU, sem hafa ábyrgðarhlutverk gagnvart almenningi og eru skuldbundnar til að þjóna með ábyrgum fréttaflutningi og áreiðanlegum upplýsingum. Þessar grundvallarreglur braut ríkisstjórn Ísraels með því að banna aðgang fjölmiðlamanna (þar á meðal frá stöðvum innan EBU!) og ritstýra fréttaflutningi af ástandinu á Gasa. Þetta er í sjálfu sér næg ástæða til að víkja Ísrael strax úr EBU. Þegar svo bætast við skipulögð morð og aftökur á fréttamönnum er refsileysi EBU yfirgengilegt og óafsakanlegt. Hvað er eiginlega í gangi þarna? 6) Um þetta má hafa miklu ítarlegra mál og hefur verið gert í samskiptum þeirra útvarpsstöðva innan EBU sem nú hafa tilkynnt að þær séu andsnúnar þátttöku Ísraels í keppninni og muni ekki stíga á svið verði Ísrael með. Allir vona að friðartillögur nái fram að ganga en raunsætt mat segir okkur að treysta aðeins gjörðum en ekki orðum. Það er tímabært að norrænu stöðvarnar allar segi: Hingað og ekki lengra. Ég vil því hvetja norræna útvarpsstjóra til að sameinast um þau gildi sem forseti Finnlands lýsti svo vel í ræðu sinni á Allsherjarþingi SÞ á dögunum. Þar mátti heyra þann hljóm sem Norðurlöndin eru þekkt fyrir víða um lönd í alþjóðlegu samstarfi. Því leyfi ég mér að segja við norrænu stöðvarnar sem starfa í almannaþágu: Kære nordiske kolleger. Nu er det slut med a hygga sig med Benjamin Netanyahu. Höfundur er formaður stjórnar Ríkisútvarpsins; þessi grein er frá höfundi en ekki í nafni stjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Innrás Rússa í Úkraínu Stefán Jón Hafstein Eurovision 2026 Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, ætlar að láta fara fram atkvæðagreiðslu meðal stöðva í almannaþágu um hvort heimila eigi fulltrúum Ísraels að taka þátt í Söngvakeppninni Eurovision. Stjórnin tekur loksins tillit til gríðarlegra mótmæla vegna framgöngu ríkisstjórnar Ísraels gegn almennum borgurum á Gasa og Vesturbakkanum. Á aðalfundi EBU í sumar var ákveðið að gera út erindreka sem færi á milli fulltrúa þátttökuríkja og kannaði hug þeirra. Því samráðsferli var ekki lokið þegar ákveðið var að ganga til atkvæða í nóvember. Á næstu dögum koma saman í Reykjavík útvarpsstjórar Norðurlandanna og gestur á þeim fundi verður erindreki EBU sem ætlað er að kanna hug þátttökuríkja. Ég skrifa hér sem formaður stjórnar RÚV í eigin nafni og lýsi því eindregið yfir að víkja beri Ísrael úr keppninni tafarlaust. Rökin eru m.a. eftirfarandi: 1) Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Benjamíns Netanjahús fremji þjóðarmorð (e.genocide) á Gasa. Öllum hefur verið ljóst lengi að ríkisstjórn Ísarels margbrýtur alþjóðalög, fremur glæpi gegn mannkyni, beitir hungri gegn almenningi og skipuleggur fjöldamorð sem leitt hafa til þess að tugir þúsunda almennra borgara hafa verið drepnir. Læknar án landamæra sem nú hafa dregið sig út af árásarsvæðum Ísraels nota orðið „slátrun“. 