Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Árni Sæberg skrifar 25. september 2025 16:55 Landsréttur mildaði dóm yfir manninum. Vísir/Viktor Freyr Landsréttur hefur mildað dóm Philips Dugay Acob og dæmt hann í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga manni með þroskaskerðingu á hóteli þar sem hann starfaði. Héraðsdómur hafði áður dæmt hann til þriggja ára fangelsis en Landsréttur taldi rétt að milda dóminn vegna dráttar sem varð á málinu. Í ákæru kom fram að Acob hafi nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart brotaþola sem sé með þroskahömlun og hafi ekki skilið þýðingu verknaðarins, auk þess að hann hafi verið undir áhrifum lyfja og fíkniefna þegar atburðurinn átti sér stað. Í dómi Landsréttar kemur fram að Acob, sem var starfsmaður hótelsins þar sem nauðgunin átti sér stað, hafi í heimildarleysi farið inn á hótelherbergið þar sem maðurinn hafði lagst til svefns, kysst hann á háls og geirvörtur og svo sett getnaðarlim mannsins í munn sinn og haft við hann munnmök. Engin ólögmæt nauðung Niðurstaða Landsréttar var að Acob hefði nauðgað manninum með því að hafa við hann önnur kynferðismök en samræði án samþykkis. Hins vegar var ekki talið sannað að hann hefði beitt til þess ólögmætri nauðung. Þá taldi Landsréttur að Acob hefði hlotið að vera ljóst að maðurinn glímdi við andlega fötlun og að hann hefði notfært sér þá fötlun. Því væri hann einnig sakfelldur fyrir ákvæði hegningarlaga um nauðgun með því að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans. Tæplega fjögur ár frá brotinu Loks segir að við ákvörðun refsingar Acobs hafi verið litið til alvarleika brots hans og þess að hann hafi brotið gróflega gegn kynfrelsi mannsins en einnig til þess dráttar sem orðið hafði á meðferð málsins og honum yrði ekki kennt um. Hann nauðgaði manninum í október árið 2021. Acob var dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar og greiðslu miskabóta upp á tvær milljónir króna. Þá var honum gert að greiða 3/4 hluta áfrýjunarkostnaðar upp á þrjár milljónir króna og allan sakarkostnað í héraði, þrjár milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Í ákæru kom fram að Acob hafi nýtt sér yfirburði sína og aðstöðumun gagnvart brotaþola sem sé með þroskahömlun og hafi ekki skilið þýðingu verknaðarins, auk þess að hann hafi verið undir áhrifum lyfja og fíkniefna þegar atburðurinn átti sér stað. Í dómi Landsréttar kemur fram að Acob, sem var starfsmaður hótelsins þar sem nauðgunin átti sér stað, hafi í heimildarleysi farið inn á hótelherbergið þar sem maðurinn hafði lagst til svefns, kysst hann á háls og geirvörtur og svo sett getnaðarlim mannsins í munn sinn og haft við hann munnmök. Engin ólögmæt nauðung Niðurstaða Landsréttar var að Acob hefði nauðgað manninum með því að hafa við hann önnur kynferðismök en samræði án samþykkis. Hins vegar var ekki talið sannað að hann hefði beitt til þess ólögmætri nauðung. Þá taldi Landsréttur að Acob hefði hlotið að vera ljóst að maðurinn glímdi við andlega fötlun og að hann hefði notfært sér þá fötlun. Því væri hann einnig sakfelldur fyrir ákvæði hegningarlaga um nauðgun með því að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans. Tæplega fjögur ár frá brotinu Loks segir að við ákvörðun refsingar Acobs hafi verið litið til alvarleika brots hans og þess að hann hafi brotið gróflega gegn kynfrelsi mannsins en einnig til þess dráttar sem orðið hafði á meðferð málsins og honum yrði ekki kennt um. Hann nauðgaði manninum í október árið 2021. Acob var dæmdur til tveggja og hálfs árs fangelsisvistar og greiðslu miskabóta upp á tvær milljónir króna. Þá var honum gert að greiða 3/4 hluta áfrýjunarkostnaðar upp á þrjár milljónir króna og allan sakarkostnað í héraði, þrjár milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira