Sport

Stjörnuþjálfari dæmdur í bann

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andy Ypung þjálfaði Lauru Muir þegar hún vann silfurverðlaun á Ólympíuleikum.
Andy Ypung þjálfaði Lauru Muir þegar hún vann silfurverðlaun á Ólympíuleikum. EPA/ENNIO LEANZA

Farsæll frjálsíþróttaþjálfari má ekki koma nálægt íþrótt sinni næstu árin eftir staðfestan harðan dóm breska frjálsíþróttasambandsins.

Skoski þjálfarinn Andy Young var dæmdur í þriggja ára bann eftir ítrekaðar ásakanir um slæma hegðun.

Young hefur verið sakaður að setja árangurinn ofar velferð íþróttafólksins sem hann þjálfar. Hann hefur þannig hunsað ráð lækna og hefur á stjórnsaman hátt þvingað íþróttafólkið til að hlýða sér. Pínt þau afram jafnvel þótt að læknar segi að þau eigi að hvíla.

Hinn 48 ára gamli Young fékk alls á sig 39 kærur en hann var sekur í níu þeirra þar af voru sjö mjög alvarleg brot.

Young hafði áfrýjað fyrri dómi en áfrýjunardómstóll breska sambandsins staðfesti dóminn.

Young er þekktastur fyrir að vera þjálfari millivegahlaupakonunnar Laura Muir en hann þjálfaði hana þegar hún van silfur í 1500 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó 2021.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×