2) Yfir 200 alþjóðlegar stofnanir, samtök og félög hafa harðlega fordæmt Ísraelsstjórn, þar á meðal Alþjóða rauði krossinn og hálfmáninn, Amnesty International, Human Rights Watch, undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna og ekki síst mannúðar- og mannréttindasamtök innan Ísraelsríkis. Á Íslandi sameinuðust um 200 félög í mótmælunum „Þjóð gegn þjóðarmorði“ með samstöðufundum þúsunda þar sem forseti verkalýðshreyfingarinnar krafðist viðskiptabanns á Ísrael og sniðgöngu menningar-, lista- og fræðastofnana eins og háskóla og Ríkisútvarpsins. Samtök unnenda Eurovision á Norðurlöndum hafa fordæmt þátttöku Ísraels. 3) Mörg fordæmi eru fyrir því að víkja ríkjum tímabundið úr keppninni, það nýjasta var í kjölfar árásar Rússa á Úkraínu, þegar EBU vísaði sérstaklega til þess að Rússar (ekki útvarpsstöð þeirra) hefðu valdið „krísu“ í Úkraínu sem er nú vægt til orða tekið og „skaðað orðspor söngvakeppninnar” sem er nákvæmlega það sem ríkisstjórn Ísraels hefur einnig gert. Stjórn EBU hefur algjörlega brugðist því að vera sjálfri sér samkvæm og sek um tvöfalt siðgæði sem er kurteislegt orðalag um þá þvælu sem borin hefur verið á borð til að réttlæta þátttöku Ísraels en ekki Rússa. Engum dettur í hug að bera saman ólíkar forsendur herferðanna í Úkraínu og á Gasa, en það skiptir engu máli fyrir fórnarlömb á hvorum stað og ómældar þjáningar þeirra. Þar eru þeir Netjanjahú og Pútín samsekir enda báðir eftirlýstir stríðsglæpamenn. 4) Ríkisstjórn Ísraels hefur notað gleðileika Evrópu sem áróðursmaskínu fyrir sjálfa sig og kostað til miklu fé víða um lönd til að hafa áhrif á úrslit. Svo ótrúlegt sem það kann að hljóma hefur framkvæmdastjórn keppninnar falsað hljóðútsendingar frá henni til að kæfa óánægjuraddir gesta í sal gegn þátttöku Ísraels. Það er ekkert ,,ópólitískt” við að halda gleðileika með fulltrúum ríkis sem stundar fjöldamorð og notar söngakveppni til að kaupa sér lögmæti. 5) Stjórn Ísraels vinnur beinlínis gegn megintilgangi stöðvanna innan EBU, sem hafa ábyrgðarhlutverk gagnvart almenningi og eru skuldbundnar til að þjóna með ábyrgum fréttaflutningi og áreiðanlegum upplýsingum. Þessar grundvallarreglur braut ríkisstjórn Ísraels með því að banna aðgang fjölmiðlamanna (þar á meðal frá stöðvum innan EBU!) og ritstýra fréttaflutningi af ástandinu á Gasa. Þetta er í sjálfu sér næg ástæða til að víkja Ísrael strax úr EBU. Þegar svo bætast við skipulögð morð og aftökur á fréttamönnum er refsileysi EBU yfirgengilegt og óafsakanlegt. Hvað er eiginlega í gangi þarna? 6) Um þetta má hafa miklu ítarlegra mál og hefur verið gert í samskiptum þeirra útvarpsstöðva innan EBU sem nú hafa tilkynnt að þær séu andsnúnar þátttöku Ísraels í keppninni og muni ekki stíga á svið verði Ísrael með. Allir vona að friðartillögur nái fram að ganga en raunsætt mat segir okkur að treysta aðeins gjörðum en ekki orðum. Það er tímabært að norrænu stöðvarnar allar segi: Hingað og ekki lengra. Ég vil því hvetja norræna útvarpsstjóra til að sameinast um þau gildi sem forseti Finnlands lýsti svo vel í ræðu sinni á Allsherjarþingi SÞ á dögunum. Þar mátti heyra þann hljóm sem Norðurlöndin eru þekkt fyrir víða um lönd í alþjóðlegu samstarfi. Því leyfi ég mér að segja við norrænu stöðvarnar sem starfa í almannaþágu: Kære nordiske kolleger. Nu er det slut med a hygga sig med Benjamin Netanyahu. Höfundur er formaður stjórnar Ríkisútvarpsins; þessi grein er frá höfundi en ekki í nafni stjórnar.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun