Innlent

Bíl­stjórinn fjór­tán ára

Atli Ísleifsson skrifar
Bíllinn valt á mótum Miklubrautar og Vesturlandsvegar í Reykjavík. Bílstjórinn hafði þá reynt að stinga lögreglu af.
Bíllinn valt á mótum Miklubrautar og Vesturlandsvegar í Reykjavík. Bílstjórinn hafði þá reynt að stinga lögreglu af. Vísir/Vilhelm

Ökumaðurinn sem ók bílnum sem valt á mótum Miklubrautar og Vesturlandsvegar í Reykjavík eftir að hann hafði reynt að stinga lögreglu um hádegisbil í gær, er fjórtán ára.

Þetta staðfestir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.

Greint var frá því að þrír hafi verið fluttir á spítala eftir bílveltuna sem varð skömmu fyrir hádegi í gær. Sex börn voru í bílnum og aðeins fimm sæti.

Eftirförin hófst við Snorrabraut og var bílnum ekið Sæbrautina til austurs. Bíllinn valt loks í slaufunni á mótum Miklubrautar og Sæbrautar þar sem stefnan var sett á að komast upp í Ártúnsbrekku. Hafnaði bíllinn á hvolfi og utan í ljósastaur.

Unnar Már segir að af þeim þremur sem voru fluttir á sjúkrahús voru tveir fjórtán ára en sá þriðji eitthvað eldri. Þeir voru ekki alvarlega slasaðir og útskrifaðir af sjúkrahúsi sama dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×