Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. september 2025 11:08 Fjölskyldan er búsett í Kópavogi. vísir/Vilhelm Íslensk móðir sem starfar sem læknir gerði sér upp banvænt krabbamein og skrifaði upp á lyf fyrir foreldra sína og systur en neytti sjálf. Þá sendi hún karlmenn til að hafa í hótunum við barnsföður sinn sem fyrir vikið flúði heimilið um tíma með ungar dætur þeirra. Skipulögð brúðkaupsveisla fór út um þúfur og barnavernd skarst í leikinn. Um mikinn fjölskylduharmleik er að ræða sem hefur komið til kasta barnaverndar, Kópavogsbæjar, héraðsdóms og nú síðast Landsréttar. Sneri ágreiningurinn fyrir dómstólum um aðgerðir Kópavogsbæjar gagnvart móðurinni með velferð ungra dætra þeirra að leiðarljósi. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að vista móðurina utan heimilis fjölskyldunnar í allt að fjóra mánuði. Faðirinn sakaður um ofbeldi Barnaverndaryfirvöld hófu afskipti af stúlkunum í febrúar 2025 þegar sex nafnlausar tilkynningar bárust í einum mánuði frá fjölskyldu og vinum móðurinnar. Áhyggjur voru af andlegu ofbeldi föðurins og að móðirin glímdi við alvarleg veikindi. Hún sætti lyfjameðferð eftir aðgerð vegna krabbameins. Var því lýst að móðirin hefði einangrast á heimili sínu og barnsfaðir lokað á samskipti hennar við foreldrana og neitað dætrunum að hitta ömmu sína og afa. Þá var fullyrt að faðirinn stjórnaði lyfjagjöf móður og gæfi henni mörg lyf í einu til að gera hana sljóa. Þá væru áhyggjur uppi um að hann hefði byrlaði henni. Í viðtali barnaverndar við móðurina í febrúar 2025 hefði móðirin virst mjög hrædd og óörugg, staðfest efni tilkynninganna og greint frá slæmum aðstæðum á heimilinu. Á þeim tíma voru aðeins nokkrar vikur í brúðkaup hjá foreldrunum sem fagna átti með pompi og prakt. Faðirinn tekinn fastur Nokkru síðar var sérsveit kölluð að heimili fjölskyldunnar eftir tilkynningu frá barnavernd. Tilefnið var grunur um að maður héldi börnum og konu í gíslingu og hótaði að skjóta þau kæmi lögregla að heimilinu. Faðirinn var handtekinn á vettvangi og móðirin verið sofandi og lítið getað tjáð sig enda í krabbameinsmeðferð. Konan lýsti því þó að faðirinn hefði sagst myndu skjóta móðurafa dætranna. Hún væri frjáls ferða sinna en faðir stúlknanna væri oft reiður, öskraði mikið og bannaði henni að hafa samskipti við fjölskyldu sína. Móðirin og dæturnar dvöldu þá nótt í Kvennaathvarfinu. Kúvending í málinu Algjör vending varð svo í málinu þann 14. mars. Barnavernd hafði kannað málið og í ljós kom að konan, sem var starfandi læknir, var alls ekki með krabbamein og hafði aldrei verið með. Sama dag var föðurnum og dætrum komið í „öruggt skjól“ og óskað aðstoðar lögreglu við að sækja föt og dót fyrir dæturnar. Móðirin leitaði á slysadeild Landspítalans í tvígang nokkrum dögum síðar vegna andlegrar vanlíðunar og svefnleysis. Hún væri hrædd og vildi hjálp. Hún hefði sýnt gott innsæi í viðtali og ekki greind með hugsanatruflanir eða geðrofseinkenni. Bar hún því við að faðirinn hefði ruglað hana og sannfært um að hún væri með krabbamein. Brúðkaupsveislu þeirra sem fara átti fram í mars var aflýst og skildu þau að skiptum. Frá þeim tíma dvöldu stúlkurnar hjá föðurnum en