Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar 29. september 2025 07:01 Heilir og sælir þér félagi mannskepna, sem berjið þennan barning minn augum. Barningur þessi þjónar þeim, að ég tel, göfuga tilgangi að fá yður til að koma á stórmerkilegan menningarviðburð sem er núna á næstu grösum. Mín persóna er mikil aðdáandi þessa viðburðar sem á sér nú stað í fimmta sinn. Hefjast herlegheitin þann 9. næsta mánaðar. Málum er meira að segja svo háttað að mér finnst ég standa í þakkarskuld við þá sem komu viðburðinum á koppinn. Alltént má sannlega, vissulega og klárlega segja að ég sé hrifinn af því af því hvernig víkka megi sjóndeildarhringinn hér innan hárra fjalla sem oft fá mann til að gleyma því að það sé meira undir sólinni en saltfiskur, Gróa á Leiti, Netflix, Pornhub og að drekka sig út úr heiminum á Húsinu ellegar Edinborg-Bístró. Sakir þessarar hrifningar má ég til með að stinga niður penna og hvetja sem flesta til að láta sjá sig á PIFF-kvikmyndahátíðinni, 9. til 12. október. Þar höfum vér fjóra daga af alls konar kvikmyndum frá öllum heimshornum, fjóra daga af, oft, öðru sjónarhorni en vér eigum að venjast þótt vissulega séu kvikmyndirnar næsta víst misframandi og sumar hverjar meira að segja íslenskar og því kannski ekkert stórkostlega framandlegar. Með öðrum orðum er þar næsta víst sitthvað að finna sem kitlar forvitni fólks enda hefir fólk allajafna áhuga á fólki og snúast kvikmyndir allajafna um að greina frá einhverju sem einkennir okkur homo sapiens, einhverju sammannlegu þótt nálgunin kunni að vera ólík eftir því hvar í heimi sæði var plantað. Jú, og vissulega kann þankagangur að vera gjörólíkur þeim sem einkennir okkur velsældarlega Vesturlandabúa. Ég veit ekki um yður en mér finnst sannlega gaman að fá að skyggnast þar inn. Svo má aukinheldur ganga að því vísu að ferfætlingar og aðrar dýrategundir komi til með að eiga sinn fulltrúa á hátíðinni svona ef maður er kominn með upp í kok af mannskepnunni á þessum síðustu og alltaf verstu tímum, þótt vissulega komi hún, mannskepnan það er, að máli enda hafa önnur dýr víst ekki, mér vitandi, staðið í kvikmyndagerð. Svo má ekki gleyma því að í Ísafjarðarbíói og í Súðavík koma til með að hljóma alls lags tungumál önnur en bara enska. Ég veit ekki um yður en slíkt vekur óneitanlega forvitni mína. Ekki þurfa þó þeir sem eigi vilja leggja „óskiljanleg“ mál á hlustir sínar að örvænta. Óno! Þarna verða myndir á alheimsmálinu, á ensku, á Lingua Franca, einnig í boði. Ójess og OMG! Ég verð svo að játa að mér finnst téðri kvikmyndahátíð ekki gert nægilega hátt undir höfði. Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem íbúum á norðanverðum Vestfjörðum gefst viðlíka tækifæri. Tækifæri til að sjá vandaðar og áhugaverðar kvikmyndir, til að brjóta upp grámóskulegan hvundaginn og fá að skyggnast inn í annan heim. Hver veit svo nema þarna verði nekt, erótík og hálfgildings klám á ferð fyrir þá sem sækjast eftir slíku. Allir hafa jú sínar perversjónir. Hver veit og nema einhver frægur láti sjá sig. Sumir fá jú ballfró yfir slíku. John Cleese er til að mynda í einni þeirra mynda sem sýndar verða. Noomi Rapace í annarri. Þér munið kannski eftir henni úr Menn sem hata konurog Lamb. Þar að auki fylgja ýmsir kvikmyndagerðarmenn myndum sínum og verða í spjallfæri á Ísafirði. Sannlega segi ég yður: Það er kúl og sexí. Það er engin ástæða til annars en að gefa hátíðinni gaum, að láta sjá sig á einni mynd eða fjórtán. Náungakærleikurinn er nefnilega svo ríkur að það kostar ekki krónu með gati á hátíðina, það liggur við að þér fáið borgað fyrir að koma. Er það nú von mín fróm að ég hafi náð að sannfæra yður lesandi góður um að koma í bíó 9. til 12. október. Sjáumst þá, sjáumst í bíó! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson áhugamaður um alls konar kvikmyndir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Heilir og sælir þér félagi mannskepna, sem berjið þennan barning minn augum. Barningur þessi þjónar þeim, að ég tel, göfuga tilgangi að fá yður til að koma á stórmerkilegan menningarviðburð sem er núna á næstu grösum. Mín persóna er mikil aðdáandi þessa viðburðar sem á sér nú stað í fimmta sinn. Hefjast herlegheitin þann 9. næsta mánaðar. Málum er meira að segja svo háttað að mér finnst ég standa í þakkarskuld við þá sem komu viðburðinum á koppinn. Alltént má sannlega, vissulega og klárlega segja að ég sé hrifinn af því af því hvernig víkka megi sjóndeildarhringinn hér innan hárra fjalla sem oft fá mann til að gleyma því að það sé meira undir sólinni en saltfiskur, Gróa á Leiti, Netflix, Pornhub og að drekka sig út úr heiminum á Húsinu ellegar Edinborg-Bístró. Sakir þessarar hrifningar má ég til með að stinga niður penna og hvetja sem flesta til að láta sjá sig á PIFF-kvikmyndahátíðinni, 9. til 12. október. Þar höfum vér fjóra daga af alls konar kvikmyndum frá öllum heimshornum, fjóra daga af, oft, öðru sjónarhorni en vér eigum að venjast þótt vissulega séu kvikmyndirnar næsta víst misframandi og sumar hverjar meira að segja íslenskar og því kannski ekkert stórkostlega framandlegar. Með öðrum orðum er þar næsta víst sitthvað að finna sem kitlar forvitni fólks enda hefir fólk allajafna áhuga á fólki og snúast kvikmyndir allajafna um að greina frá einhverju sem einkennir okkur homo sapiens, einhverju sammannlegu þótt nálgunin kunni að vera ólík eftir því hvar í heimi sæði var plantað. Jú, og vissulega kann þankagangur að vera gjörólíkur þeim sem einkennir okkur velsældarlega Vesturlandabúa. Ég veit ekki um yður en mér finnst sannlega gaman að fá að skyggnast þar inn. Svo má aukinheldur ganga að því vísu að ferfætlingar og aðrar dýrategundir komi til með að eiga sinn fulltrúa á hátíðinni svona ef maður er kominn með upp í kok af mannskepnunni á þessum síðustu og alltaf verstu tímum, þótt vissulega komi hún, mannskepnan það er, að máli enda hafa önnur dýr víst ekki, mér vitandi, staðið í kvikmyndagerð. Svo má ekki gleyma því að í Ísafjarðarbíói og í Súðavík koma til með að hljóma alls lags tungumál önnur en bara enska. Ég veit ekki um yður en slíkt vekur óneitanlega forvitni mína. Ekki þurfa þó þeir sem eigi vilja leggja „óskiljanleg“ mál á hlustir sínar að örvænta. Óno! Þarna verða myndir á alheimsmálinu, á ensku, á Lingua Franca, einnig í boði. Ójess og OMG! Ég verð svo að játa að mér finnst téðri kvikmyndahátíð ekki gert nægilega hátt undir höfði. Það er sannarlega ekki á hverjum degi sem íbúum á norðanverðum Vestfjörðum gefst viðlíka tækifæri. Tækifæri til að sjá vandaðar og áhugaverðar kvikmyndir, til að brjóta upp grámóskulegan hvundaginn og fá að skyggnast inn í annan heim. Hver veit svo nema þarna verði nekt, erótík og hálfgildings klám á ferð fyrir þá sem sækjast eftir slíku. Allir hafa jú sínar perversjónir. Hver veit og nema einhver frægur láti sjá sig. Sumir fá jú ballfró yfir slíku. John Cleese er til að mynda í einni þeirra mynda sem sýndar verða. Noomi Rapace í annarri. Þér munið kannski eftir henni úr Menn sem hata konurog Lamb. Þar að auki fylgja ýmsir kvikmyndagerðarmenn myndum sínum og verða í spjallfæri á Ísafirði. Sannlega segi ég yður: Það er kúl og sexí. Það er engin ástæða til annars en að gefa hátíðinni gaum, að láta sjá sig á einni mynd eða fjórtán. Náungakærleikurinn er nefnilega svo ríkur að það kostar ekki krónu með gati á hátíðina, það liggur við að þér fáið borgað fyrir að koma. Er það nú von mín fróm að ég hafi náð að sannfæra yður lesandi góður um að koma í bíó 9. til 12. október. Sjáumst þá, sjáumst í bíó! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson áhugamaður um alls konar kvikmyndir.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar