„Þetta var bara draumi líkast“ Hjörvar Ólafsson skrifar 25. september 2025 23:01 Darri Aronsson var vitanlega kampakátur með endurkomuna. Mynd/Haukar Þriggja ára þrautargöngu Darra Aronssonar, leikmanns Hauka, lauk í kvöld þegar hann snéri aftur inn á parketið að lokinni langri og erfiðri fjarveru vegna þrálátra meiðsla. Darri var augljóslega og eins og gefur að skilja himinlifandi að hafa getað sett harpix á puttana í keppnisleik að nýju. „Þetta var bara draumi líkast ef ég á að segja alveg eins og er. Þetta hefur verið gríðarlega langur og erfiður tími. Ég hef lagt á mig mikla vinnu til þess að geta látið þetta verða að veruleika og nú er ég að uppskera eins og ég hef sáð. Það er gjörsamlega frábær tilfinning,“ sagði Darri sem kom inn í miðja vörn Haukaliðsins þegar um það bil stundarfjórðungur var eftir af leik liðsins gegn Fram. Darri stóð sig feykilega vel í varnarleik sínum og lagði þung lóð á vogarskálina við að tryggja Haukum sigurinn. Darri hefur gengið í gegnum ýmislegt á handboltaferli sínum sem hefur verið þyrnum stráður. „Þetta hefur klárlega tekið töluvert á og reynt mikið á andlegu hliðina. Ég hélt að ég hefði masterað þolinmæði þegar ég sleit krossband ungur en ég hlaut mastersgráðuna endanlega að loknum þessum erfiða kafla. Nú bara tek ég einn dag í einu eins og ég hef gert síðustu þrjú árin. Ég er orðinn vel sjóaður í því að taka bara eitt skref í einu,“ sagði þessi sterki leikmaður. „Ég gæti ekki verið í betri höndum en hjá Ella sjúkraþjálfari sem hefur hjálpað mér ofboðslega mikið að komast á þann stað að geta spilað aftur. Ég verð honum ævinlega þakklátur fyrir það. Framhaldið er algjörlega undir honum komið og ég fæ skýrslu á morgun hvernig næstu skref verða hjá mér,“ sagði hann. „Það voru alls konar tilfinningar sem bærðust innra með mér í aðdraganda leiksins. Fiðrildin voru mætt í magann, ég var mjög spenntur en á sama tíma auðvitað læðist að hræðsla um það hvernig líkaminn mun bregðast við í ljósi meiðslasögunnar. Það er bara mannlegt og eðlilegt,“ sagði Darri hálf meyr. „Þegar út í leikinn var hins vegar komið var ég ekkert að pæla í því hvað gæti gerst. Adrenalínið bara tók yfir og gleðin að vera kominn aftur inn á parketið í keppnisleik og geta látið til mín taka. Tilfinningin var nánast ólýsanleg, þetta er svakalega þýðingamikið fyrir mig,“ sagði Haukamaðurinn sem ljómaði allur þegar hann var beðinn um að lýsa því hvernig honum væri innanbrjósts. Olís-deild karla Haukar Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira
„Þetta var bara draumi líkast ef ég á að segja alveg eins og er. Þetta hefur verið gríðarlega langur og erfiður tími. Ég hef lagt á mig mikla vinnu til þess að geta látið þetta verða að veruleika og nú er ég að uppskera eins og ég hef sáð. Það er gjörsamlega frábær tilfinning,“ sagði Darri sem kom inn í miðja vörn Haukaliðsins þegar um það bil stundarfjórðungur var eftir af leik liðsins gegn Fram. Darri stóð sig feykilega vel í varnarleik sínum og lagði þung lóð á vogarskálina við að tryggja Haukum sigurinn. Darri hefur gengið í gegnum ýmislegt á handboltaferli sínum sem hefur verið þyrnum stráður. „Þetta hefur klárlega tekið töluvert á og reynt mikið á andlegu hliðina. Ég hélt að ég hefði masterað þolinmæði þegar ég sleit krossband ungur en ég hlaut mastersgráðuna endanlega að loknum þessum erfiða kafla. Nú bara tek ég einn dag í einu eins og ég hef gert síðustu þrjú árin. Ég er orðinn vel sjóaður í því að taka bara eitt skref í einu,“ sagði þessi sterki leikmaður. „Ég gæti ekki verið í betri höndum en hjá Ella sjúkraþjálfari sem hefur hjálpað mér ofboðslega mikið að komast á þann stað að geta spilað aftur. Ég verð honum ævinlega þakklátur fyrir það. Framhaldið er algjörlega undir honum komið og ég fæ skýrslu á morgun hvernig næstu skref verða hjá mér,“ sagði hann. „Það voru alls konar tilfinningar sem bærðust innra með mér í aðdraganda leiksins. Fiðrildin voru mætt í magann, ég var mjög spenntur en á sama tíma auðvitað læðist að hræðsla um það hvernig líkaminn mun bregðast við í ljósi meiðslasögunnar. Það er bara mannlegt og eðlilegt,“ sagði Darri hálf meyr. „Þegar út í leikinn var hins vegar komið var ég ekkert að pæla í því hvað gæti gerst. Adrenalínið bara tók yfir og gleðin að vera kominn aftur inn á parketið í keppnisleik og geta látið til mín taka. Tilfinningin var nánast ólýsanleg, þetta er svakalega þýðingamikið fyrir mig,“ sagði Haukamaðurinn sem ljómaði allur þegar hann var beðinn um að lýsa því hvernig honum væri innanbrjósts.
Olís-deild karla Haukar Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Sjá meira