móðirin hjá foreldrum sínum. Kópavogsbær lýsti því að aðgerðirnar hefðu snúið að því að tryggja stúlkunum viðunandi heimilisaðstæður hjá föður og að móðirin fengi nauðsynlega aðstoð. Ávísaði lyfjum á ættingja en nýtti sjálf Starfsfólk Kópavogsbæjar taldi á þessum tímapunkti að móðirin ætti við alvarlegan geðrænan vanda að etja. Hún hefði misnotað lyfseðilsskyld lyf í þeim mæli að hún var ófær um að sinna sjálfri sér og dætrunum. Þá hefði komið í ljós að hún hefði sem læknir ávísað lyfjum á foreldra sína og systur en nýtt til eigin nota. Þá sagði Kópavogsbær að eftir að hótanir bárust föðurnum vegna meintrar tálmunar hafi tveir menn mætt á heimili fjölskyldunnar í lok apríl og náðst myndbandsupptaka af þeim á dyrasíma. Síðar hafi komið í ljós að hótanir hafi borist frá einstaklingum tengdum móðurinni. Dvaldi faðirinn með dæturnar í íbúð á vegum Kópavogsbæjar í fimm vikur af öryggisaðstæðum vegna þessa. Kópavogsbær ákvað í byrjun maí, eftir að móðirin mætti ásamt föðurafa á leikskóla dætranna, að færa föðurnum fulla umsjá í fjórtán daga. Gögn bentu til þess að faðirinn hefði annast stúlkurnar að miklu leyti enda móðirin verið meira og minna rúmliggjandi og þurft á umönnun sjálf að halda. Þá hefðu nokkrir aðilar sem upphaflega hefðu tilkynnt föðurinn til barnaverndar vegna meints ofbeldis óskað eftir því að draga þær til baka. Þær hefðu eingöngu byggt á frásögnum frá móðurinni. Móðirin vistuð utan heimilis Um miðjan maí var tekin ákvörðun hjá barnaverndarþjónustunni að vista móður í allt að fjóra mánuði utan heimilis og fela föðurnum þann tíma fulla umsjá yfir stúlkunum. Ákvörðunin var staðfest með úrskurði í byrjun júní. Móðirin kærði þessa niðurstöðu og tók Héraðsdómur Reykjaness málið til meðferðar. Dómstóllinn sagði mjög alvarlegt að móðirin hefði gert sér upp krabbamein en dætrunum stæði þó ekki hætta af henni. Þá hefði Kópavogsbær gripið til of harkalegra aðgerða gagnvart móðurinni. Var fallist á það með móðurinni að úrskurðurinn væri felldur úr gildi. Sá úrskurður var kveðinn upp 13. ágúst en Kópavogsbær kærði niðurstöðuna til Landsréttar. Gleymdist að leggja gögn fram Við meðferð málsins hjá Landsrétti voru lögð fram gögn sem Kópavogsbær sagðist hafa gleymt að leggja fram í héraðsdómi. Meðal annars vitnisburður sálfræðings á Landspítalanum sem taldi móðurina ekki geta sinnt dætrum sínum í augnablikinu. Helsti vandi hennar væri ekki áfallastreita heldur lyfjafíkn eða einhvers konar persónuleikavandi. Móðirin hefði í viðtölum sagst vera hætt að taka Sobril sem er róandi og kvíðastillandi lyf sem er ávanabindandi. Samkvæmt sjúkraskrá væri hún hins vegar farin að taka lyfin aftur. Frásögn hennar væri ekki trúverðug og ósamræmi væri á milli svara hennar í viðtölum og þess sem fram kæmi hjá öðrum fagaðilum. Sömuleiðis voru lögð fram gögn um tengsl móðurinnar við karlmenn sem hefðu sent föðurnum og móður hans hótanir í síma og komið að heimili fjölskyldunnar. Þeir hefðu borið vopn. Þá var lagt fram bréf frá leikskólastjóra dætranna þar sem kom fram að starfsfólk leikskólans hefði merkt miklar breytingar til hins betra á líðan annarrar stúlkunnar eftir að móðurinni var vikið af heimilinu. Var úrskurður héraðsdóms því felldur úr gildi og ákvörðun barnaverndarþjónustunnar staðfest. Úrskurður Landsréttar. Heilbrigðismál Kópavogur Dómsmál Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Sjá meira
