Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Bjarki Sigurðsson skrifar 29. september 2025 12:05 Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, er föst í Sitges ásamt tæplega áttatíu öðrum í árshátíðarferð. Vísir/Bjarni/Vilhelm Tæplega áttatíu starfsmenn rekstrarfélags Kringlunnar og Reita í árshátíðarferð eru fastir í Sitges á Spáni eftir að flugi Play var aflýst vegna yfirvofandi gjaldþrots félagsins. Markaðsstjóri Kringlunnar segir það ekki amalegt að vera strandaglópur í 25 gráðum en tildrögin séu þó ansi sorglegar fréttir. Sitges er vinsæll ferðamannastaður um 35 kílómetrum frá Barselóna í norðausturhluta Spánar. Starfsmennirnir höfðu dvalið þar síðustu daga og áttu bókað flug heim með Play í kvöld eftir vel heppnaða ferð. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir fólkið hafa verið nýbúið að skrá sig út af hótelinu þegar fregnir af gjaldþrotinu bárust. „Það var einn sem fékk skilaboð frá fjölskyldumeðlimi akkúrat þegar við vorum að skrá okkur út. Við fórum að skoða fréttir og sáum þetta. Það var uppi fótur og fit og maður er svolítið sjokkeraður. Bara ömurlega leiðinlegt að svona skuli hafa farið fyrir Play. Það var held ég fyrsta hugsunin hjá öllum,“ segir Baldvina. Árshátíðarferðin var bókuð í gegnum ferðaskrifstofu og unnið er að því að finna nýtt flug fyrir hópinn. Baldvina telur þó ljóst að fólk komist ekki heim í dag. „Við eigum að hitta fararstjórann á eftir þannig við erum bara að fá okkur bjór og anda í kviðinn. Þetta er bara staðan og maður verður að gera það besta úr henni. Þetta er bara sorglegt fyrir Play,“ segir Baldvina. „Það er ekkert erfitt að sætta sig við eina nótt í viðbót hérna á þessum stað í 25 stiga hita og dásamlegu umhverfi. Maður er alveg til í þetta en ég vildi að það væri út af öðrum ástæðum. Þannig við erum róleg.“ Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Gjaldþrot Tengdar fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Það skiptir máli fyrir þá sem hyggjast fá endurgreitt frá Play vegna flugferðar sem ekki var farið í eftir gjaldþrot félagsins, hvernig greitt var fyrir ferðina. Gjafabréf enda sem kröfur í þrotabú. 29. september 2025 10:30 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Sitges er vinsæll ferðamannastaður um 35 kílómetrum frá Barselóna í norðausturhluta Spánar. Starfsmennirnir höfðu dvalið þar síðustu daga og áttu bókað flug heim með Play í kvöld eftir vel heppnaða ferð. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir fólkið hafa verið nýbúið að skrá sig út af hótelinu þegar fregnir af gjaldþrotinu bárust. „Það var einn sem fékk skilaboð frá fjölskyldumeðlimi akkúrat þegar við vorum að skrá okkur út. Við fórum að skoða fréttir og sáum þetta. Það var uppi fótur og fit og maður er svolítið sjokkeraður. Bara ömurlega leiðinlegt að svona skuli hafa farið fyrir Play. Það var held ég fyrsta hugsunin hjá öllum,“ segir Baldvina. Árshátíðarferðin var bókuð í gegnum ferðaskrifstofu og unnið er að því að finna nýtt flug fyrir hópinn. Baldvina telur þó ljóst að fólk komist ekki heim í dag. „Við eigum að hitta fararstjórann á eftir þannig við erum bara að fá okkur bjór og anda í kviðinn. Þetta er bara staðan og maður verður að gera það besta úr henni. Þetta er bara sorglegt fyrir Play,“ segir Baldvina. „Það er ekkert erfitt að sætta sig við eina nótt í viðbót hérna á þessum stað í 25 stiga hita og dásamlegu umhverfi. Maður er alveg til í þetta en ég vildi að það væri út af öðrum ástæðum. Þannig við erum róleg.“
Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Gjaldþrot Tengdar fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Það skiptir máli fyrir þá sem hyggjast fá endurgreitt frá Play vegna flugferðar sem ekki var farið í eftir gjaldþrot félagsins, hvernig greitt var fyrir ferðina. Gjafabréf enda sem kröfur í þrotabú. 29. september 2025 10:30 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Það skiptir máli fyrir þá sem hyggjast fá endurgreitt frá Play vegna flugferðar sem ekki var farið í eftir gjaldþrot félagsins, hvernig greitt var fyrir ferðina. Gjafabréf enda sem kröfur í þrotabú. 29. september 2025 10:30