Viðskipti innlent

Guð­ný ráðin fræðslu­stjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun

Árni Sæberg skrifar
Kristófer Orri og Guðný eru gengin til liðs við Íslandsbanka.
Kristófer Orri og Guðný eru gengin til liðs við Íslandsbanka. Íslandsbanki

Guðný Halldórsdóttir hefur verið ráðin fræðslustjóri Íslandsbanka og Kristófer Orri Pétursson hefur hafið störf í gjaldeyrismiðlun sama banka.

Í fréttatilkynningu þess efnis frá Íslandsbanka segir að Guðný sé með BA gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands og hafi hafi áður starfað á miðlunarsviði Samtaka atvinnulífsins og sem blaðamaður á Viðskiptablaðinu. Þá sé hún einn af stofnendum Hagsmunafélags kvenna í hagfræði.

Kristófer Orri hafi áður starfað í gjaldeyrismiðlun Kviku. Hann sé með B.Sc. gráðu í fjármálaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hafi lokið prófi í verðbréfaréttindum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×