Um mikinn fjölskylduharmleik er að ræða sem hefur komið til kasta barnaverndar, Kópavogsbæjar, héraðsdóms og nú síðast Landsréttar. Sneri ágreiningurinn fyrir dómstólum um aðgerðir Kópavogsbæjar gagnvart móðurinni með velferð ungra dætra þeirra að leiðarljósi. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að vista móðurina utan heimilis fjölskyldunnar í allt að fjóra mánuði. Faðirinn sakaður um ofbeldi Barnaverndaryfirvöld hófu afskipti af stúlkunum í febrúar 2025 þegar sex nafnlausar tilkynningar bárust í einum mánuði frá fjölskyldu og vinum móðurinnar. Áhyggjur voru af andlegu ofbeldi föðurins og að móðirin glímdi við alvarleg veikindi. Hún sætti lyfjameðferð eftir aðgerð vegna krabbameins. Var því lýst að móðirin hefði einangrast á heimili sínu og barnsfaðir lokað á samskipti hennar við foreldrana og neitað dætrunum að hitta ömmu sína og afa. Þá var fullyrt að faðirinn stjórnaði lyfjagjöf móður og gæfi henni mörg lyf í einu til að gera hana sljóa. Þá væru áhyggjur uppi um að hann hefði byrlaði henni. Í viðtali barnaverndar við móðurina í febrúar 2025 hefði móðirin virst mjög hrædd og óörugg, staðfest efni tilkynninganna og greint frá slæmum aðstæðum á heimilinu. Á þeim tíma voru aðeins nokkrar vikur í brúðkaup hjá foreldrunum sem fagna átti með pompi og prakt. Faðirinn tekinn fastur Nokkru síðar var sérsveit kölluð að heimili fjölskyldunnar eftir tilkynningu frá barnavernd. Tilefnið var grunur um að maður héldi börnum og konu í gíslingu og hótaði að skjóta þau kæmi lögregla að heimilinu. Faðirinn var handtekinn á vettvangi og móðirin verið sofandi og lítið getað tjáð sig enda í krabbameinsmeðferð. Konan lýsti því þó að faðirinn hefði sagst myndu skjóta móðurafa dætranna. Hún væri frjáls ferða sinna en faðir stúlknanna væri oft reiður, öskraði mikið og bannaði henni að hafa samskipti við fjölskyldu sína. Móðirin og dæturnar dvöldu þá nótt í Kvennaathvarfinu. Kúvending í málinu Algjör vending varð svo í málinu þann 14. mars. Barnavernd hafði kannað málið og í ljós kom að konan, sem var starfandi læknir, var alls ekki með krabbamein og hafði aldrei verið með. Sama dag var föðurnum og dætrum komið í „öruggt skjól“ og óskað aðstoðar lögreglu við að sækja föt og dót fyrir dæturnar. Móðirin leitaði á slysadeild Landspítalans í tvígang nokkrum dögum síðar vegna andlegrar vanlíðunar og svefnleysis. Hún væri hrædd og vildi hjálp. Hún hefði sýnt gott innsæi í viðtali og ekki greind með hugsanatruflanir eða geðrofseinkenni. Bar hún því við að faðirinn hefði ruglað hana og sannfært um að hún væri með krabbamein. Brúðkaupsveislu þeirra sem fara átti fram í mars var aflýst og skildu þau að skiptum. Frá þeim tíma dvöldu stúlkurnar hjá föðurnum en móðirin hjá foreldrum sínum. Kópavogsbær lýsti því að aðgerðirnar hefðu snúið að því að tryggja stúlkunum viðunandi heimilisaðstæður hjá föður og að móðirin fengi nauðsynlega aðstoð. Ávísaði lyfjum á ættingja en nýtti sjálf Starfsfólk Kópavogsbæjar taldi á þessum tímapunkti að móðirin ætti við alvarlegan geðrænan vanda að etja. Hún hefði misnotað lyfseðilsskyld lyf í þeim mæli að hún var ófær um að sinna sjálfri sér og dætrunum. Þá hefði komið í ljós að hún hefði sem læknir ávísað lyfjum á foreldra sína og systur en nýtt til eigin nota. Þá sagði Kópavogsbær að eftir að hótanir bárust föðurnum vegna meintrar tálmunar hafi tveir menn mætt á heimili fjölskyldunnar í lok apríl og náðst myndbandsupptaka af þeim á dyrasíma. Síðar hafi komið í ljós að hótanir hafi borist frá einstaklingum tengdum móðurinni. Dvaldi faðirinn með dæturnar í íbúð á vegum Kópavogsbæjar í fimm vikur af öryggisaðstæðum vegna þessa. Kópavogsbær ákvað í byrjun maí, eftir að móðirin mætti ásamt föðurafa á leikskóla dætranna, að færa föðurnum fulla umsjá í fjórtán daga. Gögn bentu til þess að faðirinn hefði annast stúlkurnar að miklu leyti enda móðirin verið meira og minna rúmliggjandi og þurft á umönnun sjálf að halda. Þá hefðu nokkrir aðilar sem upphaflega hefðu tilkynnt föðurinn til barnaverndar vegna meints ofbeldis óskað eftir því að draga þær til baka. Þær hefðu eingöngu byggt á frásögnum frá móðurinni. Móðirin vistuð utan heimilis Um miðjan maí var tekin ákvörðun hjá barnaverndarþjónustunni að vista móður í allt að fjóra mánuði utan heimilis og fela föðurnum þann tíma fulla umsjá yfir stúlkunum. Ákvörðunin var staðfest með úrskurði í byrjun júní. Móðirin kærði þessa niðurstöðu og tók Héraðsdómur Reykjaness málið til meðferðar. Dómstóllinn sagði mjög alvarlegt að móðirin hefði gert sér upp krabbamein en dætrunum stæði þó ekki hætta af henni. Þá hefði Kópavogsbær gripið til of harkalegra aðgerða gagnvart móðurinni. Var fallist á það með móðurinni að úrskurðurinn væri felldur úr gildi. Sá úrskurður var kveðinn upp 13. ágúst en Kópavogsbær kærði niðurstöðuna til Landsréttar. Gleymdist að leggja gögn fram Við meðferð málsins hjá Landsrétti voru lögð fram gögn sem Kópavogsbær sagðist hafa gleymt að leggja fram í héraðsdómi. Meðal annars vitnisburður sálfræðings á Landspítalanum sem taldi móðurina ekki geta sinnt dætrum sínum í augnablikinu. Helsti vandi hennar væri ekki áfallastreita heldur lyfjafíkn eða einhvers konar persónuleikavandi. Móðirin hefði í viðtölum sagst vera hætt að taka Sobril sem er róandi og kvíðastillandi lyf sem er ávanabindandi. Samkvæmt sjúkraskrá væri hún hins vegar farin að taka lyfin aftur. Frásögn hennar væri ekki trúverðug og ósamræmi væri á milli svara hennar í viðtölum og þess sem fram kæmi hjá öðrum fagaðilum. Sömuleiðis voru lögð fram gögn um tengsl móðurinnar við karlmenn sem hefðu sent föðurnum og móður hans hótanir í síma og komið að heimili fjölskyldunnar. Þeir hefðu borið vopn. Þá var lagt fram bréf frá leikskólastjóra dætranna þar sem kom fram að starfsfólk leikskólans hefði merkt miklar breytingar til hins betra á líðan annarrar stúlkunnar eftir að móðurinni var vikið af heimilinu. Var úrskurður héraðsdóms því felldur úr gildi og ákvörðun barnaverndarþjónustunnar staðfest. Úrskurður Landsréttar.
Heilbrigðismál Kópavogur Dómsmál Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Fleiri fréttir Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent