„Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Agnar Már Másson skrifar 28. september 2025 19:49 „Lögreglan hefur verið að setja verulegan þunga í frávísanir uppi á flugvelli til þess að herða á landamæraeftirliti sem virðist bitna á saklausum ferðamönnum,“ segir Baldvin Már, lögmaður brasilískrs ferðamanns sem var vísað frá landi af „fremur furðulegum ástæðum.“ Samsett mynd Brasilískri konu var á fimmtudag vísað frá á landamærum Íslands þegar hún kom hingað til lands til að hitta vinafólk sitt. Lögreglan vildi meina að hún gæti ekki sannað að hún væri hér í lögmætum tilgangi en lögmaður konunnar segir frávísunina ólögmæta enda hafi konan haft nægileg gögn því til marks. Hann telur þann aukna þunga sem lögregla leggur á frávísanir farinn að bitna á saklausum ferðamönnum. Baldvin Már Kristjánsson, lögmaður konunnar, útskýrir í samtali við Vísi að hún eigi vinafólk á Íslandi sem hafi boðið henni í heimsókn. Konan hafi jafnvel haft boðsbréf frá fjölskyldunni meðferðis sem hafi átt að duga til að sýna fram á tilgang dvalarinnar. En þegar hún var í þann mund að stíga niður fæti á íslenska grundu var henni vísað frá á „fremur furðulegum forsendum“ að sögn lögmannsins. Baldin Már Kristjánsson lögmaður hjá Delikt.Delikt „Ólögmæt ákvörðun“ „Lögreglan segir að hún sé ekki með fullnægjandi gögn um að hún sé hingað komin til lands í lögmætum tilgangi,“ segir Baldvin, sem hefur kært ákvörðunina til kærunefndar útlendingamála. Á meðan hafi vinafólkið beðið eftir henni á flugvellinum og lögregla ekki haft samband við þau til staðfestingar á boðinu. Boðsbréfið dugði til að koma konunni inn um landamæri Frankfurt en var greinilega ekki nóg fyrir landamæraverðina á Keflavíkurflugvelli, að sögn Baldvins.Vísir/Vilhelm Hann tekur fram að hún hafi einmitt haft með sér gögn meðferðis sem sýndu fram á að hún kæmi hingað löglega, fyrrnefnt boðsbréf. „Þetta var ólögmæt ákvörðun,“ segir Baldvin, sem vill meina að frávísunin standist ekki stjórnsýslulög. Aukinn þungi í landamæravörslu bitni á saklausum ferðamönnum Baldvin bætir við að umbjóðanda sínum hafi verið hleypt inn um landamæri í Frankfurt í Þýskalandi með því að sýna sama boðsbréf til Íslands. Í desember var greint frá því að kærunefnd útlendingamála hefði fellt nokkrar ákvarðanir lögreglustjórans um frávísanir á landamærum úr gildi á árinu. Árið 2024 voru sjö slíkar ákvarðanir felldar úr gildi. Lögregluembættið á Suðurnesjum brást við umfjölluninni á sínum tíma og sagði að „allt væri reynt“ til að komast í gegnum landamærin en stundum yrði lögreglu á í sínum störfum, sem væri það miður. „Þetta er búið að vera í gangi síðustu tvö ár,“ segir Baldvin, „þar sem lögreglan hefur verið að setja verulegan þunga í frávísanir uppi á flugvelli til þess að herða á landamæraeftirliti sem virðist bitna á saklausum ferðamönnum.“ Í tveimur úrskurðum kærunefndar frá 2024 kom fram að lögregla hefði vísað útlendingi frá landi með vísan til þess að hann hefði ekki fullnægjandi gögn til að sýna fram á tilgang dvalar, en lögregla tilgreindi ekki nánar hvaða gögn hafi skort eða hvaða ágallar á þeim hafi leitt lögreglu að niðurstöðu. Í öðrum úrskurði frá sama ári kemur fram að ferðamaður hafi lagt fram gögn til staðfestingar á brottfararflugi og gistiplássi, en samt hafi lögreglan ekki vísað honum frá landi. Í þeim úrskurði stendur að fyrir liggi að upplýsingar sem lögregla aflaði varðandi gistingu kæranda hafi reynst byggðar á misskilningi. Keflavíkurflugvöllur Landamæri Ferðaþjónusta Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
Baldvin Már Kristjánsson, lögmaður konunnar, útskýrir í samtali við Vísi að hún eigi vinafólk á Íslandi sem hafi boðið henni í heimsókn. Konan hafi jafnvel haft boðsbréf frá fjölskyldunni meðferðis sem hafi átt að duga til að sýna fram á tilgang dvalarinnar. En þegar hún var í þann mund að stíga niður fæti á íslenska grundu var henni vísað frá á „fremur furðulegum forsendum“ að sögn lögmannsins. Baldin Már Kristjánsson lögmaður hjá Delikt.Delikt „Ólögmæt ákvörðun“ „Lögreglan segir að hún sé ekki með fullnægjandi gögn um að hún sé hingað komin til lands í lögmætum tilgangi,“ segir Baldvin, sem hefur kært ákvörðunina til kærunefndar útlendingamála. Á meðan hafi vinafólkið beðið eftir henni á flugvellinum og lögregla ekki haft samband við þau til staðfestingar á boðinu. Boðsbréfið dugði til að koma konunni inn um landamæri Frankfurt en var greinilega ekki nóg fyrir landamæraverðina á Keflavíkurflugvelli, að sögn Baldvins.Vísir/Vilhelm Hann tekur fram að hún hafi einmitt haft með sér gögn meðferðis sem sýndu fram á að hún kæmi hingað löglega, fyrrnefnt boðsbréf. „Þetta var ólögmæt ákvörðun,“ segir Baldvin, sem vill meina að frávísunin standist ekki stjórnsýslulög. Aukinn þungi í landamæravörslu bitni á saklausum ferðamönnum Baldvin bætir við að umbjóðanda sínum hafi verið hleypt inn um landamæri í Frankfurt í Þýskalandi með því að sýna sama boðsbréf til Íslands. Í desember var greint frá því að kærunefnd útlendingamála hefði fellt nokkrar ákvarðanir lögreglustjórans um frávísanir á landamærum úr gildi á árinu. Árið 2024 voru sjö slíkar ákvarðanir felldar úr gildi. Lögregluembættið á Suðurnesjum brást við umfjölluninni á sínum tíma og sagði að „allt væri reynt“ til að komast í gegnum landamærin en stundum yrði lögreglu á í sínum störfum, sem væri það miður. „Þetta er búið að vera í gangi síðustu tvö ár,“ segir Baldvin, „þar sem lögreglan hefur verið að setja verulegan þunga í frávísanir uppi á flugvelli til þess að herða á landamæraeftirliti sem virðist bitna á saklausum ferðamönnum.“ Í tveimur úrskurðum kærunefndar frá 2024 kom fram að lögregla hefði vísað útlendingi frá landi með vísan til þess að hann hefði ekki fullnægjandi gögn til að sýna fram á tilgang dvalar, en lögregla tilgreindi ekki nánar hvaða gögn hafi skort eða hvaða ágallar á þeim hafi leitt lögreglu að niðurstöðu. Í öðrum úrskurði frá sama ári kemur fram að ferðamaður hafi lagt fram gögn til staðfestingar á brottfararflugi og gistiplássi, en samt hafi lögreglan ekki vísað honum frá landi. Í þeim úrskurði stendur að fyrir liggi að upplýsingar sem lögregla aflaði varðandi gistingu kæranda hafi reynst byggðar á misskilningi.
Keflavíkurflugvöllur Landamæri Ferðaþjónusta Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira