Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 30. september 2025 07:00 Framhaldsskólakerfið okkar stendur frammi fyrir nýjum áskorunum vegna örra samfélagsbreytinga. Við stöndum til að mynda frammi fyrir mun fjölbreyttari nemendahópi en áður sem kallar á aukna þörf fyrir náms- og félagslegan stuðning innan skólanna. Þá vitum við að inntak og samsetning náms geta verið ólík á milli skóla sem m.a. endurspeglast í ólíkum undirbúningi sem getur haft áhrif á tækifæri nemenda við upphaf háskólanáms. Skólameistarar hafa einnig sjálfir bent á að of oft þurfa þeir að sinna mikilli rekstrartengdri umsýslu á kostnað faglegrar stjórnunar. Þessu þurfum við að mæta, ekki með því að sameina skóla eða fækka störfum, heldur með því að efla stuðning og bæta þjónustu. Um þetta snýst þetta allt saman. Styttum sporin, minnkum skrifræðið Það er þess vegna sem við höfum nú kynnt hugmyndir um svæðisskrifstofur sem verða bakhjarl allra framhaldsskóla. Þær eru hugsaðar sem stoðkerfi sem styður við skólastjórnendur, kennara, starfsfólk skóla og nemendur. Markmiðið er einmitt að létta á ýmis konar umsýslu innan skólanna, stytta boðleiðir og tryggja jafnt aðgengi nemenda að sérfræðiþjónustu, óháð búsetu. Það er mikilvægt að árétta: Áfram halda kennarar að kenna og náms- og starfsráðgjafar halda áfram að sinna nemendunum út í skólunum. Áfram verður stuðst við mannauðinn sem er í skólunum enda þurfum við á honum að halda og gott betur. Þegar talað er um samræmingu í þessu samhengi þá erum við ekki að tala um að samræma allt nám og gera það eins. Við erum að tala um hugmyndir að samræma inntak helstu kjarnagreina. Það hefur sýnt sig að það getur komið niður á nemendum síðar meir ef greinarnar eru of ólíkar. Allir framhaldsskólar munu því halda nafni sínu, sérstöðu og sínum eigin skólastjórnanda. Framhaldsskólarnir verða áfram jafnólíkir og þeir eru margir. Fjölbreytileiki í menntakerfinu skiptir nefnilega máli því fjölbreyttur nemendahópur kallar á fjölbreytta framhaldsskóla og það vil ég styrkja. Aukin þjónusta er markmiðið Ég, sem menntamálaráðherra geri mér grein fyrir mikilvægi fjölbreytileika. Minn bakgrunnur, bæði í námi og lífi, er ólíkur fyrrum menntamálaráðherrum, sem mér finnst vera kostur. En áfram með hugmyndina. Stjórnendur framhaldsskóla vita best hver þörf skólanna er og því er mikilvægt að þeir beri ábyrgð á sínum mannauði og hafi umsjón með rekstri skóla. En hugmyndin er að svæðisskrifstofurnar geti aðstoðað skólana í þeim málum ef á þarf að halda. Og að mati ráðuneytisins er þörfin brýn. Málin geta verið tímafrek og flókin og það getur verið gott að geta leitað til svæðisskrifstofu sinnar. Alveg eins og grunnskólarnir geta núna leitað til sinna skólamiðstöðva og sveitarfélaga. Ekki ber mikið á því núna að stjórnendur grunnskóla séu ekki sjálfstæðir í sínum störfum. Áfram verður því daglegur rekstur framhaldsskólanna í umsjón skólastjórnenda í hverjum skóla. Menntun og velferð nemendanna í fyrirrúmi Þá eru einnig hugmyndir að þetta opni enn frekar á möguleika kennara að starfa á milli skóla ef þeir þess óska. Möguleikar nemenda á að taka áfanga milli skóla geta jafnframt hugsanlega aukist. En mikilvægt er að hafa í huga að nemendur munu áfram geta sótt náms- og starfsráðgjöf og aðra þjónustu í sínum skóla. Við erum ekki að fara fækka náms- og starfsráðgjöfum í skólunum eða að lengja sporin eftir þjónustu. Með svæðisbundinni þjónustu getum við hins vegar boðið upp á fjölbreyttari sérfræðiþjónustu, aukið svigrúm kennara til starfsþróunar og veitt nemendum betri náms- og félagslegan stuðning. Þannig gerum við góða skóla enn betri og styrkjum sérstaklega minni skóla á landsbyggðinni sem oft hafa ekki bolmagn til að halda úti allri nauðsynlegri þjónustu sjálfir. Þetta mun kosta töluverða fjármuni. Þetta eru nefnilega ekki hagræðingaraðgerðir heldur fjárfesting í gæðum, sveigjanleika og mannauði og sú fjárfesting mun skila sér inn í skólana. Sókn í stað aðgerðarleysis Hér hafa verið ríkisstjórnir sem hafa lítið sem ekkert viljað gera fyrir þetta skólastig. Hér hafa einnig verið ríkisstjórnir sem hafa reynt að sameina framhaldsskólana. Nú starfar hins vegar ríkisstjórn sem vill ekki sameiningar heldur vill styrkja skólana. Við viljum í staðinn hlúa að framhaldsskólunum okkar, leyfa þeim að blómstra á eigin forsendum og ráðast í sókn. Í þessu sambandi vil ég sérstaklega minnast á eflingu iðn- og verknáms með viðbyggingum við fimm verknámsskóla víðs vegar um landið. Ég sé þetta því sem tækifæri til að byggja upp sterkara, sveigjanlegra og réttlátara framhaldsskólakerfi þar sem allir nemendur fá bestu mögulegu menntun og stuðning óháð því hvar þeir búa. Um þetta er ég að vonast til að samtalið við skólasamfélagið, sem nú er rétt að hefjast, geti snúist um. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Skoðun Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Framhaldsskólakerfið okkar stendur frammi fyrir nýjum áskorunum vegna örra samfélagsbreytinga. Við stöndum til að mynda frammi fyrir mun fjölbreyttari nemendahópi en áður sem kallar á aukna þörf fyrir náms- og félagslegan stuðning innan skólanna. Þá vitum við að inntak og samsetning náms geta verið ólík á milli skóla sem m.a. endurspeglast í ólíkum undirbúningi sem getur haft áhrif á tækifæri nemenda við upphaf háskólanáms. Skólameistarar hafa einnig sjálfir bent á að of oft þurfa þeir að sinna mikilli rekstrartengdri umsýslu á kostnað faglegrar stjórnunar. Þessu þurfum við að mæta, ekki með því að sameina skóla eða fækka störfum, heldur með því að efla stuðning og bæta þjónustu. Um þetta snýst þetta allt saman. Styttum sporin, minnkum skrifræðið Það er þess vegna sem við höfum nú kynnt hugmyndir um svæðisskrifstofur sem verða bakhjarl allra framhaldsskóla. Þær eru hugsaðar sem stoðkerfi sem styður við skólastjórnendur, kennara, starfsfólk skóla og nemendur. Markmiðið er einmitt að létta á ýmis konar umsýslu innan skólanna, stytta boðleiðir og tryggja jafnt aðgengi nemenda að sérfræðiþjónustu, óháð búsetu. Það er mikilvægt að árétta: Áfram halda kennarar að kenna og náms- og starfsráðgjafar halda áfram að sinna nemendunum út í skólunum. Áfram verður stuðst við mannauðinn sem er í skólunum enda þurfum við á honum að halda og gott betur. Þegar talað er um samræmingu í þessu samhengi þá erum við ekki að tala um að samræma allt nám og gera það eins. Við erum að tala um hugmyndir að samræma inntak helstu kjarnagreina. Það hefur sýnt sig að það getur komið niður á nemendum síðar meir ef greinarnar eru of ólíkar. Allir framhaldsskólar munu því halda nafni sínu, sérstöðu og sínum eigin skólastjórnanda. Framhaldsskólarnir verða áfram jafnólíkir og þeir eru margir. Fjölbreytileiki í menntakerfinu skiptir nefnilega máli því fjölbreyttur nemendahópur kallar á fjölbreytta framhaldsskóla og það vil ég styrkja. Aukin þjónusta er markmiðið Ég, sem menntamálaráðherra geri mér grein fyrir mikilvægi fjölbreytileika. Minn bakgrunnur, bæði í námi og lífi, er ólíkur fyrrum menntamálaráðherrum, sem mér finnst vera kostur. En áfram með hugmyndina. Stjórnendur framhaldsskóla vita best hver þörf skólanna er og því er mikilvægt að þeir beri ábyrgð á sínum mannauði og hafi umsjón með rekstri skóla. En hugmyndin er að svæðisskrifstofurnar geti aðstoðað skólana í þeim málum ef á þarf að halda. Og að mati ráðuneytisins er þörfin brýn. Málin geta verið tímafrek og flókin og það getur verið gott að geta leitað til svæðisskrifstofu sinnar. Alveg eins og grunnskólarnir geta núna leitað til sinna skólamiðstöðva og sveitarfélaga. Ekki ber mikið á því núna að stjórnendur grunnskóla séu ekki sjálfstæðir í sínum störfum. Áfram verður því daglegur rekstur framhaldsskólanna í umsjón skólastjórnenda í hverjum skóla. Menntun og velferð nemendanna í fyrirrúmi Þá eru einnig hugmyndir að þetta opni enn frekar á möguleika kennara að starfa á milli skóla ef þeir þess óska. Möguleikar nemenda á að taka áfanga milli skóla geta jafnframt hugsanlega aukist. En mikilvægt er að hafa í huga að nemendur munu áfram geta sótt náms- og starfsráðgjöf og aðra þjónustu í sínum skóla. Við erum ekki að fara fækka náms- og starfsráðgjöfum í skólunum eða að lengja sporin eftir þjónustu. Með svæðisbundinni þjónustu getum við hins vegar boðið upp á fjölbreyttari sérfræðiþjónustu, aukið svigrúm kennara til starfsþróunar og veitt nemendum betri náms- og félagslegan stuðning. Þannig gerum við góða skóla enn betri og styrkjum sérstaklega minni skóla á landsbyggðinni sem oft hafa ekki bolmagn til að halda úti allri nauðsynlegri þjónustu sjálfir. Þetta mun kosta töluverða fjármuni. Þetta eru nefnilega ekki hagræðingaraðgerðir heldur fjárfesting í gæðum, sveigjanleika og mannauði og sú fjárfesting mun skila sér inn í skólana. Sókn í stað aðgerðarleysis Hér hafa verið ríkisstjórnir sem hafa lítið sem ekkert viljað gera fyrir þetta skólastig. Hér hafa einnig verið ríkisstjórnir sem hafa reynt að sameina framhaldsskólana. Nú starfar hins vegar ríkisstjórn sem vill ekki sameiningar heldur vill styrkja skólana. Við viljum í staðinn hlúa að framhaldsskólunum okkar, leyfa þeim að blómstra á eigin forsendum og ráðast í sókn. Í þessu sambandi vil ég sérstaklega minnast á eflingu iðn- og verknáms með viðbyggingum við fimm verknámsskóla víðs vegar um landið. Ég sé þetta því sem tækifæri til að byggja upp sterkara, sveigjanlegra og réttlátara framhaldsskólakerfi þar sem allir nemendur fá bestu mögulegu menntun og stuðning óháð því hvar þeir búa. Um þetta er ég að vonast til að samtalið við skólasamfélagið, sem nú er rétt að hefjast, geti snúist um. Höfundur er mennta- og barnamálaráðherra.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar